Gagnlegar upplýsingar

ýmsar gagnlegar heimasíður fyrir nám heima.

Kæru foreldrar og forráðamenn

Í þessu litla fréttabréfi langar mig að benda ykkur á gagnlegar heimasíður sem þið getið nýtt til að halda börnunum ykkar við efnið á þessum skrýtnu tímum sem við erum að upplifa.


Mörg fyrirtæki eru að gefa frían aðgang að efnisveitum og heimasíðum á meðan við göngum í gegnum þessa tíma.


Endilega skoðið það sem er í boði og sjáið hvort það sé ekki eitthvað sem þið getið nýtt ykkur.


Bestu kveðjur

Þórunn Jónasdóttir

Skólastjóri Hörðuvallaskóla

Aðgangur nemenda að Snöru og skólavefnum.

Nemendur í 5.-10.bekk hafa nú aðgang að www.snara.is með því að skrá sig með skólanetfangi.


Allir nemendur skólans hafa aðgang að skólavefnum eins og þeir væru í skólanum og hafa aðgangs og lykilorð verið send í tölvupósti til foreldra.

Hörðuvallaskóli

Hér að neðan eru upplýsingar um heimasíðu skólans, netfang og símanúmer.

Gagnlegar síður

Nú sem aldrei fyrr en mikilvægt að reyna eins og kostur er að halda rútínu með börnunum og langar okkur að benda ykkur á gagnlegar síður sem þið getið notað með börnunum ykkar. Margir hafa gefið frían aðgang að vefum sínum og kunnum við svo sannarlega að meta það. Endilega skoðið hvað er í boði.


Hér að neðan eru linkar á síður þar sem höfundar lesa uppúr bókum sínum en einnig eru þarna hljóðbækur sem hægt er að hlusta á.