Grunnskóli Hornafjarðar

Fréttir úr skólanum

Big picture

Að lifa með Covid-19

Þrátt fyrir að Covid-19 setji lífi okkar ýmsar skorður þessa dagana þá eru nemendur og starfsmenn skóla einstaklega heppnir. Þeir fá nefnilega að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi og það er annað en hægt er að segja um flesta aðra í heiminum. Við fáum að mæta í skólann á hverjum degi og hitta skólafélaga og samstarfsfólk og þurfum bara að huga að persónulegum sóttvörnum og fullorðna fólkið að halda ákveðinni fjarlægð hvert frá öðru.

Sóttvarnir í skólanum miða að því að ef upp kemur smit í skólanum að þá smitist sem fæstir. Við reiknum fastlega með því að einhverjir þurfi að fara í sóttkví ef upp kemur smit en vonandi smitast enginn.

Við vorum einstaklega lánsöm þegar upp kom smit um daginn en við vorum líka dugleg að huga að persónulegum smitvörnum. Við ætlum að halda því áfram og á þann hátt að lifa með Covid-19.

Kynningarfundir með rafrænum hætti

Í skólabyrjun héldum við í vonina að geta haft kynningarfundi með eðlilegum hætti í október. Nú er ljóst að það mun ekki ganga og því hefur verið ákveðið að boða til kynningarfunda með rafrænum hætti. Foreldrar fá fundarboð með tölvupósti og þegar að fundartíma þeirra kemur þá opna þeir póstinn og fara inn í join meeting (fjólublái linkurinn). Stundum þarf aftur að ýta á fjólubláan hnapp til að komast alla leið inn á fundinn.


Fyrir þá sem eru óöruggir á því að komast inn á rafrænan fund verður boðið upp á tvo æfingafundi - annan kl. 15:00 á föstudag og hinn kl. 16:00 á mánudag. Á þeim er bara ætlast til að fólk prófi að tengjast og ef það gengur þá getur fólk strax yfirgefið fundinn. Æfingafundarboðin eru í hlekkjunum hér fyrir neðan og foreldrar munu fá sambærileg fundarboð á kynningarfundina.


Hver fundur er áætlaður 1 klst. og eru eftirfarandi tímasetningar fyrirhugaðar;


26. október - 5. bekkur kl. 17:00 – 6. bekkur kl. 18:00 og 7. bekkur kl. 20:00

27. október4. bekkur kl. 17:00 – 3. bekkur kl. 18:00 og 8. bekkur kl. 20:00

28. október2. bekkur kl. 17:00 – 9. bekkur kl. 18:00 og 10. bekkur kl. 20:00

29. október1. bekkur kl. 17:00 –


Ath. ef foreldrar vilja ræða saman fram yfir tímann þá er það ekkert mál.


Dagskrá fundanna hefst með þremur stuttum erindum en megin áhersla verður á starfið í bekknum og það sem brennur á foreldrum.

  1. Hagir, líðan og námsárangur
  2. Netnotkun
  3. Samstarf foreldra og samstarf foreldra og skóla
  4. Starfið í bekknum og það sem brennur á foreldrum


Á morgun föstudag munu umsjónarkennarar senda stutt fréttabréf á sama formi frá bekknum sínum með link inn á kynningarfundinn sjálfan en hér fyrir neðan eru linkar inn á prufufundi fyrir þá sem vilja sannreyna að tæknin virki.

Prufufundur vegna kynningarfunda kl. 15:00 á föstudag

Þá er bara að ýta á linkinn hér fyrir ofan ef þið viljið vera viss um að geta tengst. Þá ættuð þið að komast í samband við einhverja úr skólanum. Ath. þið þurfið svo að ýta á join.

Prufufundur vegna kynningarfunda kl. 16:00 á mánudag

Þessir prufufundir snúast bara um að leyfa fólki að athuga tækin sín. Hvort það nái ekki að tengjast og hvort það sjái ekki bæði og heyri.

Vetrarfrí í skólanum 23. og 24. nóvember

Vetrarfríið í ár verður mánudag 23. og þriðjudag 24. nóvember. Föstudaginn 20. nóvember verða foreldraviðtöl. Óski foreldrar eftir því að eiga langa helgi munu umsjónarkennarar taka vel í að hafa viðtalið fyrir 20. nóvember.

Við vitum að sjálfsögðu ekkert hvernig staðan á Covid-19 verður og hvort dagarnir henta til ferðalaga. Almennt er það þó ósk allra barna að eyða meiri tíma með fjölskyldunni og vonandi nýtist vetrarfríið vel til þess hvort sem farið er af bæ eða ekki.