Jákvæður agi á Íslandi
Fréttaskot febrúar 2022
Kæru félagsmenn!
Það er gaman að segja frá því að nú er handbókin fyrir leikskólann komin út (sjá hér neðar) og vonir standa til að ný handbók fyrir grunnskólastigið komi einnig út fyrir vorið.
Alltaf bætist í hóp þeirra skóla sem nýta sér Jákvæðan aga í skólastarfinu og telst okkur nú til að þeir séu orðnir 40 talsins hér á landi. Jafnframt fjölgar félagsmönnum í samtökunum okkar og eru þeir nú komnir vel yfir hundraðið. Við erum því bjartsýn á framtíðina og hlökkum til að halda áfram að vinna að framgangi Jákvæðs aga hér á landi.
Innheimta félagsgjalda
Handbók fyrir leikskólastig er komin út

Námskeið framundan
Tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga verður haldið í Reykjavík dagana 5.-6. maí nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..
Tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga verður haldið á Akureyri dagana 1.-2. september nk. Smellið til að fá nánari upplýsingar..