Fréttabréf Grænna skrefa

Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.

FRÆÐSLA

Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 09-10 verður fræðsla um Græn skref á aðventunni. Fræðslan er opin öllum og fer fram á Teams en æskilegt er samt að skrá sig á Fræðslutorginu því þá verður ykkur sendur linkur á fræðsluna.


Námskeiðið er opið öllum starfsmönnum Reykjavíkurborgar.


Námskeiðslýsingin:

Ert þú meðal þeirra sem vilja gera betur í umhverfismálum, en vantar hugmyndir og hvatningu? Hvað með jólin og aðventuna, er hægt að gera þau grænni? Já, við getum öll lagt okkar af mörkum með smáum skrefum og það er skemmtilegt að finna nýjar og nýjar leiðir til þess að vera umhverfisvænni.

Hildur mun fara yfir það hvað þú getur gert í þínu daglega lífi og hvernig hægt sé að vera umhverfisvænni á aðventunni án þess að skerða hátíðleikann. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað!

Big picture

ÞAÐ SEM EKKI SÉST - HVAÐ VEGUR ÞÍN NEYSLA Í RAUN?

Evrópsk nýtnivika stendur yfir dagana 21.-29. nóvember.

Markmið Evrópskrar nýtniviku er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Þema þessa árs er "Það sem ekki sést", en hverri framleiddri vöru fylgir úrgangur og mengun sem neytendur eru ekki alltaf meðvitaðir um.

Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg munu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í tengslum við Nýtnivikuna og eru fyrirtæki, stofnanir og almenningur hvött til þess að nýta vikuna til að fræðast um úrgangsmál og jafnvel skipuleggja sína eigin viðburði.


Smellið einu Like-i á Facebook síðu Nýtnivikunnar, www.facebook.com/nytnivikan, til þess að missa ekki af viðburðum.

Netfyrirlestrar verða í boði frá mánudeginum í hádeginu. Dagskráin er ekki alveg fullgerð en eftirfarandi erindi eru þó staðfest:

Mánudagur 23.11. Jukka Heinonen, prófessor við HÍ, verður með fyrirlestur á ensku sem heitir Out of sight, out of mind: the outsourced global warming impact of Iceland.

Þriðjudagur 24.11. Hrefna Björg Gylfadóttir með fyrirlestur sem heitir Að lifa í samræmi við gildin okkar.