HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 22. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 22. - 26. FEBRÚAR

MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR

Nemendaverndaráðsfundur í Bs kl. 8:30


ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR

Nemendaverndaráðsfundur í Hs kl. 8:15

Stjórnendafundur kl. 14:45


MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR

Heilsukaffi/hádegismatur starfsfólks. Mætum með eitthvað hollt og borðum saman.

Fagfundir í ensku og samfélagsfræði í Bs, fagstjórar auglýsa fundinn.

Fagfundur í stærðfræði og samfélagsfræði í Hs.

Deildarfundir í báðum húsum.

Danskennsla fyrir starfsfólk í sal Hs kl. 19:30.


FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR

Stjórnendafundur kl. 14:45


FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR -

TAKK FYRIR VIKUNA OG GÓÐA HELGI :)

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 1. ÞS

Barnaskóli 7. MS

Áhugaverð atriði næstu vikur


 • Árshátíð starfsfólks verður laugardaginn 5. mars í Alþýðuhúsinu, skráningu verður lokið mánudaginn 22. febrúar. Hvetjum starfsfólk til að fjölmenna.
 • 22. febrúar: Kvöldganga mæting við Bs kl. 19:30 óvænt uppákoma
 • 24. febrúar: Heilsukaffi/hádegismatur starfsfólks. Mætum með eitthvað hollt og borðum saman.
 • 24. febrúar: Danskennsla fyrir starfsfólk í sal Hs kl. 19:30. Súsanna kennir það nýjasta nýtt, upplagt fyrir árshátíðina.
 • 25. febrúar: Skákkennsla í 3.- 5. bekk, Björn Ívar verður með kennslu.
 • 25. febrúar: Krakkarnir í hverfinu brúðuleiksýning fyrir 2. bekk
 • 29. febrúar er hlaupársdagur

Tilkynningar !!


 • Ný síða með ótal myndasögum og smásögum sem þið eigið eftir að skemmta ykkur heilmikið yfir – ókeypis - í átakinu Allir lesa.

  https://geimverantak.wordpress.com/

 • Rakel Guðmundsdóttir verður í vettvangsnámi í 7. og 10. bekk 22. feb. - 18. mars.

 • Aðstoð við heimalestur og heimanám erlendra nemenda er á Bókasafni Vestmannaeyja, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16:15 - 17:15. Hvetjum nemendur til að nota sér þessa aðstoð.

 • Lífshlaupið - GRV er enn í 1. sæti í sínum flokki í grunnskólakeppninni.
 • Það eru 55 starfsmenn skráðir í vinnustaðakeppnina í Lífshlaupinu, Við erum enn í 13. sæti af 63 vinnustöðum.
 • Sigurlás býður starfsfólki með upp á Heimaklett, bara hafa samband þegar þið eruð klár.
 • Menntaspjall á Twitter: http://ingvihrannar.com/menntaspjall/ annan hvern sunnudag. Oft mjög áhugaverðar umræður.

Afmælisbörn vikunnar:

Engin afmælisbörn í GRV í þessari viku.

En hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?

Samkvæmt Vísindavefnum er það 28. apríl en 1.010 eru fæddir þann dag.

Hrós vikunnar fá

Hjúkrunarfræðingar skólans fyrir mælingar á starfsfólki skólans.

Gáta vikunnar

Er í húsbíl oftast hann,
orðið haft um röskan mann,
hundsnafn þetta einnig er,
og svo skattur því er ver.


Svar við síðustu gátu

Ketill

2. lína - Ketill þistill

Spakmæli vikunnar

Sumir eru þröngsýnir, þeir lifa aðeins fyrir líðandi stund. Aðrir eru víðsýnir og horfa fram á við.

Uppskrift

Kjúklingur í mangó og karrý

6 - 8 hvítlauksrif, skorinn smátt

4 kjúklingabringur, skornar í bita

1 p rjómi

1 krukka mangó chutney

2 msk karrý

salt og pipar

Hvítlaukur léttsteiktur á pönnu settur í pott eftir steikingu. Kjúklingabitar steiktir á pönnunni og kryddaðir með salti og pipar, settir í pottinn. Rjóma og mangó hellt yfir að lokum karrý stráð yfir. Rjómi og karrý eftir smekk. Soðið í nokkrar mínútur.


Meðlæti: salat, hrísgrón og brauð

Starfsfólk athugið að ábendingar um eitthvað skemmtilegt og/eða fræðandi í fréttabréfið eru vel þegnar

Í kjölfar námskeiðs í Kahoot

Fyrir þá sem ekki komust á Kahoot námskeiðið þá má finna á k- drifinu undir spjaldtölvur -> námskeið leiðbeiningar í Kahoot. Sjá einnig þetta fréttabréf: https://www.smore.com/app/pages/preview/p9hbg
Big image

Svanhvít með keppendum í upplestrarkeppninni í 7. bekk

Sigurverar voru: Aðalheiður Svanhvít 7. JN, Hólmfríður Arna 7. AÝS, Arnar Gauti 7. AÝS og Díana Svava 7. MS til vara.