Fréttabréf Engidalsskóla apríl 2021

Ábyrgð - Virðing - Vinátta

Fréttabréf Engidalsskóla

Kæru foreldrar/forrsjáraðilar

Páskaleyfið hófst snögglega þetta árið og fyrr en ráð var gert. Ef einhverjir þurfa að nálgast fatnað eða íþróttapoka sem gleymdust í skólanum verður opið mánudaginn 29. mars frá kl. 12-13. Eflaust eru einhverjir nemendur sem hefðu þurft nýjar lestrabækur fyrir páskafríið en við hvetjum ykkur til að nýta ritmálið sem er í umhverfinu og spá í þýðinug þess til dæmis alla málshættina sem virðast fljóta um allt á þessum árstíma. Við munum upplýsa ykkur með tölvupósti og á heimasíðu skólans hvernig skólabyrjun verður háttað eftir páskaleyfið en í dag stefnum við á að byrja samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. apríl. Við vonum að allir njóti frísins og eigi góðar stundir með sínum nánustu.

Með bestu kveðju úr Engidalsskóla.

Ýmislegt brallað á bókasafni

Það hefur verið nóg að gera á bókasafninu hjá okkur hér í Engidalsskóla eftir að það opnaði aftur upp á gátt fyrir nemendur.

Við byrjuðum á að vinna úr hugmyndum sem nemendur settu í hugmyndakassann og nemendur í nemendaráði aðstoðuðu bókasafnsfræðinginn við að fara yfir allar þær flottu hugmyndir sem þar var að finna. Sumt hafði þegar verið framkvæmt, annað hefur nú verið verslað, en einhverjar hugmyndir verða því miður að bíða betri tíma en verða vissulega hafðar í huga.

Þrír bókaklúbbar fóru í loftið og geta nemendur nú valið um þátttöku og unnið til verðlauna fyrir lestur í hverjum klúbbi. Hugmyndir eru um að bæta svo við klúbbum næsta haust.

Eins og sönnum bókasöfnum sæmir tókum við þátt í Valentínusar degi, þar sem nemendur klipptu út hjörtu og skrifuðu á þau eitthvað sem þau elska eða bara hvaðeina sem gleður hjarta nemenda.

Nú höfum við hafið þátttöku í Bókaverðlaunum barnanna þar sem börnin velja sínar uppáhalds bækur síðasta árs og skrifa á þar til gerðan miða. Þegar búið verður að finna út þann rithöfund sem sigrar keppnina, munum við verðlauna þrjá nemendur hér í Engidalsskóla fyrir þátttöku. Til mikils að vinna að taka þátt.

Og að lokum er ánægjulegt að segja frá því að við náðum að kaupa rúmlega 200 nýjar bækur á bókamarkaðnum sem er mjög mikilvægt fyrir bókasafnið okkar hér í Engidal þar sem fjöldi nemenda á miðstigi fer vaxandi og ekkert hefur verið keypt fyrir þann aldurshóp síðustu ár og því mikil vöntun nýrra bóka á því aldursstigi.

Bestu kveðjur af bókasafninu í Engidalsskóla.

Þemadagar, þemað var fjöbreytileikinn

Nemendur í 1. og 2. bekk skoðaði fjölbreytileikann frá ýmsum sjónarhornum og þar kom fyrri einhverfa, fjölbreyttir fánar og tungumál, mismunandi andlit og unnið með söguna um furđufílinn Elmar.


Nemendur í 3. og 4. bekk unnu meðal annars með ólíkan litarhátt fólks, mismunandi fjölskyldur, grímur, fána og tungumál.


Nemendur í 5. og 6. bekk unnu meðal annars með mannréttindi, ólíkar fjölskyldugerðir og sálfsmynd sína. Nemendur gerður skugga mynd af sér og skrifuðu jákvæð orð, frá samnemendum, um sig á myndina.

Big picture

Himingeimurinn

Nemendur í 3. bekk hafa verið að læra um um himingeiminn auk þess að vinna skemmtileg verkefni. Í heimanámi gerðu þeir sína eigin eldflaug sem þeir lögðu greinileg mikla vinnu í eins og sést á myndunum sem hér fylgja. Markmiðið var að gera eldflaugarnar úr endurnýtanlegu efni. Reikistjörnur voru búnar til í skólanum, uppblásnar blöðrur voru málaðar og unnu nemendur 2-3 saman að hverri reikistjörnu og skrifuðu helstu atriði um hana. Að lokum var haldin sýning á ganginum fyrir 1., 2. og 4. bekk þar sem nemendur kynntu sína reikistjörnu.

Markmiðið var að hafa gaman, læra að vinna í hóp og æfa sig í að koma fram og flytja verkefni.

Smiðjuvinna 1.-2. bekkur

Hér má sjá myndir af vinnu 1.-2. bekkjar úr textílsmiðju. Nemendur hönnuðu skrímsli, fyrst teiknuðu þau á blað og lituðu myndirnar og færðu þær síðan yfir á efni. Klippt út, saumað saman, fyllt upp og að lokum skreytt. Vel gert hjá nemendum

Íslenska annað mál

Nemendur í íslensku sem annað mál hafa verið að læra um húsdýr og afkvæmi þeirra, hvað heita þau og hvaða hljóð þau gefa frá sér. Þeir teiknuðu skemmtilegar myndir af dýrum og afkvæmum. Síðan leituðu nemendur að nýjum orðhlutum, samsettorð úr orðinu "húsdýr " og lærðu merkingu þeirra. Orð vikunnar voru réttir, sauðburður, fjós, hey og landsnámsmenn.

Skemmtilegt verkefni hjá 5. bekk

Í mars voru nemendur að læra um mismunandi orkugjafa. Hluti af þeirri vinnu var að kynna fyrirþeim ólíka orkugjafi á farartækjum. Eftir að hafa skoðað muninn á bensín-, olíu-, rafmagns- og vetnisbílum hannaði hver og einn nemandi sinn eiginn bíl, teiknaði hann upp og sagði frá hvaða efni og orkugjafa hann ætti að nota. Teikningarnar fóru síðan heim með nemendum og heima áttu þeir að búa til pródótýpu af bílum sínum úr pappa. Við tók mjög metnaðarfullar smíðar á pappabílum og nemendur nýttu hin ýmsu efni við gerðina, t.d. gúmmídekk, pappakassa af gosdrykkjarrútum, legókubba, smápeninga, klósettpappírsrúllur og ljós er ganga fyrir rafhlöðum. Glæsilegir pappabílar skiluðu sér svo í skólann og voru þeir af öllum stærðum og gerðum. Augljóst var að nemendur höfðu lagt mikinn metnað í gerð bílanna og voru það stoltir eigendur sem kynntu sinn bíl fyrir bekknum. Verkefninu var svo lokað með rallýbílakeppni þar sem keppt var í riðlum þar til sigurvegarinn var fundinn. Nemendur og kennarar nutu sín í verkefninu og hlakka til að takast á við næsta spennandi verkefni.

SMT reglur mánaðarins

Vettvangsferðir, rútur og skólabílar


Vettfangsferðir

Ábyrgð

  • Verum góðir hlustendur.


Virðing

  • Verum prúð.
  • Réttum upp hönd ef við þurfum að spyrja.


Rútur og skólabílar:


Ábyrgð

  • Spennum beltin.
  • Sitjum kyrr.
  • Höldum hópinn.
  • Pössum eigur okkar.
  • Skólareglur gilda.


Virðing

  • Bíðum í röð og göngum vel um.