Fréttabréf Grænna skrefa
Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.
Grænt bókhald - breytingar Það hafa verið gerðar þær breytingar á Grænu skrefunum að ekki þarf lengur að skila inn grænu bókhaldi í skrefi 2. Það er ekki fyrr en í skrefi 4 sem það þarf að skila inn grænu bókhaldi. En í skrefi 2 er ætlast til þess að þátttökustaðurinn hafi kynnt sér bókhaldið og í skrefi 3 er ætlast til þess að byrjað sé að vinna með það, eins og að færa inn einhverjar tölur. Það er ágætt að kynnast bókhaldinu með því að færa inn inn tölur jafnt og þétt en ekki að hella sér út í allt verkefnið í einu þegar það á að skila því. | Átakið "Hvílum bílinn" og Samgöngu- vika Nú stendur yfir 6 vikna átak Háskóla Íslands og Reykjavíkur, Landspítala, Umhverfisstofnunar og Strætó í samvinnu við Reykjavíkurborg um að hvetja starfsmenn til að hvíla bílinn að einhverju leiti og velja blandaðan ferðamáta, t.d. ganga og strætó, hlaupahjól eða reiðhjól. Þetta rennur svo inn í samgönguviku sem er 16. - 22. september en þar er einnig hvatt til virkra ferðamáta. Fylgist með á Facebook Græn skref og Samgönguvika | Plastlaus septemberÞað er Plastlaus september núna. Hvað getur einstaklingurinn gert og hvaða áhrif hefur það? Skiptir það einhverju máli að banna plaströr og setja pappaskeiðar í skyrdósir? Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fer yfir það hvernig við þurfum öll að leggja okkur fram en það borgar sig. https://www.ruv.is/utvarp/spila/hadegid/30715/94tf90 Einnig er hægt að hlusta á góðan þátt frá Karlmennskan.is um Plastlausan september og viðtal þar við Umhverfisráðherra: https://open.spotify.com/episode/4HKmQn84fMqcmlnJ4oKURb?si=T1x2L772R-C_UvFV9cRIfg&dl_branch=1 |
Grænt bókhald - breytingar
Átakið "Hvílum bílinn" og Samgöngu- vika
Plastlaus september
Það er Plastlaus september núna. Hvað getur einstaklingurinn gert og hvaða áhrif hefur það? Skiptir það einhverju máli að banna plaströr og setja pappaskeiðar í skyrdósir? Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fer yfir það hvernig við þurfum öll að leggja okkur fram en það borgar sig.
https://www.ruv.is/utvarp/spila/hadegid/30715/94tf90
Einnig er hægt að hlusta á góðan þátt frá Karlmennskan.is um Plastlausan september og viðtal þar við Umhverfisráðherra: https://open.spotify.com/episode/4HKmQn84fMqcmlnJ4oKURb?si=T1x2L772R-C_UvFV9cRIfg&dl_branch=1
Hvað er að frétta?
Fréttabréf no. 9 átti að koma í ágúst en vegna fjórðu bylgu Covid-19 sem hristi heldur betur upp í allri starfsemi Reykjavíkurborgar og vegna sumarfría var ákveðið að bíða þar til betri rútína væri komin á. Svo að nú í byrjun september 2021 er staðan þannig að 4 nýir starfsstaðir hafa bæst við Grænu skrefin í sumar. Það eru Rimaskóli, frístundamiðstöðin Miðberg, Engjaskóli og leikskólinn Gullborg.
Þrír staðir hafa fengið viðurkenningu frá því að síðasta fréttabréf var sent út og eru myndir af því hér fyrir neðan.
Þjónustumiðstöð borgarlandsins Stórhöfða fær viðurkenningu fyrir 2. skrefið. | Borgarbókasafnið Spönginni fær viðurkenningu fyrir 4. skrefið. | Borgarbókasafnið Árbæ fær viðurkenningu fyrir 4. skrefið |
Umhverfisvæn hreinsiefni
Við leggjum mjög mikla áherslu á það í Grænu skrefunum að keypt séu inn umhverfisvæn hreinsiefni. Það á ekki eingöngu við um það hreinsiefni sem notað er til almennra þrifa, heldur einnig glerúða, handsápu, blautklúta, þvottaefni og uppþvottalög.
Að kaupa umhverfisvæn efni er hluti af vistvænum innkaupum og gott er að allir kynni sér helstu umhverfismerkin sem öruggt er að fylgja, sjá hér. Ef varan er merkt með einhverju af þessum umhverfismerkjum getum við verið örugg um að innihaldsefnin í vörunni skaði ekki umhverfið eða okkur sjálf, en að auki er horft til framleiðslu og flutnings á vörunni sem og hvað verður um hana í lok notkunar þegar umhverfisvottanir eru veittar.
Að nota umhverfisvottaðar vörur er gott fyrir umhverfið en ekki síður mikilvægt fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Ýmiss konar þrávirk og hormónabreytandi efni er að finna í hreinsiefnum og það getur haft áhrif á lífríki jarðar þegar þessi efni skolast út í umhverfið en nýlegar rannsóknir sýna að þessi efni hafa einnig mjög skaðleg áhrif á okkur og líkamsstarfsemi okkar. Nú er hætta á að frjósemi karla rýrni svo mjög að þeir verði ófrjóir eftir einungis 25 ár
Á Íslandi er notkun margra innkyrtlatruflandi efna bönnuð en þó ekki allra og við vitum bara að það er alltaf betra að velja sem náttúrulegust efni og umhverfisvottaðar vörur.
Lesið meira um þetta hér https://ust.is/graent-samfelag/graenn-lifstill/varasom-efni/innkirtlatruflandi-efni/
og hér https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2021/09/08/Skadleg-efni-vida-i-daglegu-umhverfi/
Afmæli Grænna skrefaVið stefnum á að halda upp á 10 ára afmæli Grænna skrefa um miðjan október, en sendum ekki út formlega tilkynningu þess efnis fyrr en við sjáum hvaða samkomutakmarkanir verða í gildi eftir 17. september. Takið þó frá 13. október, frá kl. 14-16. | Tónlistar-atriði á afmæli Grænna skrefa Er ekki eitthvað frábært tónlistarfólk á meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar sem væri til í að spila smá á afmælisfagnaði Grænna skrefa? Kannski tríó eða dúó? Sendið okkur línu á graenskref@reykjavik.is ef þið hafið tök á að koma þann 13. október og spila á milli atriða. Það þarf ekki að vera söngur en má auðvitað líka vera. | Hvað geta grænu teymin gert? Hvað geta grænu teymin gert til að hvetja samstarfsfólk og vekja áhuga, eða til að uppfylla skilyrðið í 4. skrefi um að gera eitthvað utanvið Grænu skrefin? Til dæmis að skipuleggja umhverfisviku; taka þátt í Plastlausum september; fá alla með út að plokka í klukkutíma; hafa fræðslu um flokkun eða önnur umhverfismál; skipuleggja trjáplöntun í Heiðmörk og grill með; hafa spurningakeppni á Kahoot um umhverfismál; skipuleggja umhverfisratleik. |
Afmæli Grænna skrefa
Við stefnum á að halda upp á 10 ára afmæli Grænna skrefa um miðjan október, en sendum ekki út formlega tilkynningu þess efnis fyrr en við sjáum hvaða samkomutakmarkanir verða í gildi eftir 17. september.
Takið þó frá 13. október, frá kl. 14-16.
Tónlistar-atriði á afmæli Grænna skrefa
Hvað geta grænu teymin gert?
FRÆÐSLA Í BOÐI
Kynningarglærur um Grænu skrefin til eigin afnota.
Fundur fyrir tengiliði Grænna skrefa
Hvar: Fjarfundur á Webex. Tengill verður sendur á þá sem skrá sig hjá Grænum skrefum.
Næsti fundur verður: Fimmtudaginn 7. október kl. 15:00 - 16:00
Hvernig fræðslu vilt þú fá á þinn vinnustað?
Viltu fræðslu á þinn vinnustað um Grænu skrefin eða eitthvað því tengt?
- Almenna kynningu á Grænu skrefunum (styttri eða lengri)?
- Fræðslu um vistvæn innkaup?
- Fræðslu um grænt bókhald?
- Fræðslu um flokkun og úrgangsmál?
- Eða eitthvað annað umhverfistengt sem þér dettur í hug?
Hugsaðu málið og sendu okkur línu á graenskref@reykjavik.is til að spyrja um fræðslumál.