Brekkuskóli

Janúar 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Brekkuskóla

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur verið ákveðið að hafa samtölin sem verða mánudaginn 25. janúar og þriðjudaginn 26. janúar rafræn. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti ásamt foreldrum í gegnum fjarfund.


Opnað verður fyrir skráningu foreldra í gegnum mentor á morgun miðvikudaginn 20. janúar. www.mentor.is. Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á flísina "bóka foreldraviðtal".

Hér eru greinargóðar leiðbeiningar ef lykilorð aðstandenda vantar eða er glatað: https://www.youtube.com/watch?v=ifwOntk280M

Leiðbeiningar vegna bókunar í samtöl má finna á slóðinni:
https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Þegar foreldrar hafa bókað tíma í gegnum mentor fá þeir senda slóð á teams fund frá umsjónarkennara.

Ef þið lendið í vandræðum eða óskið eftir aðstoð við þetta er um að gera að hafa samband við ritara skólans. Ef þið finnið alls enga tímasetningu sem ykkur hentar biðjum við ykkur um að hafa samband við umsjónarkennara með tölvupósti eða símtali.


Bestu kveðjur úr skólanum, stjórnendur


MENNTUN - GLEÐI - UMHYGGJA - FRAMFARIR

Framundan

22. janúar er skipulagsdagur

Frí hjá nemendum. Frístund opin frá kl. 8:00 - 16:00 fyrir þau börn sem eru skráð.

25. - 26. janúar samtöl

Ekki hefðbundinn skóli. Frístund opin frá kl. 8:00 - 16:00 fyrir þau börn sem eru skráð.

17. febrúar er skipulagsdagur

Frístund opin eftir hádegi fyrir skráð börn.

18. - 19. febrúar er Vetrarfrí

Frístund opin eftir hádegi fyrir skráð börn.

Samræmd próf í 9. bekk

Mánudagur 8. mars íslenska

Þriðjudagur 9. mars stærðfræði

Miðvikudagur 10. mars enska


Kynningarprófin

Menntamálastofnun hvetur nemendur, kennara og foreldra til að skoða kynningarpróf. Þau eru í fullri lengd og eru hugsuð fyrir nemendur og foreldra til að skoða og kynna sér prófin og prófakerfið.


Nánari upplýsingar um fyrirlögn prófanna berast forráðamönnum þegar nær dregur.

Hvað er lestur?

Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál.

Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám. Foreldrar og aðrir sem koma að uppeldi barna gegna því mikilvæga hlutverki að undirbúa ung börn undir líf og starf í veröld sem gerir ráð fyrir því að flestir þjóðfélagsþegnar séu læsir og skrifandi.

(fengið af http://lesvefurinn.hi.is/)

Lestur er svo ævilangt ferli og ein mesta áskorun lestrarkennslunnar er að fylgja hverju barni eftir í gegnum lestrarnámið miðað við getu þess og færni. Góð samvinna heimilis og skóla er mikilvæg í þessu ljósi.