Hvalrekinn

Júní 2019

Big picture

Við skólalok

Ágætu foreldrar,

Þá er enn eitt skólaárið að enda komið. Hjá ykkur foreldrum er þetta fyrsta skóláárið hjá einhverjum á með aðrir foreldrar eru að fylgja sínum öðru, þriðja eða jafnvel fjórða barni í gegnum þeirra skólagöngu.

Þetta er búið að vera viðburðaríkur vetur og allir eitthvað fróðari í dag en fyrir tæplega tíu mánuðum þegar við hófum skólann. Hér hafa verið Fjölgreindaleikar, þemadagar, jólaföndur, hlaupinn Ástjarnarhringur, hreinsunardagur, heimsókn danskra vinabekkja, kennaraheimsóknir frá frá Hollandi og Spáni. Fyrir utan öll önnur verkefni eins og námsmatið, Lesferilinn, Orðarún og margt fleira. Bara af þessari litlu upptalningu þá má sjá hvað skólastarfið er fjölbreytt og skemmtilegt.

Vordagar og íþróttadagar hafa verið í frábæru veðri undanfarið, þar getum við sko ekki kvartað.

Þó að skólaárið sé á enda má alls ekki gleyma að lesa í sumar. Kannanir hafa sýnt að lestrarfærnin dalar hjá nemendum yfir sumarmánuðina. Muna - vera dugleg að lesa í sumar.

Fyrir hönd starfsfólks Hvaleyrarskóla vonum við að þið hafið það sem best í allt sumar og við sjáumst aftur hress og kát í ágúst. Njótið sumarsins.

Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri

Big picture

Útskrift nemenda í 10. bekk

Útskrift nemenda í 10. bekk verður fimmtudaginn 6. júní. Athöfnin fer fram á sal skólans og hefst klukkan 17:00. Að lokinni athöfn er nemendum og gestum þeirra boðið að þiggja kaffiveitingar.

Skólaslit nemenda í 1. - 9. bekk

Skólaslitin í Hvaleyrarskóla verða föstudaginn 7. júní sem hér segir:

Yngri deild:

  • 1. og 2. bekkir kl. 8:30
  • 3. og 4. bekkir kl. 9:30


Miðdeild:

  • 5., 6. og 7. bekkir kl. 10:30


Elsta deild:

  • 8. og 9. bekkir kl. 11:30


Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir á skólaslitin með sínum börnum.

Leikjanámskeið sumarið 2019

Þriðjudaginn 11.júní hefjast sumarnámskeiðin í Holtaseli. Skráning fer fram á „mínum síðum“ á www.hafnarfjordur.is. Þeir sem hafa skráð barn á sumarnámskeiðin geta bætt sér í hóp á facebook sem heitir „Sumarnámskeið í Holtaseli 2019“ https://www.facebook.com/groups/2433518280199782/.


Skráning er eftir vikum og þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudögum eigi barn að byrja á mánudeginum á eftir.

Skólaárið 2019 - 2020

Skólasetning fyrir skólaárið 2019 - 2020 verður fimmtudaginn 22. ágúst. Tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur.

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.