Setbergsannáll
Fréttir af skólastarfi febrúar 2023
Fréttir af skólastarfi febrúar 2023
Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Setbergsskóla.
Nóg er að gera hjá okkur í Setbergsskóla og nýlega fengum við viðurkenningu frá embætti landlæknis um að vera heilsueflandi grunnskóli. Áhersluþættir verkefnisins eru: nemendur, mataræði/tannheilsa, lífsleikni, heimili, nærsamfélag, hreyfing/öryggi, geðrækt og starfsfólk.
Starfsfólk fékk fræðslu frá embættinu 2. janúar á fyrsta skipulagsdegi ársins 2023. Í kjölfarið unnum við í hópum þar sem starfsfólk rýndi í hvað gert er innan skólans nú þegar, tengt efninu, og hvar þarf að bæta í. Margar góðar hugmyndir komu fram, t.d. breytingar á frímínútum, nýta nærumhverfi meira, hvetja til aukinnar hreyfingar og fjölbreytts mataræðis. Teymið Heilsueflandi grunnskóli mun vinna úr gögnum frá hópunum og í kjölfarið verður fundað með fulltrúum nemenda og þeirra hugmyndir reifaðar. Þetta verkefni samþættar ýmislegt annað sem við vinnum að innan skólans, m.a. SMT-skólafærni, Olweusarverkefnið, ART og KVAN en allt eru þetta verkefni sem styðja við félagsfærni og bætta líðan nemenda.
Í þessum annál gefum við ykkur innsýn í það fjölbreytta og öfluga starf sem á sér stað innan skólans. Starfsmannahópurinn er einstaklega samstilltur og samhuga um að efla færni nemenda á öllum sviðum. Vel heppnað lestrarátak, Stóra upplestrarkeppnin, Vinaliðaverkefnið, tónleikar á sal í samstarfi við Tónlistarskólann og margt fleira hafa verið á döfinni upp á síðkastið að ógleymdum samtalsdegi sem veitir alltaf miklar upplýsingar um það sem vel er gert og það sem má bæta í skólastarfinu.
Um leið og við þökkum ykkur fyrir gott og uppbyggilegt samstarf það sem af er þessu skólaári viljum við óska ykkur öllum ánægjulegra daga í vetrarleyfinu. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og hvetjum ykkur til að vera í sambandi við okkur eftir því sem þörf er á.
María Pálmadóttir, skólastjóri
Margrét Ólöf Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Öskudagur og glaðningur frá foreldrafélagi Setbergsskóla
Foreldrafélagið gefur öllum nemendum Setbergsskóla glaðning á öskudag. Nokkrar stelpur í 7. bekk tóku að sér að setja í pokana og gera klárt fyrir öskudaginn. Við þökkum stjórn foreldrafélagsins fyrir gott samstarf og hlýhug. Þetta hittir beint í mark.
Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar í Setbergsskóla
Af popplestrarspretti
Flæðandi læsispopp
Nemendur og starfsfólk tóku virkan þátt í popplestrarsprettinum og flæddu lestrarpoppin um veggi og ganga. Nemendur og starfsfólk bar saman bækur sínar og deildu hugmyndum að skemmtilegu og fróðlegu lesefni.
Nemendur stóðu sig sérstaklega vel í þessu verkefni og hafa heimilin væntanlega orðið vör við lestraráhugann og hann smitaði heimilisfólk að lesa sér til ánægju og yndisauka. Það er hvati fyrir krakkana að eiga góðar lestrarfyrirmyndir því lestur eykur orðaforða, lesskilning og lesfimi. Eins og fram hefur komið þá er tilgangur með lestarátaki að ýta undir áhuga nemenda á lestri og bæta þá þætti sem hér hafa verið nefndir.
Áfram með smjörið
Með lestrarleik eins og popplestri er björninn ekki unninn því það er svo margt annað sem við gerum til að auka hæfni í lestri. Krefst það starf samvinnu heimilis og skóla. Lesum fyrir krakkana, hvetjum þau til að lesa, hlustum á þau, spyrjum út úr, leikum okkur með málið, skrifum sögur, færum í dagbækur, lærum og lesum ljóð og hvað annað sem okkur dettur í hug. Eitt er víst að við höldum áfram að lesa og hvetja okkar frábæru krakka til dáða.

Unglingadeildin Bergi
Popplestarátakið vakti mikla hrifningu og nemendur og starfsfólk festu poppmiðana á vegginn fyrir framan bókasafnið. Poppmiðarnir voru í ólíkum litum eftir stigum, yngsta stig notaði fjólubláa poppmiða, miðstig græna, unglingastigið gula og starfsfólkið bleika.
Nemendur í unglingadeildinni í Bergi tóku að sér það skemmtilega verkefni að taka poppmiðana niður af veggnum við bókasafnið í lok lestarátaksins, flokka miðana og telja eftir litum. Loks voru niðurstöður settar upp í stigatöflu til að sjá hvaða hópur hafði lesið flestar mínútur í lestrarátakinu.
Fær talningahópurinn bestu þakkir fyrir velunnin störf.
Tónleikar á sal
Áheyrendur sýndu listafólkinu og sjálfum sér virðingu með því að hlusta af andugt og klappa fallega eftir hvert atriði.
SMT - breytingar á reglukennslu
Breyting hefur verið gerð á skipulagi reglukennslu í skólanum. Fram til þessa hefur SMT teymi skólans unnið kennsluáætlanir sem allir hafa farið eftir en frá áramótum munu kennararnir velja þær reglur sem áhersla verður lögð á. Það getur verið misjafnt eftir árgöngum að hvaða reglum þarf að einbeita sér. Skólar í Hafnarfirði hafa margir valið þessa leið og hefur gefist vel. Í regulegum tölvupóstum sem umsjónarkennarar senda heim mun koma fram að hvaða reglum unnið er með nemendum í hvert sinn. Það auðveldar okkur að vinna saman og fylgja eftir góðri og fallegri framkomu nemenda við hvert annað sem og starfsfólk skólans.
Geislar
- Blár einstaklingsgeisli - gildir 1 stig
- Grænn hópgeisli - gildir 5 stig
Vinaliðaverkefnið
Leiðsagnarnám og vaxandi hugarfar
Námsveggir rísa í skólastofum Setbergsskóla
Í vetur hafa kennarar komið upp námsveggjum í skólastofum. Námsveggir gegna mikilvægu hlutverki sem námsstoðir og er ætlað að stuðla að sjálfstæði nemenda.
Á námsveggjunum eru upplýsingar tengdar þeim viðfangsefnum sem unnið er að hverju sinni. Margir nemendur eru orðnir mjög leiknir í að nýta sér þessar bjargir.
Í yngri deildinni hefur verið áhersla á að þjálfa námsvini en í því felst að nemendur læra að ræða saman um námið og skipuleggja saman. Þannig auka þeir í sameining gæði náms.
Við marga námsveggi eru svokölluð fyrirmyndaverkefni en þau eiga að leiðbeina nemendum í ferlinu.
Vaxandi hugarfar er ein af meginstoðum leiðsagnarnáms. Í því felst að hafa trú á eigin getu, mistök eru leyfileg og mikilvægt er að nemendur temji sér seiglu og þrautseigju í námi.
S:\Leiðsagnarnám\Fyrirmyndaverkefni\5. bekkur\stærðfræði\form í rúmfræði 2.jpg

Spjaldtölvur
Eins og væntanlega flest ykkar hafa tekið eftir hafa spjöld nemenda og starfsmanna ekki verið í notkun í þó nokkurn tíma. UT deildarstjórar í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa unnið hörðum höndum að því að koma spjöldunum inn í nýtt stjórnkerfi. Nýja kerfið kallast Jamf og er hannað í kringum skólastarf og iOs tæki. Það er einstaklega gaman að taka þátt í þessu verkefni sem hefur verið mikil vinna og við viljum fylgja því sem best úr hlaði.
Helsta breytingin við nýja kerfið snýr að notkunarmöguleikum kennara við að stýra kennslustundum betur. Foreldrar munu einnig fá tækifæri síðar í vetur við að koma að stjórn tækja barna sinna og einnig verður hugað vel að netöryggi okkar allra. Fyrir mig sem vinn bak við tjöldin er gaman að fá verkfæri sem býður upp á svona mikla valkosti fyrir alla. Ég hlakka til að þróa þetta áfram með ykkur öllum.
Kær kveðja,
Hjördís Ýrr, UT deildarstjóri og kennsluráðgjafi Setbergsskóla
Leiðarljós Setbergsskóla: VIRÐING - VÍÐSÝNI - VELLÍÐAN
Virðing
Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum, skólanum okkar, landinu, náttúrunni og umhverfinu.
Víðsýni
Við erum forvitin og fróðleiksfús og leitum okkur upplýsinga á gagnrýnin hátt. Við sýnum umburðarlyndi gagnvart fólki, hugmyndum og samfélögum.
Vellíðan
Við stuðlum að vellíðan með því að vera jákvæð og vingjarnleg, tala og vinna saman, hrósa hvert öðru, sýna umhyggju, vera hugrökk, setja og virða mörk og huga að heilbrigði okkar.
Stefna skólans Á skólaþingi sem var haldið var í Setbergsskóla skólaárið 2018 - 2019 komu fulltrúar starfsfólks, nemenda og foreldra saman og ákvörðuðu framtíðarsýn fyrir skólann. Hún samanstendur af 5 þáttum sem við vinnum enn að:
| NestiVenjum börnin okkar á að taka með sér hollt nesti í skólann. Dæmi um hollt og næringarríkt nesti; gróft brauð, ávextir, grænmeti, soðið egg eða hreinar mjólkurvörur. Sjá nánar á vef landlæknis: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item48616/Ra%C3%B0leggingar%20um%20morgunnesti%20grunnskolanema%202022.pdf Í öllum stofum er hægt að fá vatn að drekka hvenær sem er dagsins. Börnin eru hvött til þess að koma með glas eða brúsa að heiman sem þau geta haft í skólanum. | SparinestiEinstaka sinnum mega nemendur koma með sparinesti í skólann. Reynt er að stilla þeim dögum í hóf svo hægt sé að tala um spari (tvö til þrjú skipti sem dreifast yfir skólaárið). Sparinesti er tilbreyting frá því sem er venjulega. Dæmi um sparinesti (tvennt til þrennt af listanum): Hreint gosvatn, mjólk, kakómjólk, ávaxtasafi, ávaxtastöng, snúður, kex, smákökur (fyrir jólin), samlokur, snakk, poppkorn og saltstangir. Upplagt er að koma líka með ávexti og/eða grænmeti sem eru alla jafna ekki með í morgunnestinu. |
Stefna skólans
- skapandi skóli
- jákvæð samskipti og vellíðan
- læsi í víðum skilningi
- ábyrgð og virkt lýðræði
- uppbyggjandi endurgjöf
Nesti
Venjum börnin okkar á að taka með sér hollt nesti í skólann. Dæmi um hollt og næringarríkt nesti; gróft brauð, ávextir, grænmeti, soðið egg eða hreinar mjólkurvörur. Sjá nánar á vef landlæknis: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item48616/Ra%C3%B0leggingar%20um%20morgunnesti%20grunnskolanema%202022.pdf
Í öllum stofum er hægt að fá vatn að drekka hvenær sem er dagsins. Börnin eru hvött til þess að koma með glas eða brúsa að heiman sem þau geta haft í skólanum.Sparinesti
Einstaka sinnum mega nemendur koma með sparinesti í skólann. Reynt er að stilla þeim dögum í hóf svo hægt sé að tala um spari (tvö til þrjú skipti sem dreifast yfir skólaárið). Sparinesti er tilbreyting frá því sem er venjulega.
Dæmi um sparinesti (tvennt til þrennt af listanum): Hreint gosvatn, mjólk, kakómjólk, ávaxtasafi, ávaxtastöng, snúður, kex, smákökur (fyrir jólin), samlokur, snakk, poppkorn og saltstangir. Upplagt er að koma líka með ávexti og/eða grænmeti sem eru alla jafna ekki með í morgunnestinu.
Verkefni sem styðja við nemendur
Facebooksíða Setbergsskóla
Reglur um símanotkun.
Sáttmáli um símanotkun var unninn á skólaþingi, sem haldið var í Setbergsskóla 7. maí 2022, af starfsfólki, nemendum og foreldrum. Í kjölfar þess voru reglur um símanotkun endurskoðaðar út frá því sem þar kom fram. Allir innan skólans bæði nemendur og starfsfólk fara eftir þeim reglum.
Meginreglan er að símar eiga að vera stilltir á þögn á skólatíma og geymdir í skólatösku (ekki í vasa).
- Snjallúr skulu þannig stillt á skólatíma og í frístund að þau gefi ekki frá sér hljóð og ekki sé hægt að hringja í þau eða úr.
- Með öllu er óheimilt að taka myndir eða taka upp efni nema með sérstöku leyfi. Verði nemandi uppvís af því að taka upp efni án leyfis eru foreldrar/forráðmenn kallaðir til og nemandi látinn eyða efninu.
- Í ferðum á vegum skólans er nemendum ekki heimilt að vera með síma nema annað sé tilgreint í ferðaáætlun.
- Komi nemendur í 1. – 4. bekk með farsíma í skólann skulu þeir geymdir í töskum og slökkt á þeim.
- Komi nemendur í 5. – 7. bekk með farsíma í skólann skulu þeir geymdir í töskum og slökkt á þeim.
- Komi nemendur í 8. – 10. bekk með farsíma í skólann skulu þeir geymdir í töskum/skáp og slökkt á þeim.
- Nemendur mega vera með síma í frímínútum og eyðum á sérmerktum svæðum; hlusta, leika og grúska.
- Nemendur mega hringja úr símum sínum í anddyri unglingadeildar.
Sjá hér nánari upplýsingar um reglur varðandi símanotkun í Setbergsskóla
Nýr skólahjúkrunarfræðingur
Heilsuvernd skólabarna í Setbergsskóla er á vegum Heilsugæslunnar á Sólvangi
Skólahjúkrunarfræðingur er Carolin K. Guðbjartsdóttir og viðverutími hennar er eftirfarandi:
- Mánudagar : engin viðvera
- Þriðjudagar : Kl 8:00-12:00
- Miðvikudagar : Kl 8:00-16:00
- Fimmtudagar : Kl 8:00-16:00
- Föstudagar : engin viðvera
Netfang skólahjúkrunarfræðings: setbergsskoli@heilsugaeslan.is
Sími skólans: 565-1011
Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslu og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar.
Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar. Á heimasíðu skólans er að finna frekari upplýsingar um þessa þætti og hvað unnið er með í hverjum árgangi fyrir sig.