
Fréttamolar úr MS
24. mars 2023
Dagsetningar framundan
- Helgin 24.-26. mars: MS keppir í BÍSHEF í körfubolta í Egilshöll. BÍSHEF stendur fyrir Bikar íslenskra heilsueflandi framhaldsskóla og við óskum körfuboltafólkinu okkar alls hins besta 🏀
- Föstudag og laugardag 24.-25. mars eru nemendur í fyrirtækjasmiðju í MS með bása á Vörumessu Ungra frumkvöðla í Smáralind. Hvetjum öll til að mæta og skoða - einnig er fyrirtækjasmiðjan með takeover á Instagram síðu skólans um helgina.
- Vikan 27.-30. mars: Kosningavika skólafélagsins ✅✔️
- Þriðjudaginn 27. mars kl. 12:05 verða pallborðsumræður í matsal (frambjóðendur til miðhóps)
- Þriðjudaginn 27. mars kl. 14:40 verða pallborðsumræður í Þrísteini (frambjóðendur til formanna og miðhóps)
- Kjörfundur opnar í Innu þriðjudaginn 27. mars kl. 17 og lýkur fimmtudaginn 30. mars kl. 17.
- Nemendur eru hvattir til að nýta kosningaréttinn!
- Laugardagurinn 1. apríl: Söngvakeppni framhaldsskólanna🎵 þar sem Ketill okkar keppir fyrir hönd MS - hægt að kaupa miða á keppnina hér: Tix.is - Söngkeppni framhaldsskólanna
1.-11. apríl: Páskafrí 🐣
12. apríl: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
Það verður opið hús í MS fyrir nemendur framtíðarinnar miðvikudaginn 29. mars kl. 16-18. Nemendur MS sem hafa áhuga á að taka þátt í að kynna skólann eru beðin um að hafa samband við Hjördísi kennslustjóra (kennslustjori@msund.is).
Brunaæfing þriðjudag 28. mars
Þriðjudaginn 28. mars kl. 11:55 verður flóttaæfing í MS. Brunabjöllur verða settar í gang og eru allir, bæði nemendur, kennarar og annað starfsfólk beðin um að kynna sér rétt viðbrögð.
Til hamingju Thalía!🎭
Við óskum snillingunum í Thalíu til hamingju með frábæra sýningaviku á söngleiknum Pitsh perfekt í Gaflaraleikhúsinu. Stórglæsileg sýning og við erum stolt af þessu hæfileikaríka fólki í MS!
Njótið helgarinnar 🥰
Menntaskólinn við Sund Msund
Menntaskólinn is using Smore to create beautiful newsletters