Stærðfræði undir berum himni

Þema- og útistærðfræði

Námskeið fyrir grunnskólakennara

Þóra Rósa Geirsdóttir sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Ingileif Ástvaldsdóttir aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa þýtt og staðfært tvo flokka stærðfræðibóka, Stærðfræði undir berum himni og Stærðfræði 8+ - 10+. Þessar bækur eiga það sameiginlegt að verkefnin í þeim byggja á verklegri stærðfræði.


Í bókaflokknum Stærðfræði undir berum himni er hægt að vinna öll verkefnin utandyra og nemendur vinna þau í hópum. Verkefnin í Stærðfræði 8+ - 10+ eru þematengd og auðvelt er að vinna þau í hópum og að tengja við stærðfræði utandyra. Verkefnin í báðum bókaflokkunum eiga það sameiginlegt að auðvelt er að aðlaga þau mismunandi aldurs- og/eða getustigi nemenda og við vinnslu verkefnanna er notast við nærumhverfi nemenda og daglegt líf þeirra.


Í haust bjóða Þóra Rósa og Ingileif nokkur þriggja tíma námskeið fyrir grunnskólakennara þar sem stuðst er við verkefnin í þessum bókaflokkum. Námskeiðin eru styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla og því verður mögulegt að halda námskeiðsgjöldum fyrir hvern þátttakanda í lágmarki.

Dagskrá námskeiðanna

Hvert námskeið er þrjár klukkustundir og reiknað er með að hámarksfjöldi þátttakenda sé 24 á hverju námskeiði.


1. Örfyrirlestur innandyra um gildi verklegrar stærðfræði.

2. Nokkur verkefni unnin í hópum utandyra.

3. Hópumræður innandyra um verkefnin og tengsl þeirra við einstaka námsþætti og inntak aðalnámskrár ásamt því að ræða möguleika verkefnanna í vinnu með nemendum.

Viltu vita meira eða hafa samband?

Ráðgjafaþjónustan Bjarkir