Fréttabréf Engidalsskóla okt 2023

Ábyrgð - Virðing - Vellíðan

Fréttabréf Engidalsskóla

Kæru foreldrar/forsjáraðilar.

Skólastarf í Engidalsskóla hefur farið vel af stað á þessu hausti. Fastir viðburðir eins Ólympíuhlaup ÍSÍ og skólabúðir að Reykjum hafa verið á sínum stað en við höfum líka verið að reyna okkur með nýja viðburði. Hafnarfjörður fór af stað með Læk verkefnið og eru nemendur mjög áhugasamir um það. Í haust fórum við af stað með líðanfundi með foreldrum. Þar erum við að skapa tækifæri fyrir foreldra til að ræða saman og segja frá sínu barni hvað það er að fást við og líðan þess. Það eru hugsanlega eru margir að fást við sömu vandamálin/verkefnin og foreldrar geta á þessum vettvangi deilt reynslu sinni. Börnin eyða miklum tíma með öðrum börnum og munu verða fyrir áhrifum frá þeim það er því mikilvægt að þið séuð í góðum takti við foreldra þeirra sem börnin ykkar eruð í samskiptum við dag frá degi. Í þessu samhengi minnum við á fund foreldra sem haldinn verður í skólanum kl. 17:30 á morgun.

Kominn er einn eða fleiri bekkjartenglar í flesta bekki en þó ekki alla, við biðjum ykkur að svara kalli umsjónarkennara ef en vantar bekkjarfulltrúa í árgang ykkar barns.


Með bestu kveðju,

Skólastjórnendur Engidalsskóla.

Mentor leiðbeiningar fyrir foreldra

Á blaðsíðu tvö er að finna leiðbeiningar er varða póst stillingar - Persónuvernd - stillingar

Samvinna um læsi

Gagnlegar upplýsingar um læsi.

Á haustönn leggjum við áherslu á lesskilning

Læsisteymi skólans ákvað að vera ekki með lestrarátak á haustönn heldur leggja meiri áherslu á lesskilning hjá börnunum. Kennararnir ætla að vinna með lesskilning og lesskilningsverkefni í skólanum en við viljum einnig biðla til ykkar um að styrkja börnin í lesskilningi heima fyrir. Gott er t.d. að spyrja spurninga úr textanum eða fá börnin til að endursegja textann sem þau lásu. Læsisteymið vill einnig minna á mikilvægi ritunar í læsisþjálfun barnanna og því viljum við að þau skrifa alltaf orð eða setningar samhliða lestrinum. Gott er að hafa í huga að börnin læra einnig mikið þegar lesið er fyrir þau og eflir það orðaforða þeirra.


Hér eru nokkrar hugmyndir sem foreldrar/forsjáraðilar geta notað til að þjálfa lesskilning heima.


Hjá nemendum í 1.- og 2. bekk

  • Spyrja barnið spurninga úr textanum.
  • Útskýra orð.


Hjá nemendum í 3. - 4. bekk

  • Biðja barnið um að draga saman efnið og segja frá því sem það var að lesa um.
  • Spyrja barnið spurninga úr textanum.
  • Útskýra orð.


Hjá nemendum í 5.-, 6.- og 7. bekk

  • Biðja barnið um að draga saman efnið og segja frá því sem það var að lesa um.
  • Spyrja barnið spurninga úr textanum.
  • Útskýra orð.
  • Fá barnið til að spá um framhaldið, hvað gæti gerst næst í sögunni.


Með kærri kveðju,

Læsisteymi Engidalsskóla

Árangur skólans á lesfimiprófi í september

Hafa þarf í huga að á lesfimiprófi í september eru nemendur að lesa þyngara próf en þeir lásu í maí. Lámarks viðmið eru mismunandi eftir árgöngum og því getur verið að nemendur fari niður um viðmið. Til að meta farmfarir eru nemendur prófaðir á sama prófinu þrisvar sinnum yfir veturinn. Til að nemendum fari fram í lestri er mikilvægt að sinna heimalestri vel.

Uppeldi til ábyrgðar, Skýru mörkin

Haustið 2021 hóf Engidalsskóli innleiðingu á uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Innleiðingin hefur gengið vel og munum við halda henni áfram á þessu skólaári. Lykil spurning stefnunnar er hvernig manneskja viltu vera? Gengið er út frá því að þú sért við stjórnvölinn á eigin hegðun og þó við gerum öll mistök er mikilvægt að læra af þeim. Við forðumst ásakanir, afsakanir, skammir, tuð og uppgjöf og segjum JÁ eins oft og við getum. Það er alltaf hægt að segja já en stundum þarf þó að setja skilyrði í framhaldi, já þegar við erum búin að þessu eða þegar þú ert orðinn x gamall og svo framvegis.


Neðar í fréttabréfinu eru myndir af bekkjarsáttmálum árganga en þeir hafa líka verið sendi heim með föstudagspóstum. Þessa dagana er verið að vinna með þarfinrar: öryggi, tilheyra, frelsi, gleði og áhrifavald en líka hlutverk hvers og eins utan bekkjarstofunnar og þá líka hvað er ekki hlutverk hvers og eins. Við hvetjum ykkur til að ræða það líka heima hvert hlutverk nemenda sé á skólalóðinni í matsalnum og víðar og hvert er ekki hlutverk þeirra. Þá er líka mikilvægt að allir viti hvað er hlutverk starfsmanna og hvað ekki.

Nánar má lesa um stefnuna á uppbygging.is


Við erum ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta.


Í Engidalsskóla viljum við:

  • Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt

  • Engin barefli né önnur vopn

  • Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur

  • Engar alvarlegar ögranir eða hótanir

  • Engin skemmdarverk

  • Enga áhættuhegðun

  • Engan þjófnað

Bekkjarsáttmálar

Sáttmáli Álfakots

Álfakot

Verkefni nemenda úr smiðjum

Áhugasvið verkefni hjá 5. - 7. bekk

Big picture

Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka

Big picture