Menntabúðir #Suðmennt

Upplýsingatækni í leik-, grunn- og framhaldsskóla

Athugið að menntabúðunum verður frestað um viku - sjáumst 20. feb á Flúðum!

Big picture

Menntabúðir

Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru opnar öllum en eru sérstaklega miðaðar að starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum.


Menntabúðir eru nú haldnar víðs vegar um landið. #Eymennt, #Eyjamennt, #Vestmennt, #Kopmennt og #Austmennt eru virk lærdómssamfélög og nú erum við að fara af stað með #Suðmennt. Öll þessi lærdómssamfélög eiga sér spjallþræði á Twitter þar sem kennarar miðla og kynna viðfangsefni og aðferðir og ræða málefni tækninnar í skólastarfi. Menntabúðir "Suðmennt er opinn hópur á Facebook.

Taktu daginn frá 20. febrúar 2018

Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Með virkri þátttöku er átt við að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga. #menntabudir #suðmennt
Big picture

Dagskrá

16:00 Setning

16:15 - 16:35 Menntabúðir fyrri lota

16:40 - 17:00 Menntabúðir seinni lota

17:00 - 17:20 Kaffi og spjall

17:20 - 17:40 Hrapp

17:40 - 18:00 Umræður og áskoranir

Big picture

Hvað er Hrapp!

Hrapp er svokallað hraðstefnumót. Það gengur þannig fyrir sig að einhverjir úr hópnum taka að sér að vera með tveggja mínútna kynningu á appi sem hefur gagnast þeim vel. Hver og einn þeirra kemur sér fyrir aftan við borð sem búið er að raða í hring (það er líka hægt að hafa þau í einni röð ef plássið leyfir ekki hring). Aðrir þátttakendur skipta sér í hópa og hver hópur kemur sér fyrir framan við eitt af borðunum. Svo hefst leikurinn. Hver kynnir heldur sína tveggja mínútna kynningu og þegar mínúturnar tvær eru liðnar færa hóparnir sig á næsta borð og þannig koll af kolli þar til allir hóparnir hafa komið við á öllum borðunum.