Vikan 23.-27. nóvember 2015

Fréttabréf

Kæru foreldrar.

Á morgun byrjar átak í heimalestri í 2. bekk. Ætlum við að safna ljósaperum til að búa til jólaseríu á hurðirnar að stofunum okkar. Þið getið skoðað þetta betur þegar þið komið í morgunkaffið á fimmtudag. Þið haldið áfram að kvitta í stílabækurnar og þau fá ljósaperu fyrir hvern lestur sem þið kvittið fyrir. Þess vegna mega bækurnar koma með í skólann á hverjum degi. Ef eitthvað er óljóst ekki hika við að hafa samband við okkur.

Í útikennslu heimsóttum við Alþingi og fengum leiðsögn um húsið. Það gekk mjög vel og börnin fróðleiksfús og áhugasöm.

Börnin eru að búa til litla jólabók þar sem við skrifum um jólin og teiknum jólamyndir.

Við minnum ykkur á að senda krukkulok með börnunum í skólann vegna jólagjafaundirbúnings.

Bestur kveðjur,

Anna, Sigrún Björk og Valgerður.