Nafn óskast

Féttabréf starfsfólks Lundarskóla

Leiðari eða þannig

Með þessu fréttabréfi endurvekjum við fréttabréf Lundarskóla af alltof löngum og værum blundi. Það er ætlun okkar að senda fréttabréfið mánaðarlega. Með þessu viljum við bæta upplýsingaflæði innan stofnunarinnar.

Fréttabréfið hefur ekki fengið nafn og við tökum fagnandi á móti tillögum frá ykkur.

Breytingar á starfsliði Lundarskóla

Tryggvi er að fjárfesta í húsnæði og heilsu, hann ásamt fleirum er að kaupa Líkamsræktarstöðina Bjarg. Hann mun því láta af störfum sem umsjónarkennari í 7. bekk en hefur þó verið svo góður að bjarga okkur í forföllum Elvu Daggar og tekur að sér nokkra tíma í íþróttum. Auk þess fylgir hann valgreininni Stæ102 til enda þetta skólaárið.

Í hans stað kemur Selma Malmquist og við bjóðum hana velkomna til starfa. Selma hefur starfað í Naustaskóla og Glerárskóla og hefur auk þess kennt Líkamsrækt í Átaki og Crossfit sem valgreinar.

Skafti er að fara að sinna doktorsverkefninu sínu og þarf að helga sig því algerlega þannig að hann mun fara í leyfi fram á vor. Vordís mun taka við umsjóninni af honum og vinnustofuvalinu. Í stöðu Skafta hefur Anna Guðrún Jóhannesdóttir verið ráðin. Hún mun kenna samfélagsfræði í 9. og 10. bekk, íslensku í 10. bekk og kenna 4 tíma í 7. bekk á fimmtudögum.

Þá er verið að ganga frá ráðningu Gunnars Þór Jónssonar (tengdasonar Gunna kokks) í starf stuðningsfulltrúa í 2. bekk.

Við bjóðum þau velkomin til starfa og tökum vel á móti þeim á nýrri önn.

Starfsdagur 4. janúar

Anna Lind Pétursdóttir verður með fyrirlestur á starfsdeginum 4. janúar fyrir kennara og stuðningfulltrúa í SMT-grunnskólunum á Akureyri. Það sem hún mun fjalla um er:
  • Efsta lag þríhyrningsins: Öflug einstaklingsinngrip
  • Tekist á við langvarandi hegðunarerfiðleika - Gagnlegar forsendur
  • Virknimat - Skráning á hegðun og mögulegum áhrifaþáttum
  • Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun - Einstaklingsmiðuð hvatningarkerfi og samningar
  • Reynslusögur af vettvangi