Fréttabréf forseta DKG

Jan./feb. 2023

Um árgjöld landssambands DKG

Landssambandsstjórn hefur haft spurnir af því að vel hafi gengið að fjölga félagskonum í deildum samtakanna. Því er rétt að benda gjaldkerum og félagskonum á að skv. lögum samtakanna gilda ákveðnar reglur um greiðslu árgjalda. Ákvörðun um félagsgjöld er tekin á landssambandsþingi annað hvert ár.

Félagsárið er frá 1. júlí til 30. júní. Félagskonu ber að greiða árleg félagsgjöld í síðasta lagi 30. júní vegna næsta starfsárs. Árgjald landssambandsins hefur verið kr. 10.000.- undanfarin ár en sumar deildir hafa innheimt viðbótargjald með samþykki sinna félagskvenna til að standa straum af ýmsum sameiginlegum kostnaði.

Ef ný félagskona gengur í samtökin á tímabilinu 1. júlí til 31. desember greiðir hún fullt félagsgjald fyrir yfirstandandi ár. Ef ný félagskona gengur í samtökin frá 1. janúar til 31. mars greiðir hún hálft félagsgjald. Þær sem mögulega eru teknari inn í samtökin á tímabilinu 1. apríl til og með 30. júní greiða árgjald frá næsta félagsári.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Helgadóttir, gjaldkeri landssambandsins, en hún er með netfangið krih@mi.is

Landssambandsþingið á Hótel Örk í Hveragerði 13. og 14. maí nk.

Undirbúningur fyrir landssambandsþingið sem haldið verður 13. og 14. maí nk. á Hótel Örk í Hveragerði er í fullum gangi. Yfirskrift þingsins tengist menntun til framtíðar og verður opinberað fljótlega.. Eins og fram hefur komið verður aðalfyrirlesari Eija Liisa Sokka-Meany, fyrrverandi grunnskólakennari og núverandi kennari við Háskólann í Joensuu í Finnlandi. Hún mun fjalla um nám og starfsþjálfun kennaraefna í Finnlandi og hvernig þeir eru undirbúnir fyrir að starfa í skóla framtíðarinnar. Eija Liisa er núverandi landssambands forseti DKG í Finnlandi og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samtökin.

Skráning á þingið fer fram hér: https://forms.gle/PwjRfVEuNoEa4kM59 en konur eru minntar á að til að skráning teljist fullgild þarf að leggja ráðstefnugjaldið kr. 13.000.- inn á reikning samtakanna nr. 546 - 26 - 2379, kt. 491095-2379.


Hér er að finna upplýsingar um tilboð um gistingu á Hótel Örk í tengslum við landssambandsþingið:


Gisting með morgunverð, innifalið: Sundlaug, heitir pottar, gufa, þráðlaust net.

Standard 20-24m2 er í eldri álmu.

180cm hjónarúm eða 2x90cm einstaklings rúm. Hægt að bæta við 1x 90cm rúmi.

Ein nótt - Fyrir einn 13.900 – Fyrir tvo 16.905 – Fyrir þrjá 22.405

Superior 27m2 er í nýju álmu.

180cm hjónarúm eða 2x 90cm rúm. 140cm svefnsófi sem rúmar einn fullorðinn eða tvö börn.

Ein nótt - Fyrir einn 18.645 – Fyrir tvo 23.645 – Fyrir þrjá/fjóra 29.145

Aukagjald fyrir superior svölum eða verönd er 3.000 fyrir á nótt.

Junior suite 27m2 er í nýju álmu. 180cm hjónarúm.

140cm svefnsófi sem rúmar einn fullorðinn eða tvö börn.

Ein nótt - Fyrir einn 30.725 – Fyrir tvo 30.725 – Fyrir þrjá/fjóra 36.225

Suite 55m2 er í nýju álmu. 180cm hjónarúm.

140cm svefnsófi sem rúmar einn fullorðinn eða tvö börn.

Ein nótt - Fyrir einn 55.420 – Fyrir tvo 55.420 – Fyrir þrjá/fjóra 60.920

https://hotelork.is/Herbergin/


Hlekkur til að bóka herbergi 13. - 14. maí er hér.


Upplýsingar um þingið og gistingu er jafnframt að finna á Facebook síðu landssambandsins.

Evrópuráðstefnan í Tampere 26. – 29. júlí 2023.

DKG systur í Finnlandi eru í óðaönn að undirbúa alþjóðlega Evrópuráðstefnu DKG sem haldin verður í Tampere dagana 26. - 29. júlí nk. Skráning er hafin og metnaðarfull dagskrá ráðstefnunnar liggur fyrir og er að finna hér: International Conference Tampere Finland.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna fram að setningu ráðstefnunnar en þeim sem ætla að skrá sig á ráðstefnuna er bent á að lesa vel leiðbeiningar um skráningu. (https://dkgtampere2021.weebly.com/registration.html)


Alls bárust umsóknir um rúmlega 40 erindi og verður fróðlegt að sjá hver þeirra verða fyrir valinu. Hér gefst félagskonum tækifæri til að hitta DKG-systur í öðrum Evrópulöndum, kynnast betur samtökunum okkar og læra af þeim fróðlegu erindum sem verða í boði.


Bent er á að flestir starfsþróunarsjóðir kvenna í fræðslustörfum styrkja þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum með jafn metnaðarfullri dagskrá og Evrópuráðstefna DKG er.

Mikilvægar dagsetningar

1. maí 2023 rennur út frestur til að sækja um styrk í DKGIEF Cornetet Individual Professional Development Awards sem styrkir konur sem vinna í fræðslustörfum til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun sem eru í boði fyrir aðra aðila en á vegum DKG (https://www.dkg.is/is/styrkir).


15. maí 2023 er frestur til að sækja um að fá birta ritrýnda grein í tímariti DKG, the Bulletin: Journal. Félagskonur í doktorsnámi eða sem hafa nýlokið meistaranámi eða öðru framhaldsnámi og hafa áhuga á að fá birta ritrýnda grein eru hvattar til að sækja um. Hlekkur til að sækja um birtingu ritrýndra greina í tímaritinu er hér.