
Fréttamolar úr MS
25. apríl 2023
Dagsetningar framundan 📌
- 24.-28. apríl: Umhverfisvika (sjá dagskrá hér að neðan)
- Mánudagur 1. maí: Frídagur verkalýðsins - skólinn lokaður
- Þriðjudagur 2. maí: Matsdagur
- Fimmtudagur 11. maí: Landbúnaðarball SMS
🌼🌲☘️🌿🦎💚 Umhverfisvikan 💚🦎🌿☘️🌲🌼
Undirnefndir í skólafélaginu
Nú getur hver sem er stofnað undirnefndir í Skólafélaginu og er það kjörið tækifæri fyrir nemendur skólans til að stofna nefndir tengdar sínu áhugasviði.
Viðtöl fyrir formenn undirnefnda verða 26., 27.. og 28. apríl eftir skóla. Það koma tveir og tveir saman í hvert viðtal og verða 2 formenn valdir í hverja nefnd. Það geta allir komið í formannaviðtal nema miðhópur og formenn stjórnarnefnda. Í hlekknum hér að neðan má sjá hvaða undirnefndir eru komnar á blað en það er frjálst að stofna fleiri undirnefndir. Til dæmis væri hægt að stofna nefnd um rafíþróttir fyrir þau sem eru áhugasöm um tölvuleiki og jafnvel þjálfa þannig upp öflugt lið fyrir FRÍS á næsta skólaári og þannig fram eftir götunum.
Hvetjum alla nemendur skólans til að kynna sér málið nánar í hlekknum hér að neðan⬇️
Hvatning í kjölfar miðannarmats 🤝
Í síðustu viku birtist miðannarmat í Innu. Miðannarmat gefur til kynna stöðu nemenda í áföngum. Ó gefur til kynna að nemandi sé í vandræðum og þurfi að breyta um stefnu, stunda námið betur og mæta vel til að eiga þess kost að ná áfanganum.
Skólinn hvetur nemendur til að skoða vel miðannarmatið og spýta í lófana á lokasprettinum á önninni. Nemendaþjónusta (námsráðgjafar og kennslustjóri) eru til staðar fyrir nemendur og hægt er að panta tíma í hlekknum hér að neðan eða hafa samband við kennslustjori@msund.is.
Tæknilausnir í námi📲💻
Á upplýsingavegg náms- og starfsráðgjafar eru ný myndbönd um tæknilausnir í námi. Við bendum sérstaklega á myndband um villuleitarforritið Skramba og Read aloud viðbótina í Edge sem gagnast nemendum vel í verkefnavinnu vorannar!
🌱🌲🌱 Gróðursetning í Heiðmörk🌲🌱🌲
Nemendur í umhverfisnefnd og ný miðstjórn SMS gróðursettu birkitré á reit skólans í Heiðmörk í tilefni umhverfisviku. Þetta er þriðja árið í röð sem nemendur gróðursetja í reitnum og er því orðið að skemmtilegri hefð í umhverfisvikunni. Afar notaleg stund úti í náttúrunni í fallegu veðri og vonandi verður reiturinn okkar að skóglendi framtíðar.