DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA

SEPTEMBER


  • 8.sept, dagur læsis.
  • 15.sept, dagur íslenskrar náttúru, göngu- og gestadagur.
  • 16.sept, haustþing kennara á Austurlandi.
  • 26.sept, Evrópski tungumáladagurinn.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 29.ágúst
  • Tökum hress og kát á móti nýrri viku.


þriðjudagur 30.ágúst

  • 14:20 Stöðufundur hjá starfsfólki.


Miðvikudagur 31.ágúst

  • Góður dagur til að staldra við og njóta.


Fimmtudagur 1.september

  • 14:20 Teymisfundur.


Föstudagur 2.september

  • Förum sátt í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture
Big picture

FYRSTA VIKAN

Fyrsta vikan fór rólega af stað, nemendur byrja daginn á yndislestri og fara svo í samveru.

Í samveru erum við búin að syngja, dansa, læra ljóð, fara með brandara og eiga góða samveru.

Í dag mátti koma með atriði og nokkrir nýttu sér það. Inga og Ásdís voru með töfrabrögð, ótrúlegir hæfileikar þar. Ásdís breytti Ingu í Himbrima en sem betur fer þá gat hún breytt henni aftur í Ingu :)

Stefán Valur flutti ljóðið 1.apríl, marsbúinn...frábært ljóð eftir Andra Snæ Magnason.

Ekki náðust öll atriðin á myndband en hér fyrir neðan má sjá myndband af Ívari Orra segja góðan brandara.


Virkilega gaman að byrja alla daga með samveru.

TÓNLISTARSKÓLI DJÚPAVOGS

Rafræn innritun í tónlistarskólann hefst eftir helgi og fyrsti kennsludagur er 5.september.

SKÓLABÍLL

Skólabíllinn fer kl. 14:10 þar til að Neistatímar hefjast.


29.ágúst - frá skólanum

30.ágúst - frá skólanum

31.ágúst - frá skólanum

01.september - frá Helgafelli

02.september - frá Helgafelli

FRÍSTUND (lengd viðvera)

Frístund hefst formlega 1.september þegar við fáum Helgarfell til afnota. Foreldrar hafa fengið sendar upplýsingar um rafræna skráningu.

Þeir sem vilja nýta sér lengda viðveru fyrir þann tíma geta haft samand við Kristrúnu (4708710) og við leysum það.

Natan, Viktoría og Daníella verða starfsmenn Frístundar í vetur.

SKRÁNING Í MÖTUNEYTI OG MJÓLKURÁSKRIFT

Foreldrar hafa fengið sendar upplýsingar um rafræna skráningu í mötuneyti og mjólkuráskrift, minnum á að skrá sig sem fyrst.

BRAS

Brúðusmiðjan ,,Einstaka þú“ verður í boði Tess Rivarola og BRAS, Barnamenningarhátíðar Austurlands á Djúpavogi, mánudaginn 29. ágúst, kl:15:00-17:00 í listastofu Djúpavogsskóla.

Brúðusmiðjan er í boði fyrir börn á aldrinum 6 – 11 ára og er beðið um að hvert barn mæti í fylgd með eldri fjölskyldumeðlim. Hvert barn er beðið að koma með pappakassa að heima og annað efni til endurvinnslu ef geta og vilja. Í samvinnu við fylgdarmanneskju sína spá og spekúlera börnin í hvað geri þau einstök og túlka það í sína eigin brúðu. Þau búa svo til sviðsmynd fyrir sinn karakter í pappakassanum og sýna ör-brúðuleikhús í lok brúðusmiðjunnar.

-Special you -

Recycled puppet workshop for families

Each kid is invited to come with 1 pair ( an older member of their family; siblings, uncle, aunt, parent or grandparent.

We will invite participants to bring from their homes 1 cardboard box (the best is the vegetable box) and recycling materials to transform them.

The kids will start building a small puppet with their own uniqe attributes. Talking together, kid and adult will find what make the kid unique.

Into a cardboard box they will build a scenery for a little puppet show calls: ,,One day in my life“.

Each pair will seek to represent withing the box the characteristics of nature and the town where the kid lives. We probably will make mor puppets for the show: pets, family members or friends.

The workshop will end with the kids doing their little puppet shows to the older person that came with them.

SKÓLAHLAUPIÐ

Ólympíuhlaup ÍSÍ áður Norræna skólahlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfi margra skóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram.

Við reynum alltaf að skella því á hjá okkur þegar það viðrar vel. Það lítur ekki vel út með næstu viku en vonandi getum við hlaupið saman fljótlega.

Í von um að þið eigið öll góða helgi.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Djúpavogsskóla