Fréttabréf Borgaskóla
22/október/2020
Ágætu foreldar/forráðamenn
Hér er fyrsta útgáfa fréttabréfs Borgaskóla. Skólastarfið hefur farið vel af stað hjá okkur og það er mikil gleði í húsi. Á skólaárinu munum við leggja sérstaka áherslu á leiðsagnarnám og við hlökkum til að geta boðið ykkur í heimsókn. Framkvæmdir hafa staðið yfir í Borgaskóla og má þar t.d. nefna málningavinnu. Skólinn verður málaður í áföngum og nú er verið að ljúka fyrsta áfanga. Helst má nefna að gangar verða aðgreindir með litum, inngangar að stofum og einstaka veggir fá lit sem lífgar sannarlega upp skólahúsnæðið okkar. Að auki hefur lýsing verið bætt til muna svo fátt eitt sé nefnt.
Við höldum nú í vetrarleyfi og við hlökkum til að taka á móti nemendum okkar aftur 27. október. Þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
Um leið og við sendum ykkur góðar kveðjur langar okkur til að þakka fyrir gott og gjöfult samstarf á fyrstu mánuðum Borgaskóla.
Með góðri kveðju frá starfsfólki
Fréttir frá 4. bekk Við í 4. bekk unnum með stafrófið bæði inni í stofu og utan hennar. Fyrst föndruðum við stafrófið úr morgunverðarpakkningum, reyndum svo að leggja það á minnið með söng. Fórum svo út í litlum hópum og skrifuðum stafrófið upp eftir minni fyrst frá A -Ö og svo aftur á bak frá Ö-A. | Fréttir frá 5. bekkÁ degi íslenskrar náttúru fórum við í 5. bekk út að leita af 5 hlutum í náttúrunni til þess að nota í sögugerð. Eftir að hafa fundið hlutina fórum við inn og skrifuðum sögu þar sem þessir hlutir komu fyrir. Sumir ákváðu að taka með sér nokkra hluti inn til öryggis, svona ef þeir myndu gleyma hvaða hluti þeir sáu. Krakkarnir lásu svo upp sögurnar sem voru mjög skemmtilegar og margar hverjar spennandi. Hver veit nema það leynist framtíðar rithöfundur í þessum hóp. | Fréttir frá 3. bekkNemendur hafa verið að æfa sig í að raða orðum í stafrófsröð. Svo tóku þau sig til og perluðu allt stafrófið sem verður sett upp á vegg til að minna á í næstu verkefnum. |
Fréttir frá 4. bekk
Fréttir frá 5. bekk
Á degi íslenskrar náttúru fórum við í 5. bekk út að leita af 5 hlutum í náttúrunni til þess að nota í sögugerð. Eftir að hafa fundið hlutina fórum við inn og skrifuðum sögu þar sem þessir hlutir komu fyrir. Sumir ákváðu að taka með sér nokkra hluti inn til öryggis, svona ef þeir myndu gleyma hvaða hluti þeir sáu. Krakkarnir lásu svo upp sögurnar sem voru mjög skemmtilegar og margar hverjar spennandi. Hver veit nema það leynist framtíðar rithöfundur í þessum hóp.
Steinunn E. Benediktsdóttir heimilifræðikennari heldur úti heimasíðu með uppskriftum og skemmtilegum fróðleik.
Íþróttatímar utandyra
Hér er í vinnslu heimasíðan "Borgaskóli lærir heima". Á síðunni má finna ýmis verkefni sem hægt er að vinna að heima.
Útinám í 7. bekk
Föstudaginn 9. október og miðvikudaginn 14. október fór 7. bekkur í útinám í Gufunesbæ. Farið var í stærðfræðiratleik þar sem lögð var áhersla á almenn brot, tugabrot og mælingar.
Dagskráin var í formi 12 stöðva ratleiks. Ratleikurinn er settur upp í smáforritinu Actionbound og er unninn út frá námsefni miðstigs í stærðfræði samkvæmt aðalnámskrá. Verkefnin eru hönnuð með samþættingu viðfangsefna og fjölbreytt færni að leiðarljósi. Leitast er eftir að hafa verkefnin fjölbreytt og til þess fallin að auka áhuga og skilning nemenda á viðfangsefninu og tilgangi þess.
Nemendur skemmtu sér konunglega og tóku virkan þátt með bros á vör. Má nefna að starfsmenn voru í skýjunum með hversu kurteis, prúð og jákvæð þau voru við að leysa öll verkefnin.
Framkvæmd ratleiks:
1. Starfsmenn tóku á móti nemendum með almennum umræðum um viðfangsefnið, lýsingu á dagskránni og kynningu á ratleikjasmáforritinu Actionbound. Talað var um hvernig stærðfræði nýtist í daglegu lífi og um mismunandi rithátt á almennum brotum.
2. Hópnum var skipt í 2-3 manna hópa (námsfélagar) sem unnu verkefnin saman, 9 hópar.
3. Hver hópur fékk spjaldtölvu með ratleiknum sem leiddi þau í gegnum leikinn.
4. Staðsetningu stöðvanna fundu nemendur með því að elta GPS punkt sem merktur var inn á kort í smáforritinu.
5. Smáforritið lét vita með hljóðmerki þegar réttur staður var fundinn og við það birtist verkefni stöðvarinnar. Tala um að þegar punktur er fundinn þá er ekki þar með sagt að maður sé á réttum stað. Stundum þurfti að finna eitthvað dót sem var staðsett á svæðinu til þess að leysa úr verkefninu.
6. Þegar úrlausnir verkefna höfðu verið skráð inn í forritið og staðfest, birtist staðsetning næstu stöðvar og leikurinn hélt áfram. Tók tæpa tvo tíma í framkvæmd.
Markmið ratleiksins er að nemendur:
✓ Kynnist, vinni með og þjálfi viðfangsefni stærðfræðinnar sem fjalla um almenn brot, tugabrot og mælingar á óhefðbundinn og skemmtilegan hátt.
✓ Kveikja áhuga nemenda á viðfangsefninu og fá þau til að sjá tilgang með því að læra það.
✓ Gera nemendum kleift að upplifa viðfangsefnið út frá áþreifanlegum og fjölbreyttum nálgunum.
✓ Stuðla að dýpri skilning nemenda á viðfangsefninu með samþættingu mismunandi námssviða, fjölþættra færni og skynjunar.
✓ Koma til móts við mismunandi þarfir nemenda með fjölbreyttum kennsluaðferðum og auka tengingu nemenda við náttúru og nærumhverfi.