Fréttir úr skólanum

Fréttabréf númer 6

Gleðilega páska

Starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar óskar öllum gleðilegra páska og vonum að allir hafi það sem best í páskafríinu. Viljum við minna á mikilvægi þess að halda rútínu og að hafa eitthvað fyrir stafni alla daga. Vonandi getið þið nýtt ykkur þær hugmyndir sem eru í þessu fréttabréfi til afþreyingar.

Hér fyrir neðan má sjá nemendur í 2. bekk H flytja fallegt lag um vináttu en textann samdi Þóroddur Helgason fræðslustjóri Fjarðabyggðar.

Vinátta

Hugsanlegar breytingar á kennslu 1. - 6. bekkjar eftir páskafrí

Vel hefur gengið síðastliðnar þrjár vikur hér í skólanum og miðað við óbreytt ástand munum við halda áfram á sömu braut eftir páskafrí en skólahald hefst miðvikudaginn 15. apríl.

Ef breytingar verða á Reyðarfirði með tilliti til fjölgunar smita þá gætu aðstæður breyst þannig að grípa verði til skertrar þjónustu í skólanum.

Vegna þessa biðjum við ykkur að fylgjst með tölvupóstum þriðjudaginn 14. apríl.

Big picture

Tími til að lesa

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.

Lestrarverkefnið kallast Tími til að lesa. Heitið er dregið af aðstæðunum sem nú eru uppi, þar sem margir hafa meiri tíma en áður til að lesa og þörfin fyrir hugarleikfimi hefur sjaldan verið meiri. Árangurinn er mældur í tíma, þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is. Þar geta þátttakendur líka fylgst með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags. Á næstu fjórum vikum munu þar safnast upp ýmsar upplýsingar um lestur, hugmyndir að lesefni fyrir ólíka aldurshópa, hvatningarmyndbönd frá rithöfundum og öðrum sem segja okkur hvað og hvar þeim finnst gaman að lesa.

Verkefnið mun standa til 30. apríl og að því loknu munum við freista þess að fá afraksturinn skráðan í Heimsmetabók Guinness. Slíkt hefur ekki verið gert áður og því yrði hér um að ræða fyrsta heimsmet sinnar tegundar. Metið gæti orðið viðmið annarra þjóða, eða okkar sjálfra til að bæta með tíð og tíma.

8. bekkur að plokka

Nokkrir nemendur í 8. bekk nýttu frímínúturnar til þess að fara út og plokka í kringum skólann.

Er þetta ekki tilvalið fyrir fjölskylduna að gera saman í páskafríinu :)


Hvað er plokk?

Lands­menn hafa tekið upp nýj­an heilsu­sam­leg­an og um­hverf­i­s­væn­an sið sem á ræt­ur sín­ar að rekja til Svíþjóðar. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förn­um vegi á meðan gengið er eða skokkað. Það er stór­kost­legt að sam­eina áhuga á úti­veru og um­hverf­is­meðvit­und, ánægj­an af því að fara út og hreyfa sig verður marg­falt meiri með því að gera það með þess­um hætti.

Big picture

Ekki gleyma hollustunni

Nú fer páskafrí og páskahátíðin í hönd og þá tilheyrir að borða góðan mat og fá sér smá bita af páskaeggi.

Við skulum samt ekki gleyma hollustunni og hér fyrir neðan er skemmtilegur fróðleikur sem Elín Rún heimilisfræðikennari tók saman um ávexti og grænmeti og hvað neysla þess gerir fyrir okkur.

Big picture
Big picture

Útiíþróttir

Síðastliðnar þjrár vikur hafa íþróttir verið úti og margt skemmtilegt brallað þar sem ekki er hægt að nota hefðbundin tæki og tól í kennslunni.

Eitt af því sem nemendur gerðu í góða veðrinu um daginn var að gera listaverk í snjóinn með matarlit og sjá má nokkur listaverkanna hér fyrir neðan ásamt listamönnum.

Hlutverk forráðamanna í fjarnámi

Myndin hér fyrir neðan er fengin frá menntasviði Kópavogsbæjar þar sem hlutverk forráðamanna í fjarnámi barna þeirra er sett fram á skemmtilegan hátt.
Big picture

Legokubbaáskorun

Nú er um að gera að nota legókubba sem til eru á mörgum heimilum. sem heitir 30 daga Lego-áskorunin. Hópurinn er opinn og hver sem er getur deilt og séð meistaraverkin þar inni.


Á Youtube er til rás sem sýnir ákveðnar áskoranir sem heitir Brick X Brick. Hér er tengill á eitt myndbandið og hér eru fleiri áskoranir.Svo er kominn íslenskur Facebook hópur sem heitir 30 daga Lego-áskorunin. Hópurinn er opinn og hver sem er getur deilt og séð meistaraverkin þar inni.

Big picture

PAXEL123

Frábær vefur sem er uppfullur af hugmyndum og verkefnum fyrir yngstu nemendurna. Efnið er líka til á nokkrum tungumálum.

Til að spila leikina þarf ýmist að hafa Java eða Flash. Þú getur sótt Java með því að smella hér og Flash með því að smella hér.

Big picture

Nemendur í 4. bekk gerðu kókoskúlur og skálar úr pappamassa til að bera góðgætið fram í

Keppni í landafræði

Á eftirfarandi vefsíðu getur fjölskylda og jafnvel vinir sem eru ekki á sama stað, keppt um landafræðikunnáttu sína. Þar sem maður þarf að skrifa inn á ensku, fylgir hér með tengill sem sýnir hvað löndin heita á ensku.


Hér er keppnin.


Hér er vefsíða sem sýnir ensk heiti landanna.

Fánakeppni getur verið skemmtileg

Fánakeppni er tilvalinn fyrir vini, systkini eða fjölskylduna.


Fánakeppnin.

COVID-19 og unga fólkið

Umboðsmanni barna er umhugað að börn fái svör við þeim spurningum sem á þeim brennur í samfélaginu í dag. Við viljum því benda á sérstakan umræðuþátt um Covid-19 sem er helgaður börnum og hvetjum börn til að taka þátt og senda inn spurningar.


  • Sérstakur umræðuþáttur um COVID-19 helgaður börnum og ungmennum
  • Fá tækifæri til að leggja spurningar fyrir framlínufólkið


Hvað liggur unga fólkinu á hjarta?

Næstkomandi þriðjudagskvöld, 7. apríl, fá börn og ungmenni orðið í sérstökum umræðuþætti um COVID-19 þar sem framlínan, ráðamenn og sérfræðingar svara þeirra spurningum og vangaveltum.

Viðmælendur í þættinum verða sem fyrr Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

En ólíkt fyrri umræðuþáttum um COVID-19 faraldurinn og öðrum þeim fjölmörgu viðtölum sem þessir forvígismenn hafa veitt munu allar spurningar í þessum sérstaka umræðuþætti koma frá unga fólkinu. Þannig gefst þeim færi á að senda inn spurningar sem fyrr í gegnum fyrirspurnarhnapp á ruv.is eða í gegnum netfangið covid19@ruv.is

Einnig gefst unga fólkinu færi á að bera upp lifandi spurningar með því að senda myndskilaboð, t.a.m. í gegnum WeTransfer á sama netfang, covid19@ruv.is

Auk áðurnefndra viðmælenda munu svo Salvör Nordal umboðsmaður barna og Margrét Birna Þórarinsdóttir barnasálfræðingur einnig svara aðkallandi spurningum frá unga fólkinu okkar, eftir því sem við á, spurningum sem snúa ekki hvað síst að stöðu þeirra og líðan við þær aðstæður sem nú ríkja og þau þurfa að læra að fóta sig í, hin óvenjulega samfélagsmynd sem blasir við þeim og allar þessar nýju og framandi áskoranirnar sem þau þurfa að takast á við.

COVID-19 þáttur unga fólksins verður á dagskrá RÚV þriðjudaginn 7. apríl kl. 19.35. Umsjónarmenn þáttarins verða Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson verkefnastjóri UngRúv.


Skrifstofa umboðsmanns barna
Kringlan 1, 5. Hæð / 5th floor

103 Reykjavik, Iceland.
Sími/ Tel: +(354) 552 8999
http://www.barn.is, ub@barn.is