Samspil 2015

UT-átak Menntamiðju

Upplýsingatækninámskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara:

Hefst á vefnámskeiði miðvikudaginn 4. mars kl. 16:15-17:15, þar sem átakið verður kynnt nánar. Tryggðu þér pláss strax, skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.samspil.menntamidja.is


Fyrirkomulag:

  • Útspil - staðbundið 5 klst. námskeið sem haldið verður í Reykjavík, Borgarnesi/Snæfellsnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Hvolsvelli (Suðurland) og á Reykjanesi.
  • Vefnámskeið - 2x í mánuði tengd mánaðarlegu þema
  • Kennslumyndskeið - 3x í mánuði, sjálfsnám - einnig tengd mánaðarlegu þema
  • Þátttaka í umræðu á samfélagsmiðlum


Markmið að þátttakendur:

  • Kynnist hagnýtum dæmum um notkun upplýsinga- og samskiptatækni

  • Hafi gagn af námskeiðinu og geti nýtt viðfangsefni þess í eigin kennslu

  • Geti nýtt sér upplýsingatækni og samfélagsmiðla til að sinna starfsþróun

  • Séu virkir í starfssamfélögum á netinu og noti þau til að deila reynslu og þekkingu

  • Geri sér grein fyrir áhrifum tækniþróunar og tæknibreytinga á nám og kennslu

  • Fái innblástur til frekari þróunar efnis, aðferða og samstarfs

Samspil 2015
Big image