Fréttabréf Naustaskóla

4.tbl. 11.árgangur 2020 maí.

Kæra skólasamfélag

Síðustu vikur hafa verið mjög sérstakar i skólasamfélaginu þar sem starfsfólk, nemendur og foreldrar hafa tekist á við einstaka tíma. Allir hafa staðið sig mjög vel en eru nú líklega farnir að bíða eftir því að dagleg rútína hefjist aftur. Nú líður að afléttingu takmarkana á skólastarfi. Frá og með mánudeginum 4.maí nk. munu grunnskólar hefja starf aftur með hefðbundnum hætti og almenn skólaskylda tekur gildi. Nemendur í Naustaskóla munu mæta eldhressir í skólann 5. maí eftir starfsdag 4.maí. Áfram verða þó í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa að hreinlæti og sótthreinsun. Fjöldatakmarkanir í nemendahópum verða ekki lengur í gildi og nemendur geta óhindrað notað sameiginleg svæði, s.s. útisvæði og mötuneyti. Fjöldatakmarkanir gilda þó um fullorðna sem starfa í skólanum og því þurfa þeir að gæta að 2 metra fjarlæg og huga að hámarksfjölda í rými sem miðast við 50 einstaklinga. Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennar samkomur út þetta skólaár vegna þess að gestakomur og heimsóknir foreldra eru ekki leyfðar í maí. Við í Naustaskóla munum fara eftir þessum tilmælum. Við hlökkum öll til að takast aftur á við hefðbundið skólastarf án takmarkana núna strax eftir næstu helgi.


Kær kveðja

stjórnendur Naustaskóla

Big picture

Á döfinni í maí

1. maí - Verkalýðsdagurinn (allt lokað)

4. maí - Starfsdagur (frístund lokuð)

12.-15. maí - Grunnskólamótið í frjálsum 4.-7.bekk

15. maí - Dótadagur 1.- 5. bekkjar

21. maí - Uppstigningardagur (allt lokað)

22. maí - Starfsdagur (frístund opin)

25-27. maí - Skólaferðalag 10.bekkjar


28.maí - Unicef hlaupið

2. - 3. júní. - Vorþemadagar

Unicef hlaupið 28. maí

Fimmtudaginn 28. maí munu nemendur Naustaskóla hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir Unicef líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Við biðjum ykkur að taka vel á móti nemendum í leit að áheitum. Gefin hafa verið út myndbönd í tengslum við daginn sem fjalla um lofstlagsbreytingar og áhrif þeirra á réttindi barna og hvetjum við nemendur og foreldra til að kynna sér það.

Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=E1xkXZs0cAQ

Heimasíða Unicef: https://unicef.is/

Skólaslit 5. júní

Enn er óljóst hvernig skólaslit verða framkvæmd í lok skólaársins. Við munum láta ykkur vita um leið og ákveðið hefur verið með skólaslitin.

Ganga vel frá hjólum og hlaupahjólum

Nú er aldeilis vor í lofti og margir nemendur koma á hjóli í skólann sem er mjög jákvætt. Við hvetjum alla til að hafa lása á hjólunum og ganga vel frá þeim fyrir utan skólann þegar þau mæta. Einnig höfum við verið aðeins vör við það að einhverjir fingralangir hafa verið að taka verðmæti sem aðrir eiga.

Tími til að lesa

Við í Naustaskóla höfum verið að vinna mikið með lestur og lesskilning í vetur og viljum við hvetja nemendur til að vera duglegir að lesa heima. Einnig minnum við á mikilvægi foreldra og annarra fjölskyldumeðlima við að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum. Því er kjörið að fjölskyldur taki höndum saman, virki keppnisskapið og skrái sig til leiks í verkefnið Tími til að lesa.https://timitiladlesa.is/

Big picture