DJÚPAVOGSSKÓLI

FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI

MARS


 • 14.mars - Dagur stærðfræðinnar.
 • 15.mars - Klippimyndasmiðja á vegum bókasafna í Múlaþingi frá 16:00 - 18:00
 • 16.mars - Stóra upplestrarkeppnin haldin í Grunnskóla Hornafjarðar.
 • 17.mars - Kynning frá VA fyrir verðandi menntaskólanemendur.
 • 22.mars - 1.-4.bekkur sýnir árshátíðar verkið sitt Konungur ljónanna kl. 18:00 á Hótel Framtíð.
 • 23.mars - Árshátíðar undirbúningur hjá 5.-10.bekk.
 • 24.mars - 5.-10.bekkur sýnir árshátíðar verkið sitt Konungur ljónanna kl. 18:00 á Hótel Framtíð.
 • 25.mars - Árshátíðar frágangur.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 14.mars

 • Vonum að sem flestir verði lausir við veiruna og mæti hressir.
 • Dagur stærðfræðinnar.

Þriðjudagur 15.mars

 • 15:00-16:00 Starfsmannafundur - Athugið að frístund (viðvera á Helgafelli) lokar kl. 14:45

Miðvikudagur 16.mars

 • Góður dagur til að keppa í upplestri.
 • 14:00 Upplestrarkeppnin haldin á Höfn.

Fimmtudagur 17.mars

 • 14:40 Teymis/fagfundir
 • Allt á fullu í árshátíðar-undirbúningi.

Föstudagur 18.mars

 • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture

ÁHUGAVERÐ VIKA AÐ BAKI

Það má segja að Covid hafi náð okkur þessa vikuna. Flesta daga hefur vantað um 10 starfsmenn og milli 30 og 40 nemendur en í dag breyttust þessar tölur og það voru rúmlega 60 nemendur og hátt í 20 starfsmenn sem boðuðu forföll.


Við svona aðstæður er ekki hægt að skipuleggja neitt, staðan er bara tekin á töflufundi rétt fyrir 8:00 á hverjum morgni og allir hjálpast að við að gera skipulag fyrir daginn.


Í Djúpavogsskóla er einstaklega lausnarmiðaður starfsmannahópur og alltaf stutt í húmorinn. Það hefur verið frábært að sjá hvernig allir leggja sitt af mörkunum. Hjá okkur eru nemar í vettvangsnámi sem hafa líka stigið inn í kennslu. Þetta er alveg til fyrirmyndar.


Á hverju hausti gera nemendur bekkjarsáttmála og starfsmenn gera starfsmannasáttmála. Gildin okkar hugrekki - virðing - samvinna eru leiðarljósin okkar.

Starfsmannasáttmálinn í ár er fallegt veggspjald sem er til á íslensku, pólsku og ensku.

Þetta eru góð gildi og gott að hafa að leiðarljósi við svona aðstæður.

Big picture

GRUNNSKÓLI HORNAFJARÐAR Í HEIMSÓKN

Starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar var með starfsdag á Hótel Framtíð í dag og það stóð til að þau kæmu í skólaheimsókn til okkar.

Vegna aðstæðna vildum við ekki auka á álagið, Obba fór því til þeirra og sagði þeim allt um Djúpavogsskóla og Cittaslow.


Svona er þetta bara þessa dagana, við reynum að gera okkar besta hverju sinni.

Big picture

ÞRÁTT FYRIR VEIRU ER ALLT AÐ GERAST

Þrátt fyrir að veiran sé að herja á okkur þá gengur árshátíðar undirbúningur vel, nemendur eru að hanna búninga og búa til grímur í list- og verkgreinatímum.Andrea og Berglind eru byrjaðar að taka nemendur út í auka leik- og söngtíma.

Í næstu viku þá er stefnan að halda áfram með samskonar skipulag.

Nemendur fylgja í raun sinni stundarskrá en þurfa að gera ráð fyrir því að vera teknir út úr tíma þegar verið er að æfa ákveðin atriði.


Eins og við vitum þá er mjög erfitt að skipuleggja eitthvað þessa dagana.

Við stefnum samt á það að sýna Konung ljónanna á Hótel framtíð samkvæmt skóladagatali en gerum okkur grein fyrir því að allt þarf að ganga upp.

Vonum það besta :)


Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir frá s.l. viku.

Big picture

KLIPPIMYNDASMIÐJA Á BÓKASAFNINU Í NÆSTU VIKU

Bókasöfnin í Múlaþingi bjóða upp á klippmyndasmiðju fyrir börn- og unglinga á þriðjudaginn næsta. Smiðjan verður í kennslustofu á unglingastigi frá 16 - 18.

Það þarf ekki að skrá sig, það er nóg að mæta, foreldrar hvattir til að mæta með börnunum og taka þátt.

Big picture

UPPLESTRARKEPPNIN Á HÖFN

Stóra upplestrarkeppnin fer fram í Grunnskóla Hornafjarðar á miðvikudaginn í næstu viku.

Þar ætlar góður hópur úr Djúpavogsskóla að mæta. Þetta eru 6 nemendur úr 7.bekk sem keppa í upplestri, stuðningshópur sem saman stendur af samnemendum úr 6. - 7.bekk og nokkrum starfsmönnum skólans.

Það er hefð fyrir því að kynnir keppninar sé sigurverarinn frá því í fyrra og hann kemur úr okkar hópi.

Nú er bara að vona að allt gangi upp og allir verði hressir.

Við sýnum ykkur myndir frá því í næstu viku.

Það var fámennt á yngstastigi í dag en allir voru hressir og senda ykkur kveðjur :)

Big picture

Katrín Salka var fulltrúi nemenda í 4.bekk í skólanum í dag :)

Það er á svona degi sem það kemur sér vel að vera í samkennslu, hún var í góðum félagsskap nemenda í 1.-3.bekk.

Big picture

Takk fyrir að vinna þetta verkefni vel með okkur, við sjáum hvað næsta vika býður okkur upp á.

Bestu kveðjur til ykkar og góða helgi.

Starfsfólk Djúpavogsskóla