HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 17. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 18. - 24. JANÚAR

MÁNUDAGUR 18. JANÚAR

Stjórnendafundur í Hs kl. 14:45


ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR

Kveikt á perunni á frammistöðumatiMIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR

Foreldrafundadagur - nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtöl.


FIMMTUDAGUR 21. JANÚARFÖSTUDAGUR 22. JANÚAR

Bóndadagur - fyrsti dagur Þorrra

TAKK FYRIR VIKUNA OG GÓÐA HELGI :)

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 2. KM

Barnaskóli 6. BB

Áhugaverð atriði næstu vikur


  • Könnunin "Ungt fólk" fyrir 5. -10. bekk verður í vikunni 1.-5. febrúar
  • Þróunarhópur um Heilsueflandi grunnskóla hefur fengið Héðinn Unnsteinsson til að halda fyrirlestur fyrir allt starfsfólk GRV miðvikudaginn 3. febrúar, nánar auglýst síðar. Fyrirlesturinn fjallar um geðheilbrigði.
  • Fræðslufundur fyrir foreldra pólskra nemenda í GRV verður haldinn á Bæjarbókarsafninu mánudaginn 25. janúar kl. 16:15.
  • Lífshlaupið hefst 3. febrúar, hvetjum allt starfsfólk til að vera með. Lífshlaupið er heilsu-og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Grunnskólakeppni í tvær vikur en vinnustaðakeppni í þrjár vikur.
  • Dagur stærðfræðinnar er 5. febrúar.
  • Öskudagurinn er 10. febrúar.
  • Þemadagar á unglingastigi 8.-11. febrúar, árshátíð 11. feb.
  • Vinnustund, www.vestmannaeyjar.vinnustund.is, hvetjum starfsfólk til að kynna sér kerfið. Hlekkurinn inná sjálfsþjónustuna er; http://smartwebber.vestmannaeyjar.is/skrar/file/vinnustund/sjalfsthjonusta_vinnustundar.pdf

Afmælisbörn vikunnar:

Björn Elíasson 20. janúar

Hrós vikunnar fá....

Íþróttakennarar fyrir árlegt jólasundmót 5. og 6. bekkja

Gáta vikunnar

Hátt á kvenna höfði er,

hentugt mjólkurílát var,

efst í fjalli unir sér,

algengt kýr-og fjárnafn hér.

Og landnámskona í Eyjafirði einnig heitið bar.


Svar við síðustu gátu

Glas

Spakmæli vikunnar

Hræðumst ekki tárin. Þau ylja okkur um hjartaræturnar, vökva augun og gefa okkur nýja sýn.

Ótrúlega girnileg Bruchetta


1 snittubrauð
1 hvítlauksgeiri
2 msk olía
2 tómatar, saxaðir
2 avocado, söxuð
laukur , saxaður
coriander, saxað
2 tsk ferskur limesafi
salt og pipar e. smekk

Forhitið ofninn í 200g.
Skerið snittubrauðið skáhalt í sneiðar og ristið í ofninum, ca. 3mín á hvorri hlið. Takið svo sneiðarnar út og nuddið með hvítlauknum. Berið olíuna svo ofaná hliðina sem fékk hvítlaukinn og setjið til hliðar.
Blandið í skál tómötum, avocado, lauk, coriander og limesafa. Salt og pipar eftir smekk. Skiptið þessari blöndu svo á brauðsneiðarnar og berið fram. NJÓTIÐ smile broskall