Skólasafn Langholtsskóla

fréttabréf 16.desember 2015 - senn koma jólin

Síðasta sending fyrir jól

Í dag kom síðasta sending fyrir jól af bókum til okkar á safnið. Eftir áramót getum við svo vonandi keypt fleiri eintök af vinsælu bókunum sem marga langar að lesa.

Syrpur

Big image
Big image

Steven Gerrard - Árin hjá Liverpool

Út er komin bókin Steven Gerrard – Árin hjá Liverpool, eftir Sigfús Guttormsson, kennara og sparkfræðing á Egilsstöðum. Eflaust hafa margir knattspyrnuunnendur beðið óþreyjufullir eftir bókinni og nú hefur bókaútgáfan Hólar gefið hana út.

Steven Gerrard er einn besti knattspyrnumaður sinnar kynslóðar. Hann hóf að æfa með Liverpool á unga aldri og varð með tíð og tíma einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Þegar ferli hans hjá Liverpool lauk var hann orðinn goðsögn hjá stuðningsmönnum liðsins. Hann var fyrirliði lengur en nokkur annar í sögu félagsins og tók við sigurlaunum Meistaradeildarinnar 2005 eftir ótrúlegan úrslitaleik sem enn í dag kallar fram notalega gæsahúð hjá stuðningsmönnum Rauða hersins.

Big image
Big image

Lifandi vísindi nr. 13

Af hverju gengur fólk í svefni? Af hverju skálum við? Af hverju er hjartað fjórskipt?

Svörin getur þú fundið í nýjasta tölublaði Lifandi vísinda, sem er nýkomið út.