Fréttabréf Naustaskóla

10.tbl. 10.árg. desember 2018

Kæra skólasamfélag

Nú er desember genginn í garð með öllu sínu uppbroti og hefðum. Á föstudaginn munum við taka höndum saman við að skreyta skólann okkar og gera hann sem jólalegastan . Skólastarfið næstu daga mun einkennast af öllu því lífi og fjöri sem fylgir aðventunni. Mánudaginn 3. desember ætlum við að ljúka lestrarátakinu sem hófst á degi íslenskrar tungu. Í tilefni af því þá ætla nemendur og starfsfólk að hittast á sal (spariklædd) og nemendur fara á svið og sína samnemendum afrakstur sem unnið hefur verið með í hverjum árgangi fyrir sig. Þrátt fyrir að lestrarátakin ljúki formlega er nauðsynlegt að halda áfram að efla lestrarfærnina en það gerist helst með daglegri þjálfun. Þar óskum við eftir stuðningi og hvatningu frá ykkur kæru foreldrar!

Eins og áður hefur komið fram er fjölbreyttur jólaþemadagur þann 13.desember og þann 21. desember eru litlu jól skólans þar sem við eigum saman hátíðlega stund og syngjum saman á sal ásamt jólasveinum áður en kærkomið jólafrí tekur við en skóli hefst aftur 4.janúar á nýju ári. Með ósk um góða og notalega aðventu og gleðilega jólahátíð

Kær kveðja

Stjórnendur

Á döfinni í desember

3.desember - 1.des hátíð inn á sal 10:15-11:15. Sparifatadagur!

4.des - Bingó (fjáröflun fyrir 10.bekk)

5.des - Fyrri jólahúfu og jólapeysudagur

6.des - Bjarni Fritzson upplestur (Orri óstöðvandi)

6.des - Söngvakeppni félagsmiðstöðva á Akureyri

7.des - Árshátíðarball Naustaskóla

13.des - jólaþemadagur (seinni jólahúfu og jólapeysudagur) Frjálst nesti

21.des - Litlu Jólin

Bingó 4.des

Það verður stórskemmtilegt Bingó klukkan 18:20 þriðjudaginn 4.des í Naustaskóla. Spjaldið kostar einungis 500 krónur og í hléi verður hægt að kaupa sér pylsu og drykk fyrir 500 krónur. Hvetjum alla til að mæta. Þetta er til styrktar skólaferðalagi 10.bekkjar í Naustaskóla.

Litlu jólin 21.desember 2018

Allir nemendur mæta í skólann kl 9:00 á sitt heimasvæði.

Skipulag morgunsins:

Hjá öllum nemendum í 1.-7. bekk er dagskráin þannig:

· 9:00 - mæting á heimasvæði

· 9:10-10:00 - stofujól (frjálst nesti)

· 10:00-10:30 - samkoma á sal. Helgileikur í boði 4. bekkjar.

· 10:30-11:00 - dansað við jólatré (jólasveinar kl. 10:40)

Nemendur fara heim kl. 11:00 að loknum jólatrésdansi

Starfsfólki er boðið til jólahádegisverðar kl. 12:00.

Skólalóðin

Nú er allt að verða klárt á skólalóðinni. Körfuboltavöllurinnn er nánast klár en það er einungis eftir að tengja hitann undir völlinn og klára lýsinguna. Annars eru nemendur mjög ánægðir og eru duglegir að nota völlinn.

Við brýnum fyrir foreldrum að spjalla við börnin sín um öryggisreglur bæði í turninum og á grindverkinu við nýja völlinn. Það hafa nokkrir verið að klifra og skapast þá þó nokkur hætta. Það væri gott að ræða um það heima að það sé BANNAÐ AÐ KLIFRA bæði á kastala og körfuboltagirðingunni. Einnig er mjög algengt að körfuboltanetin skemmist á stuttum tíma á körfunum en ef við hjálpumst að að benda krökkum á að hanga ekki í netunum þá ættu þau að duga í nokkur ár :)

Hollt nesti

Við viljum minna foreldra á að nesta börnin sín með hollu og góðu nesti. Það vill verða nokkuð algengt í desember að krakkar komi mikið með piparkökur og jólaengjaþykkni (jógúrt) með sér í skólann. Þó okkur þyki nú öllum mjög gott að fá okkur piparkökur og mjólk þá flokkast það undir frjálst nesti. Endilega skoðið síðuna sykurmagn.is

http://sykurmagn.is/#/portfolio

Nemendadagurinn

Það var aldeilis stuð á nemendadeginum hjá krökkunum og starfsfólki Naustaskóla. Dagurinn byrjaði með íþróttakeppni á milli starfsfólks og nemenda í 10.bekk. Óhætt er að segja að starfsfólk hafi haft betur í öllum keppnum dagsins (körfu, fótbolta og blak). Eftir flotta íþróttakeppni fór fram hin gríðarlega vinsæla hæfileikakeppni starfsmanna. Eftir harða keppni og drengilega keppni unnu unglingadeildarteymið. Þau sungu lagið ,Efast" með Jóa Pjé og Króla og gerðu það glæsilega. Endilega kíkið á myndirnar hér fyrir neðan.
Big picture