Skólastarfið framundan

20. - 23. október

Kæru nemendur

Nú er búið að framlengja sóttvarnaraðgerðir um skólahald til 10. nóvember. Það þýðir að fyrirkomulag hjá okkur verður áfram eins og það var vikuna fyrir haustfrí. Eina breytingin er sú að í stað 1m reglu gildir nú 2m regla um land allt. Áfram verður grímuskylda fyrir alla sem koma í skólahúsnæðið.

Kennsla nýnema

Kennsla nýnema í bóknámi fer að mestu fram á Teams og Moodle. Kennarar í hverjum áfanga láta vita í upphafi viku hvernig kennslunni verður háttað. Athugið að í kennslustundir á Teams er skyldumæting.


Kennsla í NÁSS (náms- og starfsfræðslu) fer fram í skólahúsnæðinu skv. stundatöflu og á Teams fyrir þá nemendur sem búa utan Ísafjarðar. Áfram verður verður boðið upp á vinnustofur í bóklegum tímum, bæði í skólahúsnæðinu og á Teams. Í vinnustofurnar mæta nýnemakennarar og aðstoða nýnema við námið. Athugið að mæta beint í þá stofu sem fram kemur á myndinni hér fyrir neðan.


Kennsla nýnema í verknámi fer þannig fram að verklegir áfangar verða kenndir skv. stundatöflu en bóklegir áfangar verða að mestu á Teams og Moodle. Nemendur í verknámi mæta í NÁSS1NN03 á Teams og sömuleiðis vinnustofur. Verknámsnemar eru hvattir til að mæta í þær vinnustofur sem þeir geta.

Big picture

Kennsla eldri nemenda í bóknámi

Kennsla eldri nemenda fer að langmestu leyti fram í fjarnámi, á Teams og Moodle. Kennarar í hverjum áfanga láta vita í upphafi viku hvernig kennslunni verður háttað. Athugið að í kennslustundir á Teams er skyldumæting.


Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Eru það nemendur í eftirtöldum áföngum:

  • EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
  • KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari Einar Þór Gunnlaugsson
  • SJÓN1LF05 stofa 10-12, kennari Bryndís G. Björgvinsdóttir
  • TEIK1VB05 stofa 10-12, kennari Bryndís G. Björgvinsdóttir
  • TÓNL1HS05 stofa 8, kennari Andri Pétur Þrastarson

Kennsla á starfsbraut

Kennsla á starfsbraut verður skv. stundatöflu.

Kennsla í verknámi

Allir verklegir áfangar verða kenndir skv. stundatöflu. Bóklegir áfangar verða kenndir í fjarnámi á Teams og í Moodle.
Big picture
Valfundur nemenda fimmtudaginn 22. október kl. 11.05

Allir dagskólanemendur er hvattir til að mæta á þennan fund um val fyrir vorönn 2021.

Nemendaþjónusta

Þjónusta við nemendur er með sama sniði og verið hefur. Nemendur geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra hér.


Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa með allt sem snýr að náminu.

Mötuneytið lokað

Mötuneyti skólans verður áfram lokað nema fyrir íbúa heimavistar.

Ekki koma veik/ur í skólann

Nemendur sem eiga að mæta í kennslu í skólahúsnæðið mega alls ekki mæta ef þeir finna einhver flensulík einkenni, sama hversu lítil þau eru. Hafðu þá samband við heilsugæsluna s. 450 4500 og fáðu að fara í sýnatöku. Veikindi skal tilkynna eins og áður í gegnumINNU eða á netfangið misa@misa.is Nemendur sem þurfa að fara í sóttkví eða einangrun þurfa að tilkynna um það á netfangið misa@misa.is

Maskaskylda er í öllum kennslustundum í skólahúsnæði, bæði hjá nemendum og starfsfólki.


Fyrir nemendur sem mæta í kennslu í skólahúsnæðið gildir áfram að huga að almennum sóttvörnum, spritta sig við innkomu og kennslustofur verða sótthreinsaðar eftir kennslustundir.

Office 365 leiðbeiningar

Hér má finna allar helstu leiðbeiningar um Office 365, s.s. Teams o.fl.

Snara orðabók

Nemendur hafa aðgang að veforðabókinni snara.is í húsnæði skólans.

Nemendur Menntaskólans á Ísafirði geta keypt ársaðgang að Snöru heimavið á 990 kr.


www.snara.is