Samspil 2015

Fréttabréf 6. tbl. 1. árg.

Framtíð Samspils 2015

Vonandi eru allir frískir og í fullu fjöri nú í upphafi nýs árs og tilbúnir til að taka þátt í endaspretti SAMspils 2015.


Framundan eru:

 • Vefmálstofa: "Framtíðin sem við viljum: Hlutvirkjar og tæknimöguleikar." Tryggvi Thayer stýrir henni fimmtudaginn 11. febrúar kl. 16:15-17:30
  Hvernig notum við upplýsingar um tækniþróun og -nýjungar til að móta skólastarf?"
 • Lokaviðburður Samspils 2015. Hönnunarsmiðja um framtíð Samspils 2015. Laugardaginn 5. mars kl. 10:00-15:00. Smiðjan verður haldin á fjórum stöðum á landinu þ.e. Reykjavík, Akureyri, Bolungarvík og Egilsstöðum.


Nánari staðsetningar auglýstar síðar.


Smelltu hér til að skrá þig á hönnunarsmiðju.


Ákveðið var að halda hönnunarsmiðjuna á laugardegi til að gefa fólki alls staðar af möguleika á að koma og taka þátt. Þátttaka er ókeypis og boðið verður upp á staðgóðan hádegisverð.

Nánari lýsing á hönnunarsmiðju er hér fyrir neðan.

Lokaviðburður Samspils 2015

Fyrir einu ári lögðum við saman í flakk sem við höfum kallað Samspil 2015, til að fræðast saman um möguleika upplýsingatækni í námi og kennslu. Áður en Samspili 2015 lýkur viljum við, sem höfum leitt verkefnið, bjóða ykkur til lokahófs þar sem við munum velta fyrir okkur hvernig við getum nýtt það sem hefur áunnist til að hver og einn þátttakandi geti skapað sjálfbæran vettvang til áframhaldandi starfsþróunnar.


Í Útspilinu, vefmálstofum og samræðum Samspilara á samfélagsmiðlum, hefur mikið verið rætt um tækniþróun og hvernig örar breytingar hafa, og munu hafa, áhrif á nám og kennslu. Því er mikilvægt að halda þeim dampi sem hefur skapast í kringum Samspil til að tryggja öfluga miðlun upplýsinga, þekkingar og reynslu. Í hönnunarsmiðjunni ætlum við að fá fram skapandi hugmyndir frá okkur sem höfum tekið þátt um hvernig best er að fara að því að halda dampi.


Við ætlum því í lokaviðburðinum að bjóða ykkur að hanna með okkur mögulegar útfærslur fyrir framhald Samspils í svokallaðri hönnunarsmiðju (http://menntamidja.is/blog/2013/11/11/hvad-er-honnunarsmidja/). Meginmarkmið hönnunarsmiðju er að skapa frjóan vettvang þar sem þátttakendur greina og móta umræður um sameiginleg viðfangsefni. Notaðar eru aðferðir sem eiga rætur í hönnunargreinum, e.o. vöruþróun og arkitektúr, sem miða að því að virkja sköpunarkraftinn sem býr í fjölbreytni þátttakenda.


Hönnunarnálgun, eða “design thinking” e.o. hún er kölluð á ensku, er lausnamiðað ferli þar sem sérstaklega er tekið tillit til heildræns samhengis viðfangsefnisins, s.s. umhverfi, sjálfbærni, og ekki síst reynslu þeirra sem viðfangsefnið snertir. Leitast er við að nota skapandi aðferðir til að varpa nýju ljósi á viðfangsefnið. Algengt er að þátttakendur beiti líkingum, hlutverkaleikjum, noti myndræna framsetningu, o.m.fl. til að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt.


Hönnunarnálgunin hefur gefið góða raun í margvíslegum verkefnum sem spanna allt frá þróun nýrra vara og þjónustu til stefnumótunar og jafnvel mótunar nýrra kennsluaðferða í skólum. Tíðnefnt dæmi um velheppnaða hönnunarnálgun er þróun Apple á notendavænum heimilistölvum á níunda áratug síðustu aldar.


Á hönnunarsmiðju MenntaMiðju og UT-torgs munu þátttakendur velta fyrir sér hvernig hægt er að víkka út það samfélag sem hefur myndast í kringum Samspil 2015 og stuðla að áframhaldandi miðlun upplýsinga. Þátttakendum verður skipt í hópa og hver hópur tekst á við “hönnunaráskoranir” tengd viðfangsefninu.


Hönnunarnálgunin byggist á þrennu:

 • að tekið sé tillit til tilfinningalegra áhrifa áskorana á þá sem þær snerta,
 • að leitað sé nýstárlegra og skapandi lausna,
 • og að greiningar- og hönnunarferli ráðist af skynsemi.


Ferli hönnunarsmiðju:

 1. Að greina áskorunina.
 2. Sköpun.
 3. Útfærslur og prófanir.
 4. Að lokum eru bestu hugmyndirnar kynntar öðrum hópum og þær ræddar.

Skráning á virkni og þátttöku

Einn liðurinn í Samspili 2015 er að halda skrá yfir virkni og þátttöku svo mögulegt verði að fá námskeiðið metið. Við höfum útbúið skráningareyðublað í Google til að einfalda málið. Það eina sem þú þarft að gera er að haka við nokkur fyrirfram ákveðin atriði eftir því sem við á. Nýtt eyðublað verður útbúið fyrir hvern mánuð.


Skráningareyðublað er að finna á eftirfarandi slóð:

Vefmálstofur og samfélagsmiðlar

Haldnar hafa verið 12 vefmálstofur og má finna upptökur af þeim er á vef verkefnisins. Þema febrúarmánaðar er "Næstu skref og framtíðin" og verður vefmálstofa haldin fimmtudaginn 11. febrúar. "Stofan" opnar kl. 16:15, við byrjum kl. 16:30 og verðum til kl. 17:30.


Slóðin verður birt á facebooksíðu hópsins einnig verður hún send þátttakendum í tölvupósti.


Fyrri málstofur


Facebookhópurinn okkar er mjög virkur og fróðlegt er að fylgjast með umræðunni sem fram fer þar. Við hvetjum þátttakendur til að vera virkir á samfélagsmiðlunum, pinna á sameiginlega Pinterestborðið, nota #samspil2015 og #menntaspjall umræðumerkin á Twitter og Instagram. Sjá yfirlit yfir virkni #samspil2015 á Tagboard.

Big image