Starfsþjálfun

Launað nám

Skóli má ekki útskrifa nemendur nema nemandinn hafi farið í starfsþjálfun. Starfsþjálfunin er samtals 27 einingar og þarf nemandi að hafa tekið 80 vaktir í 60 – 100% vinnu á að minnsta kosti tveimur deildum eða tveimur stöðum. Skipta má starfsþjálfun í tvö til þrjú tímabil. Nemandi er á launum á meðan á starfsþjálfun stendur.


Nemandi þarf sjálfur að útvega sér starfsþjálfunarpláss (sækja um starfsþjálfunarpláss á heilbrigðisstofnun) en umsjónaraðili sjúkraliðanáms þarf að samþykkja námsstaðinn áður en starfsþjálfunin hefst.


Að loknu námi í starfsþjálfun þarf skólinn að fá í hendur staðfestingu á að nemandi hafi tekið starfþjálfunina og umsögn um nemandann. Hluta starfsþjálfunar (30 – 40) vaktir má nemandi byrja að taka eftir að hafa lokið VINN2SL08 og HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05.


Starfsþjálfun fæst ekki metin nema hjá nemendum sem hafa unnið í 5 ár eða lengur í a.m.k. 60% samfelldu starfi við umönnunarstörf. Þeir nemendur geta fengið 20 vaktir metnar. Nemendur sem fá vaktir metnar þurfa samt sem áður að vera í starfsþjálfun á tveimur til þremur stöðum.