Vorblót 2019

DRAUMAR GETA RÆST - 13. maí í Stakkahlíð - kl. 14:00-18:00

Taktu daginn frá!


Hvar: Menntavísindasviði HÍ v/ Stakkahlíð

Hvenær: Mánudaginn 13. maí kl. 14:00-18:00

Hverjir: Ætlað öllum sem áhuga hafa á uppeldis- og menntamálum


Fjölbreyttar sýningar, menntaspjall og kynningar á tækifærum í skóla- og frístundastarfi!


Viltu kynnast því hvað aðrir eru að gera á þínu áhugasviði - viltu segja frá því sem þú ert að gera? Taktu þátt eða skráðu þig með innlegg í menntabúðir Vorblótsins.

Skráning allra þátttakenda er mikilvæg!


Fyrirlestrar og smiðjur - í stofum

Undirskrift samstarfssamnings MVS HÍ og SFS klukkan 16.30

Menntastefna Reykjavíkur: Kynningar í opnum rýmum

Menntavísindasvið: Kynningar í opnum rýmum

Aðrir aðilar: Kynningar í opnum rýmum


Samhristingur í boði listkennsludeildar Listaháskóla Íslands klukkan 14:10 í matsal


Fyrirlestrar og smiðjur


Stofa K-206

Heimspekilegt spjall og æfingar út frá listaverkum,

Heimspekilegt spjall með hliðsjón af siðferðilegum víddum.

Ingimar Ólafsson Waage - Aðjúnkt og fagstjóri í sjónlistum, listkennsludeild LHÍ

Tími: 14:45-15:30


Hvað gerir RÚV fyrir börn og menntun?

Barna- og unglingastarf RÚV hefur þróast mikið á undanförnum árum. Með tilkomu KrakkaRÚV hafa orðið til fjölmörg spennandi tækifæri og samstarfsverkefni. Þar má t.d. nefna Kóðann, Sögur, Verksmiðjuna og margt fleira. Kynntir verðir ýmsir möguleikar til samstarfs í fræðslustarfi menntastofnana og RÚV.

Hafsteinn Vilhelmsson, Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson

Tími: 15:30 – 16:15


Trappa

Fyrirlestur um árangur fjarþjálfunar fyrir börn

Tinna Sigurðardóttir

Tími: 17:00-18:00


K-205

Miðja máls og læsis

Hvernig nýtist vefurinn til lestrarhvatningar í skóla- og frístundastarfi.

Dröfn Rafnsdóttir og Ingibjörg Elísabet Jónsdóttir

Tími: 16:45


Hálftími á teppinu

Markviss þjálfun í máli og málskilningi. Vinnustofa 2x30 mínútur, ætluð leik- og grunnskólakennurum. Smiðja til eflingar lesskilnings.

Baldur Sigurðsson og Sigríður Ólafsdóttir

Tími: 14:30-15:00 – 15:30-16:00


Ritunarvinnusmiðja

Aðferðarfræði ritunar til þess að efla skapandi og gagnrýna hugsun. Um er að ræða 15 mínútna ritunarvinnusmiðju.

Baldur Sigurðsson, Hanna Óladóttir og Jón Yngvi

Tími: 15:15-15:30, 16:00-16:15


K-204

Erasmus verkefnið ProHear

Kynning á Erasmus verkefninu ProHear. Um er að ræða rafrænt námsefni og vefnámskeið fyrir heyrnarskert og heyrnarlaust fólk. Táknmálstúlkun í boði.

Tryggvi Thayer

Tími: 14:30-15:15 og 15:30-16:15


K-207

Leiklistarsmiðja

Hressandi hópleikur sem tekur um hálftíma sem hægt er að þróa út í leiknar senur fyrir leikskóla, grunnskóla og í frístundastarfi.

Vigdís Gunnarsdóttir aðjúnkt og fagstjóri listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.

Tími: 15:00-15:30


K-202

Skapandi tónlistarstarf

Raftónlistarspuni, söngur og rapp í frístunda-, félagmiðstöðvum eða skólastarfi. Í þessari smiðju er lögð áhersla á afurð. Tónsmíð er unnin frá upphafi til enda og send til þátttakenda í lok smiðjunnar. Um er að ræða hálftíma smiðju.

Markús Bjarnason frístundamiðstöðinni Kringlumýri.

Tími: 14:30-15:00 og 16:00-16:30


K-208

Söngleikir – Ævintýri Sædísar skjaldböku og Gúri geimvera

Elín Halldórsdóttir kennari í Fossvogsskóla segir frá verkefnum sem hún hefur unnið með nemendum.

Tími: 15:45-16:15


Er þetta nokkuð nýtt...? Aðferðir sem geta eflt orðaforða og lesskilning nemenda á miðstigi

Kennsluaðferðir sem hjálpa nemendum að skilja hugtök og lesmál í ýmsum námsgreinum. Hugmyndirnar sem kynntar eru í erindinu geta hentað í öllum námsgreinum og skólastigum.

Anna Sólveig Árnadóttir kennari í Selásskóla.

Tími: 16:15-17:15


Menntavísindasvið HÍ og Skóla- og frístundasvið RVK
skrifa undir samstarfssamning
kl. 16:30Menntastefna Reykjavíkurborgar: Kynningar í opnum rýmum

Miðja máls og læsis Kynning á þjónustu MML við leikskóla- grunnskóla og frístundastarf í RVK. Starfsfólk miðjunnar. ​


Nýsköpunarmiðja menntamála á SFS

Kynning á Menntastefnu Reykjavíkur og þjónustu NýMið við leikskóla-, grunnskóla og frístundastarf í RVK.

Fríða Bjarney Jónsdóttir deildarstjóri.


Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - réttindaskólar í Reykjavík

Ellen Calmon


Tækifæri í alþjóðasamstarfi fyrir skóla og frístundasvið

Hjörtur Ágústsson


Jafnréttisskólinn

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir


Mixtúra – Búnaðarbankinn

Búnaðarbanki mun sýna forritunarleg tæki og kynna útlánastarfsemi bankans til afnota fyrir nemendur. Hægt er að skoða HTC-vive, Sphero, Dash and Dot, Green Screen, möguleika á notkun sýndarveruleika í námi og starfi barna og ungmenna.

Erla Stefánsdóttir, Sveinn Bjarki Tómasson, Þorbjörg S. Þorsteinsdóttir, Antonía Lárusdóttir, Margrét Óskarsdóttir

​​

Tæknikistur leikskóla úr Búnaðarbanka Mixtúru

Sunneva Svavarsdóttir Reynisholti


Osmo og Etwinning

Rósa Harðardóttir


MakerSpace - bylgjupappahönnun

Vexa hópurinn


Miðstöð útivistar og útináms

Kynning á þjónustu MÚÚ við leikskóla-, grunnskóla og frístundastarf í RVK.

Hafsteinn Grétarsson


Fjölmenningarlegt leikskólastarf

Kennsluaðferðir sem efla orðskilning, orðaforða, lesskilning, hlustunarskilning og frásagnarhæfni nemenda.

Sólveig Þórarinsdóttir, leikskólastjóri segir frá fjölmenningarlegu leikskólastarfi - Leikskólinn Ösp


Kynningar á þróunarverkefninu Töfrandi tungumál - vinnu með fjölbreytt tungumál í leikskólastarfi og Gefðu 10 - aðferð til þess að auka samræðu og samskipti við fjöltyngd börn sem eru að læra íslensku.

Saga Stephensen - Leikskólaskrifstofa SFS​


Náttúrufræðikennsluvefsíða

Hildur Arna Håkansson Öldutúnsskóli


Stuttmyndaverkefni 6. HM með Sphero kúlum og Dash

Helga Magnúsdóttir Setbergsskóli


Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Kynning í opnum rýmum

Kynning á opnum námskeiðum fyrir fólk á vettvangi og e.t.v námskeiðum sem verða í boði sérstaklega fyrir starfsfólk SFS.

Ester Ýr Jónsdóttir​​​


Identity texts/Sjálfsmyndasögur - Language portraits/Tungumálasjálfsmyndir

Renata Emilsson Peskova​​​​​


Viðbótardiplómur á Menntavísindasviði

Viðbótardiplómur á MVS eru kynntar en umsóknarfrestur í þær rennur út 5. júní 2019.

Ásdís H.​​​​​​​​​​


Gerum úttekt á eigin starfi: Hvaða vísbendingar eru um að kennarar/skólar/frístund starfi í anda skóla án aðgreiningar? Þátttakendur fá gátlista til að kanna stöðuna.

Edda Óskarsdóttir​​​


Verkefni meistaranema. Kynning á skjá á verkefnum meistaranema sem voru með viðburði á Barnamenningarhátíð í Listgreinahúsi Menntavísindasviðs.

Helga Rut Guðmundsdóttir, Ásdís Jóelsdóttir, Hanna Ólafsdóttir, Gísli Þorsteinsson og Rannveig Björk Þorkelsdóttir


Hopp og skopp - stærðfræði í leikskóla

Guðbjörg Pálsdóttir og Margrét S. Björnsdóttir​Háskóli Íslands


Sundleikjahandbók. Lokaverkefni til M.Ed. í íþrótta- og heilsufræði.

Bjarnfríður Magnúsdóttir Dalskóli​


Stærðfræði unglingastig​​​

Tanya Helgason Austurbæjarskóli​​​


Stærðfræðileiðtogar-opin verkefni​​​

Jónína Vala Kristinsdóttir Menntavísindasvið​

Meðflytjendur: Guðrún Þóra og Sigurlaug Hauksdóttir, Ingunnarskóla, Tinna Ástrún Grétarsdóttir Sæmundarskóla, Jónína Vala Kristinsdóttir MVS​​​


Samfélagsgreinakennsla og skapandi nám.

Lilja M. Jónsdóttir Menntavísindasvið HÍ​


Kynning og umræða um starfsemi RASK

Rannsóknastofu um skapandi skólastarf - rannsóknirnar RASKA 1 og RASKA 2 sem voru starfendarannsóknir kennara sem beindu athyglinni að því hvernig þátttakendur (kennarar á fjórum skólastigum) unnu að því að efla sköpun í námi nemenda sinna.

Svanborg R Jónsdóttir og Ása Helga Ragnarsdóttir Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Börn lýsa viðhorfum til leikskólans - stutt myndskeið

Kristín Karlsdóttir (RannUng) Menntavísindasvið HÍAðilar að RANNUM munu sýna og segja frá ýmsum verkefnum.

Salvör Gissurardóttir: Hvernig geta kennarar gert gagnvirk nemendaverkefni í h5p.org. Þátttakendur fá sýnikennslu og tækifæri að gera verkefni

Skúlína Kjartansdóttir: Sköpunarsmiðjur í menntun barna - Evrópuverkefnið MakEY, afrakstur þess og tengd verkefni (t.d. handbækur og fyrirhugað opið netnámskeið). Þátttakendur fá tækifæri til að hafa áhrif á hönnun opins netnámskeiðs um sköpunarsmiðjur og geta forskráð sig á það

Sólveig Jakobsdóttir: Menntabúðir, þróun, reynsla og rannsóknir. Þátttakendur spjalla og deila reynslu og hugmyndum um skipulag menntabúða með mismunandi hópum

Svava Pétursdóttir: evrópskt verkefni um starfsþróun kennara og námsefni um stafræna borgaravitund. Þátttakendur skoða verkefnisvef og viðkomandi námsefni


➢ Aðrar kynningar í opnum rýmum


Vinátta - forvarnaverkefni gegn einelti - Barnaheill - Save the Children á Íslandi

Kynning á Vináttu - forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti, ætlað börnum frá 0-9 ára. Um er að ræða námsefni sem er auðvelt og aðgengilegt í notkun og er nú þegar í rúmlega 50% íslenskra leikskóla auk þess sem 19 grunnskólar eru að tilraunakenna grunnskólaefni. Rannsóknir í Danmörku (þaðan sem námsefnið kemur) sýna fram á að efnið virkar og samskipti í barnahópum verða betri. ​


Móðurmál

Samtök um tvítyngi mun kynna ungmennastarf Móðurmáls.

Maria Sastre og Rósa Björg Jónsdóttir


Kynning á verkefninu - Breyttir kennsluhættir í Kópavogi

Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Sigurður Haukur Gíslason, Kristín Björk Gunnarsdóttir, Logi Guðmundsson Menntasvið Kópavogs.​


Dagatalið List í 365 daga​​​​​​

Lind Völundardóttir


Myndlistarskólinn í Reykjavík
Fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni. Samstarf við SFS um myndlistasmiðjur fyrir alla leik- og grunnskóla í Reykjavík

Charlotta R.Magnúsdóttir


Söngleikir

Elin Halldorsdóttir Fossvogsskóla


Snap + Core First tjáskiptaforrit

Hanna Rún Eiríksdóttir Klettaskóla

Big picture

Eigum saman gott #menntaspjall

Að Vorblóti 2019 standa Menntavísindasvið HÍ og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við fulltrúa frá Listaháskóla Íslands, Kópavogi, Hafnarfirði, RÚV, List fyrir alla, Menntamálastofnun og fleiri.


Undirritaður verður samstarfssamningur SFS og Menntavísindasviðs HÍ kl.16:30 - sem er liður í innleiðingu menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 „LÁTUM DRAUMANA RÆTAST“.