Menntabúðir 14. ágúst 2019

#snjalltskolastarf #menntabudir #menntaspjall #uttorg

Staðsetning: Stofa H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð

Hvenær: Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 kl. 15:00-17:00

Samstarfsaðilar: Samtök áhugafólks um skólaþróun, RANNUM, Reykjavíkurborg og Upplýsingatæknitorg


Menntabúðirnar eru loka viðburður ráðstefnunnar "Snjallt skólastarf" sem er þema dagsins.


Skráning fyrir kynningar er á eftirfarandi vefslóð:


Skráning: https://forms.gle/NJEJUFpYNzBHMaSc7


Dagskrá:


 1. Nýsköpunarmiðja menntamála - Reykjavíkurborg: Tæknikistur leikskóla og snjall búnaður úr Búnaðarbankanum
 2. ClassVR sýndarveruleiki: Óskar Birgisson
 3. eTwinning - þátttakendur skrá sig á vefinn og kynna sér hann og finna jafnvel námskeið eða samstarfsaðila til að vinna með: Kolbrún Svala Hjaltadóttir og Rósa Harðardóttir
 4. Flipgrid, verkfæri Google, Twitter í starfsþróun og fleira. Sjá: barabyrja.is: Ingileif Ástvaldsdóttir
 5. Moodle: Ágúst Tómasson
 6. Seesaw - rafrænar námsferilsmöppur: Bergþóra Þórhallsdóttir
 7. Staðsetning kennara skiptir engu máli heldur aðferðirnar! Fjarkennari með fjar- og staðnemendur getur verið nærverandi ef hann er snjall: Valgerður Ósk Einarsdóttir
 8. VEXA - Rafleiðni og ýmis rafmagnsverkefni: Hildur Rudolfsdóttir
 9. Classcraft: Gréta Pálín Kortsen Pálsdóttir
 10. Hreint haf - Nemendamiðað umbreytandi námsefni á formi rafbókar: Margrét Hugadóttir
 11. Makey Makey - Skema, Eyþór Máni Steinarsson
 12. Fjölþætt verkefni í bókmenntum (ensku og íslensku á unglingastigi): Klemenz Bjarki Gunnarsson

Hvað eru menntabúðir?

Menntabúðir (e. EduCamp) er óformleg jafningjafræðsla. Þær stuðla að aukinni umræðu á milli skólastiga og eflingu tengslanets þátttakenda sem miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum.


Settar eru upp nokkrar stöðvar með fjölbreyttum kynningum og eru þátttakendur beðnir um að koma með framlag/kynningu í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, smáforriti, varpað fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.


Í stuttu máli "Lærum saman og deilum með öðrum".


Ekki er ætlast til að allir komið með framlag til búðanna en gert er ráð fyrir virkri þátttöku með því að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga. #snjallskolastarf #menntabudir #menntabudir #uttorg


Hlökkum til að sjá ykkur.