Fréttabréf Naustaskóla

1. tbl. 15. árg. 1. janúar 2023

Kæra skólasamfélag

Við viljum byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir samvinnuna á liðnu ári. Nýju ári fylgja nýjar áskoranir og ný verkefni sem við hlökkum til að takast á við.

Vikuna 16. – 19. janúar verðum við með viku jákvæðs aga þar sem við ætlum að leggja áherslu á jákvæð samskipti nemenda, ábyrgð á eigin hegðun, samskipti á netinu, umhyggju og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Í þessari viku er einnig ætlunin að taka á slæmu orðbragði og virðingarleysi í samskiptum, sem því miður er allt of algengt bæði í samskiptum nemenda við starfsfólk og nemenda á milli. Óskum við eftir samvinnu við ykkur foreldra og biðjum ykkur að ræða um mikilvægi þess að sína virðingu í samskiptum og í framkomu við náungann. Við erum heppin að í Naustaskóla eru frábærir nemendur og starfsfólk sem alltaf er tilbúið að efla jákvæð samskipti. Mikilvægt er að heimili og skóli vinni saman að þessum mikilvæga verkefni að efla góð samskipti og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera góðar fyrirmyndir.

Nýárskveðjur,

Bryndís, Aðalheiður og Margrét Rún, stjórnendur Naustaskóla.

Jólasöngsalur

Mikil gleði ríkti í Naustaskóla 1. desember þegar við komum öll saman á sal skólans og sungum jólalög.
Big picture

Jólaþemadagur

Jólaþemadagurinn gekk ljómandi vel og ríkti mikil gleði í skólanum þann dag. Nemendur fengu kakó og rjóma sem foreldrafélagið stóð fyrir sem gladdi mikið. Föndrað var um allt hús auk þess sem hreyfileikir og þrautir voru gerðar.

Upplestur á aðventunni

Við fengum upplestur á aðventunni en Ævar vísindamaður kom og las upp úr nýju bókinni sinni. Þegar Ævar kom í heimsókn gaf Eyþór Páll nemandi í 6.bekk honum eintak af bókinni Þín eigin skólaslit sem hann skrifaði alveg sjálfur og er hans fyrsta bók.

Einnig kom Bjarni Fritz og las upp úr bókunum sínum sem var mjög gaman.

Fréttir frá 4. - 5. bekk

Á þessu skólaári hefur verið lagt upp með að hafa fjölbreyttrar kennsluaðferðir í 4. og 5. bekk. Hafa kennarar lagt sitt af mörkum að höfða til nemenda með sem fjölbreyttustum hætti. Til að mynda hafa nemendur fengið að kynnast þeim fjölbreyttu möguleikjum sem Flippity hefur uppá að bjóða. Þar hafa kennarar undirbúið fjölmörg verkefni í flestum námsgreinum, til að mynda íslensku, þema og ensku. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga, lukkuhjól, minnisleikir og spurningakeppni. Eins erum við að vinna með appið/vefsíðuna Classkick í bæði stærðfræði og íslensku. Eins fara nemendur í eina smiðju til kennara og þar leggjum við áherslu á upplýsingatæknimennt – en eins og allir vita þá eru tölvurnar og tæknin framtíðin og því nauðsynlegt að nemendur okkar læri að nýta tækin á réttan hátt og auðveldi þeim lærdóminn. Með þessum „verkfærum“ sem við kennarar höfum í höndunum erum við að ýta undir sjálfstæði nemenda í kennslunni, minnka fjölda útprentaðra verkefna og stuðla að fjölbreyttari verkefnum sem ná til flest allra nemenda.
Skila þessi verkefni sér í jákvæðum viðbrögðum frá nemendum sem eru ávallt tilbúnir að prófa eitthvað nýtt og eru spenntir fyrir verkefnum frá kennurum.

Big picture

Samþættingarverkefni í unglingadeild

Undanfarið höfum við unnið að samþættingaverkefni í 10. bekk þar sem unnið er út frá markmiðum í íslensku, ensku og stærðfræði. Í verkefninu unnu nemendur í hópum og hver hópur átti að hanna frá grunni og markaðssetja einhverja vöru. Þau þurftu að búa til auglýsingu bæði á ensku og íslensku, auk þess sem þau þurftu að setja saman fjárhagsáætlun þar sem fram þurfti að koma meðal annars hvaðan fjàrmagnið kæmi, hver framleiðslukostnaður og launakostnaður væri og fleira. Hver hópur kynnti svo sína vöru og sitt fyrirtæki, bæði á íslensku og ensku og sýndi auglýsingarnar sínar. Þau stóðu sig gríðarlega vel og það var gaman að sjá hvað vörurnar voru fjölbreyttar og margar mjög frumlegar. Það er ljóst að í þessum hópi býr mikið hugmyndaflug og sköpunarkraftur sem mun eflaust koma til með að nýtast þeim í framtíðinni. Meðfylgjandi eru myndir frá kynningunum og frá þemadegi unglingadeildar.

Helgileikur á litlu jólum og jólasveinar í heimsókn

4. bekkur sýndi nemendum skólans helgileik á litlu jólum en með þessu hátíðlega upphafi byrjuðum við þennan skemmtilega dag. Yngstu nemendur fengu síðan jólasveina í heimsókn og dönsuðu með þeim í kringum jólatréð. Samverustund var inn á svæðum þar sem nemendur borðuðu spari nesti auk þess að fá piparkökur og mandarínur frá foreldrafélaginu. Nemendur héldu svo kátir í jólafrí.

Foreldafélagið

Foreldrafélagið er duglegt að styðja við skólastarfið og erum við þeimafar þakklát. Í desember kom foreldrafélagið með rjóma með kakóinu sem drukkið var á jólaþemadaginn. Auk þess sem mandarínur og piparkökur voru í boði foreldrafélagsins á litlu jólunum. Sveinkarnir komu og glöddu 1. - 3. bekk einnig á litlu jólunum í boði foreldrafélagsins. Einnig kom foreldrafélagið með glaðning á kaffistofuna handa starfsfólki og færum við þeim bestu þakkir fyrir.

Á döfinni

2. janúar starfsdagur - frístund lokuð.

5. janúar smiðjuskil 2.-3. bekkur.

6. janúar Þrettándinn.

11. janúar - dagur íslenska táknmálsins.

12. janúar - danskennsla í boði foreldrafélagsins fyrir 1. - 5. bekk.

16. - 19. janúar - Jákvæðs aga vika.

20. janúar Bóndadagur/Þorri hefst.

Matseðill janúar

Big picture