Hvalrekinn

Desember 2019

Big picture

Það styttist til jóla

Ágætu foreldrar,

Desembermánuður er genginn í garð og senn líður að stysta degi ársins. Það sem gleður augað í þessum mánuði eru öll jólaljósin sem komin eru upp. Skólinn var skreyttur af starfsfólki og nemendum í vikunni og mun bætast við á næstu vikum.


Nú fer yndislegur tími í hönd þar sem við í Hvaleyrarskóla leggjum upp með að hafa rólegheit og gaman í skólanum. Dagskráin í desember verður mismunandi eftir árgöngum og deildum en umsjónarkennarar munu senda út dagskrá þegar nær dregur. Dagskrána í desember og fyrir litlu jólin í Hvaleyrarskóla má sjá hér fyrir neðan.


Nú er ekki tími til að þjóta heldur að njóta ;-)

Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri

Jólapeysur og jólamatur 11. desember

Nú fer yndislegur tími í hönd þar sem við í Hvaleyrarskóla leggjum upp með að hafa rólegheit og gaman saman. Miðvikudaginn 11. desember ætlum við að gera okkur glaðan dag og mæta sem flest í „ jólapeysum“ eða í einhverju rauðu eða grænu. Í hádeginu þennan dag verður hátíðarmatur hjá Skólamat. Þeir nemendur sem ekki eru í mataráskrift þennan dag geta keypt staka máltíð, þ.e. „hátíðarmiða“ á 600 kr. Þeir sem eiga matarmiða geta skipt honum út fyrir „hátíðarmiða“ í mötuneytinu. Breytt verður út af vananum en boðið verður upp á kalkúnabringur „sous vide“, steiktar kartöflur, rjómasósu og eplasalat. Í eftirrétt verður ísblóm. Salan (og miðaskiptin) stendur yfir dagana 4. - 9. desember milli kl. 9 og 11 í mötuneytinu. Aðeins er hægt að borga með peningum.

Öðruvísi jóladgatal

Margir bekkir í Hvaleyrarskóla hafa ákveðið að taka þátt í verkefninu Öðruvísi jóladagatal sem kemur frá SOS barnaþorp Sameinuðu þjóðanna. Á hverju skóladegi frá 2. – 13. desember opna nemendur nýja glugga með kennara sínum og sjá þá stutt myndband um börn frá ýmsum heimshlutum.

Áhersla er að gefa frá okkur og styrkja gott málefni. Nemendur geta unnið létt heimilisverk heima við og unnið sér þannig inn smá pening sem rennur til SOS Barnaþorpanna. Heimilisverkin og tímasetning þess ákveða nemendur í samráði við foreldra sína og það er undir hverri fjölskyldu komið að ákveða hvort og þá hvaða upphæð gefa skuli, margt smátt gerir eitt stórt (Sjá bréf sem nemendur fóru heim með sér). Best er að koma með umslagið í lok tímabilsins þ.e 13. desember.

Vinabekkir hittast

Miðvikudaginn 18. desember ætlum við aðeins að brjóta upp skólastarfið. Þá munu vinabekkir hittast í tvær kennslustundir og eiga gæðastundir saman við spil, lestur, leiki eða spjall.

19. desember - Litlu jólin hjá 6. og 7. bekk frá 16.30-18.30

16.30 Stofujól

17.15 Helgileikur

17.30 - 18.30 Jóladiskó

Smákökur og gos ( ekki sælgæti )

19. desember - Litlu jólin hjá 8. – 10. bekk frá kl. 19:30 – 21:30

Boðið er upp á nýbakaðar vöfflur ásamt kakói með rjóma. Þá verða skemmtiatriði og uppistand þar á eftir. Þeir nemendur sem ekki mæta á litlu jólin mæta á fimmtudaginn 20. desember frá kl. 9:00 til 12:00 og hjálpa til á jólaskemmtunum hjá yngri nemendum.

20. desember - Litlu jólin hjá 1.-5. bekk

Litlu jólin hjá 1.- 2. bekk.

  • 9.00-9.45 Stofujól
  • 9.45-10.30 Helgileikur og jólaball


Litlu jólin hjá 3.-5. bekk.


  • 10.30-11.15 Stofujól
  • 11.15-12.00 Helgileikur og jóladiskó


Smákökur og gos, sælgæti er ekki í boði.


Þennan dag opnar skólinn kl. 7:45 og geta nemendur verið í skólanum í annari dagskrá þann tíma sem þeir eru ekki í dagskrá með umsjónarkennara.

Jólasveinalestur

Við minnum á mikilvægi þess að nemendur lesi og æfi sig áfram í lestrium. Til að ná hraða í lesti og auknum orðaforða er mikilvægt að viðhalda lestrinum alla daga ársins.

Það er líka mikilvægt að lesa í fríum eins og jólafríi. Hér má sjá skemmtilegan jólasveinalestur sem Kertasníkir hefur skipulagt.

Áherslan verður lögð á að lesa til að njóta í skammdeginu en Kertasníkir er með 26 tillögur varðandi hvernig það er gert. Jólasveinalesturinn er uppskrift að skemmtilegum fjölskyldustundum og eru ungir og aldnir hvattir til að taka þátt. Það er bara ein regla: Lesum til að njóta!

Holtasel í jólafríi

Holtasel verður opið frá kl: 8:00-17:00 dagana 23., 27., 30. desember, 2. og 3. janúar. Það þarf að skrá börnin sérstaklega fyrir þessa daga. Skráning fyrir þessa daga opnar sunnudaginn 1. desember og er opin til 12. desember, eftir þann tíma verður ekki tekið við skráningum.

Skráningin fer fram á „mínar síður“, ítarlegar leiðbeiningar um skráningu má finna inná facebookhóp Holtasels undir files.

12. desember - Jólaföndur foreldrafélagsins

Piparkökumálun í matsalnum fimmtudaginn 12. desember kl. 16:00 - 17:30. Foreldrafélagið býður upp á piparkökumálunina. Heitt á könnunni.


Ginger biscuit decorating in the school canteen. Thursday 12th December. The Parents' Association provides the ginger biscuits and icing.

Opis Piparka w jadaini w czwartek, 12 grudnia. Stowarzyszenie Rodziców dostarcza w tym roku imbirowe herbatniki i lukru.

Fyrsti skóladagur að loknu jólafríi

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar (þrettándinn).

Heimsókn frá leikskólanum Álfasteini á bókasafnið

Hópur leikskólabarna af Álfasteini komu í jólaheimsókn á skólasafnið: hlustuðu á jólasögu og fengu svo að kanna safnið. Frábær heimsókn í alla staði

Foreldrafundur með Siggu Dögg

Þriðjudaginn 19. nóvember var Sigga Dögg kynfræðingur með fræðslu fyrir nemendur unglingadeildar skólans. Um kvöldið þann dag var Sigga Dögg svo með fræðsluerindi fyrir foreldra í fyrirlestrarsal skólans.

Bæði fræðslan og fyrirlesturinn var í boði foreldrafélagsins.

Jólakveðja

Við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra og ánægjuríkra jóla. Megi gleði og gæfa umvefja ykkur um hátíðina og á nýju ári.


Með bestu jólakveðjum,
Stjórnendur og starfsfólk Hvaleyrarskóla.

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Á döfinni

  • Skólastarf hefst aftur að loknu jólafríi mánudaginn 6. janúar.
  • Skipulagsdagur mánudaginn 20. janúar. Þá er einnig skipulagsdagur í Holtaseli og því lokað þar einnig.
  • Námsviðtöl fimmtudaginn 30. janúar.
  • Grunnskólahátíð Hafnarfjarðar er miðvikudaginn 5. febrúar, fyrir nemendur í 8. - 10. bekk.
  • Dagur stærðfræðinnar er föstudaginn 7. febrúar.

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.