Puppet Pals

Krógaból

Puppet Pals í málrækt og sköpun


Frábært app í skapandi vinnu og málrækt.


Puppet Pals er sniðugt forrit sem hægt er að nota til að leika sér með málið, búa til sögur og leikrit. Sögumaðurinn velur persónur úr myndasafni appsins eða býr þær til sjálfur og tekur af þeim myndir. Einnig er hægt að velja eða búa til bakgrunna. Að því búnu dregur sögumaðurinn persónurnar inn á leiksviðið og segir frá. Mjög einfalt í notkun.


Börnin geta t.d. tekið myndir af sjálfum sér, vinum sínum, foreldrum og kennurum og notað í sögurnar. Einnig geta þau teiknað eða föndrað persónur og bakgrunna. Hægt er að nota myndir úr myndasafni spjaldtölvunnar og hafa margir gaman af að sækja myndir af átrúnaðargoðum á netið (t.d. fótboltamönnum, teiknimyndapersónum eða ofurhetjum) og bæta inn í sögurnar.


Í Puppet Pals er unnið með orðaforða, framsögn, endursögn og málvitund. Einnig læra börnin hugtök tengd sögugerð og læra að byggja upp sögur.


Forritið er frítt í grunninn en við mælum með því að kaupa Director´s Cut viðbótina á appið. Það kostar lítið og eykur möguleikana mikið.

Big image

SöguborÐ og söguvegir


Hægt er að vinna á margvíslegan hátt með appið. Þegar börnin eru búin að læra hvernig það virkar og farin að prófa sig áfram er sniðugt að þróa vinnuna lengra og búa til söguborð eða söguveg með þeim. Söguborðið virkar þannig að börnin teikna upp söguna gróflega, ákveða hvað á að gerast og hvaða bakgrunnur og persónur eiga að vera til staðar í hverri senu.

Big image

AuÐvelt aÐ deila meÐ öÐrum


Það er gaman að fá að horfa á það sem maður hefur búið til og jafnvel sýna öðrum. Það er skemmtilegt að bjóða deildinni, hópnum, bekknum, foreldrum eða öðrum að koma í bíó þegar búið er að fullvinna myndband í Puppet pals.


Í appinu er hægt að geyma sögur eða vista þær í myndasafn Ipadsins en þaðan er svo hægt að deila myndböndunum áfram.

Maja maríuhæna

https://youtu.be/ys3Z2HjfHHw
Hér má sjá myndband sem börnin á Krógabóli gerðu um Maju maríuhænu í Puppet Pals HD. Þau röðuðu saman bakgrunninum sjálf og fundu alla leikmuni sem þurfti til þess að segja söguna á bak við sönglagið.

Gilitrutt

https://youtu.be/Kjd_hg4tA1c
Hér er dæmi um verkefni þar sem allur bakgrunnur sögunnar, persónur og leikmunir voru teiknaðir af börnunum.

Hvernig er hægt að nota Puppet Pals HD í leikskólanum?


Ævintýri, barnabækur, vísur, þulur og sönglög
Á Krógabóli höfum við unnið mikið með Puppet Pals út frá barnabókum, sönglögum og þjóðsögum. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna. Börnin hafa bæði búið til eigin sögur og endursagt sögurnar sem við erum að vinna með. Stundum verður til skemmtileg blanda af þessu tvennu. Mikil vinna liggur á bak við hvert myndband, þar sem börnin hafa hannað og búið til allt frá grunni, oft notum við efnivið á borð við einingakubba til að búa til bakgrunna eða málum. Persónur og leikmunir hafa verið búnir til úr alls kyns efniviði, bæði í tví- og þrívídd. Frábær leið til að vinna með málið og þá sérstaklega skilning, framsögn, ritun, miðlun og orðaforða á skapandi hátt.


Þemaverkefni
Puppet Pals er flott til að nota með hvers kyns þemaverkefnum. Börnin geta búið til persónur og hluti sem tengjast þemanu eða tekið myndir og klippt út og gert sögur og frásagnir út frá því.


Skáldsögur
Hægt að búa til nýjar sögur og ævintýri úr frá eigin brjósti. Gaman að leyfa börnunum að teikna og skapa persónur í leik og borðvinnu og gefa svo tíma í að mynda þær og setja inn í Ipadinn. Þannig verður til myndasafn með persónum barnanna sem þau geta notað til að búa til alls kyns sögur og ævintýri.


Fræðslumyndband
Hægt að búa til fræðslumyndbönd, þar sem persónurnar segja ákveðna sögu eða koma einhverju á framfæri, væri t.d. hægt að gera í tannverndarviku, í tengslum við uppákomur og tyllidaga o.s.frv.


Félagshæfnisögur
Sögur sem kenna hvernig á að gera eitthvað eða takast á við ákveðnar aðstæður.


Kennarar
Kennarar geta búið til efni sem tengist því sem þeir eru að gera, t.d. sett þulur eða sönglög upp á myndrænan hátt. Búið til stafrænar loðtöflusögur eða stutt myndbönd til að kenna reglur eða annað á skemmtilegan hátt.


Tækifæriskort, boðskort o.þ.h.
Kort til foreldra eða frá leikskólanum. Boðskort, jólakort, afmæliskort o.þ.h.

Kennslumyndbönd frá Fjólu Þorvaldsdóttur, leikskólakennara í Kópavogi

https://youtu.be/gQrQSNf0rVg
https://youtu.be/-jgiYSlTKDk

Puppet Pals 2


Puppet Pals II er skemmtilegt forrit til æfa sögugerð og framsögn. Hægt að velja sögusvið og persónur, setja inn ýmis farartæki og tónlist. Sögumaðurinn leikur leikritið, hann les inn á, hreyfir sögupersónurnar, getur breytt sögusviðinu og látið persónurnar ferðast um tíma og rúm. Einfalt í notkun.


Í Puppet Pals II er ekki hægt að klippa inn hluti og persónur í heilu lagi eins og í Puppet Pals HD en í staðinn kemur er möguleiki á að klippa út höfuð af ljósmyndum og festa á teiknimyndabúk. Hægt er að láta persónurnar tala (hreyfa munn) og hreyfa útlimi.

Í Puppet Pals II er hægt að velja ýmis farartæki og bæta inn í sögurnar. Einnig er hægt að velja bakgrunna fyrir sögurnar, eins og t.d. geiminn, villta vestrið, hallargarð o.s.frv. Bakgrunnarnir í Puppet Pals II eru flæðandi og því er hægt að láta persónurnar fara um stærra svæði en í Puppet Pals HD. Í Puppet Pals II er einnig boðið upp á bakgrunnstónlist.


Sögurnar eru vistaðar sem myndbönd sem auðvelt er að deila á stafrænu formi.

Puppet Pals II er skemmtilegt app til að leika sér í og búa til sögur og ævintýri. Að setja höfuðið á sjálfum sér á teiknimyndabúk og persónuna inn í hina ýmsu heima getur vakið mikla kátínu hjá krökkunum. Þau hafa líka gaman af farartækjunum sem hægt er að setja í gang með tilheyrandi hljóðum.


Appið býður ekki upp á eins mikla möguleika til að setja eigin sköpunarverk inn í sögurnar eins og Puppet Pals HD. Bakgrunnarnir í Puppet Pals 2 eru mjög skemmtilegir og lifandi en það er ekki hægt að bæta inn nýjum bakgrunnum.

Hvers vegna Puppet Pals í leikskólastarfi?


Puppet Pals er frábært forrit til að nota í málörvun og skapandi vinnu með öllum aldurshópum. Hægt að vinna með orðaforða, framsögn, skilning, sögugerð, sköpun og fínhreyfingar svo eitthvað sé nefnt. Auðvelt að tengja við myndlistar- og tónlistarverkefni. Flott í hvers kyns þemaverkefnum og sérkennslu.Við mælum með þessu forriti í alla skóla.