Fréttamolar úr MS
2. september 2022
Nýnemadagar
Nýtt skólaár er hafið með tilheyrandi fjöri og hefur Skólafélag MS staðið fyrir glæsilegri dagskrá síðustu daga. Á Instagram síðu SMS má fylgjast með dagskránni.
Nýnemaballið
Nýnemaballið verður haldið í Gamla bíó þriðjudaginn 6. september kl. 22-1. Miðasala fer fram í gegnum SMS appið og á heimasíðu SMS. Nemendum býðst að skrá sig í edrúpottinn á ballinu og þar er til mikils að vinna. Veglegir vinningar verða dregnir úr edrúpottinum og þau sem taka þátt eiga möguleika á að bjóða með sér gesti á næsta ball.

Skráning á foreldravaktina við nýnemaballið
Foreldraráð óskar eftir þátttöku aðstandenda á foreldravaktina við ballið.
Kynningarfundur fyrir aðstandendur nýnema miðvikudaginn 7. september kl. 20.00-21:30
Dagskrá fundar:
1. Konrektor býður aðstandendur velkomna
2. Rektor ávarpar fundinn og kynnir kennslufræði MS
3. Félagslífið – fulltrúar skólafélags og félagsmálastjóri
4. Foreldraráð kynnir starfsemi sína
5. INNA – Konrektor
6. Mæting og skólareglur - Kennslustjóri
7. Námsbrautir og námslínur – Námsbrauta- og námskrárstjóri
8. Þjónusta náms- og starfsráðgjafa
Vonumst til að sjá sem flesta!

Stjórnendur Menntaskólans við Sund 2022-2023: Lilja konrektor, Hjördís Alda kennslustjóri, Helga Sigríður rektor, Ágúst námsbrauta- og námskrárstjóri
Námsráðgjöf í MS
Námsráðgjafar bjóða öllum nemendum og forsjárfólki þjónustu og hægt er að bóka viðtalstíma hjá þeim.
Björk námsráðgjafi Björk er með aðsetur í Loftsteini. Viðvera frá 8-16 alla daga. | Hildur Halla námsráðgjafi Hildur Halla er með aðsetur í Loftsteini. Viðvera frá 8-16 alla daga. | Fjóla námsráðgjafi Fjóla er með aðsetur í Jarðsteini. Viðvera: mánudagar kl. 12-15 þriðjudagar kl. 11-15 |