Bríet

Ég og mín fjölskylda

Ég, Bríet

Ég heiti fullu nafni Bríet Sigurjónsdóttir og var fædd 2. júní 2002 á landspítalanum. Þegar ég var tveggja ára fékk ég yngri bróður, Þengil. Ári eftir fór ég í ballett og hélt bara áfram að æfa þangað til að ég var níu ára, þá skipti ég um skóla en vildi hætta en mamma sagði að ef ég héldi áfram fengi ég síma, þannig ég hélt áfram. Þegar ég var sex ára fæddist Logi, yngri bróðir minn, ég gat sagt að ég var rosaleg spennt því að ég hélt og var ákveðin í því hann væri stelpa. Ég var í Borgaskóla en skipti yfir í Kelduskóla Vík í 7. bekk. Ég er í 8.F. Desember 2014 hringdi mamm í mig og sagði mér að Þengill þurfti að fara í aðgerð og að ég ætti að vera ein heima yfir nóttina vegna þess. Ég vissi ekkert hvað var í gangi og það hræddi mig svolítið. Ég var að hætta í ballett og er að einbeita mér að listrænum og nútímadans.

Foreldrar mínir

Mamma heitir fullu nafni Sigurlaug Elsa Heimisdóttir en er kölluð Elsa og pabbi heitir sigurjón Sveinsson. Þau hittust á kaffihúsi niðri í bæ þegar að pabbi bað um penna frá

mömmu. Ári seinna fæddist ég og þau giftu sig 09.09.05. Pabbi fór í franska herinn áður en þau kynntust og var þar í 5 ár en hafði farið í tölvunarfræði í HR áður. Mamma er með meistargráðu í mannauðstjórnun en er líka menntaður kennari.

Þengill og Logi

Þengill verður 11 ára 28. september og Logi var 7 ára 28. mars. Báðir fóru þeir í Ísaksskóla. þegar þeir voru 5 ára en útaf því að hann er bara til 4. bekks er Þengill núna í Kelduskóla Vík. Þengill var búin að vera mjög veikur þrem vikum fyrir jól 2014 og mamma fór með hann upp á spítala. eftir að mamma sagði mér að ég þyrfti að vera heima yfir nóttina sagði hún mér að botnlanginn hans Þengill hafði sprungið og ef þú vissir ekki er botnlanginn ónauðsinlegt líffæri sem safnar sýkingu. Öll sýkingin úr botnlanganum hafði farið í blóðið hanns Þengils og hann fékk þarmalömun og þurfti að vera á spítalanum í tvær vikur en kom heim rétt fyrir jól. Læknirinn sagði að ef þau hefðu ekki stoppð þetta þegar þau stoppuðu þetta hefði hann dáið. Logi æfir fótbolta og Þengill er með brúna beltið í karate.

Aðeins meira um mig

Bestu vinkonur mínar eru Sara, Sara, Harpa og Auður. Ég elska að hlusta á tónlist og Youtube. Ég ÞOLI EKKI þegar fólk beygir nafnið mitt rangt.


Bríet

Bríeti

Bríeti

Bríetar


Uppáhalds söngkonan mín er Ariana Grande og líka Taylor Swift


og uppáhalds lögin mín akkúrt núna eru: What do you mean, Shine, Not on Drugs og One last time

Ariana Grande - One Last Time (Lyric Video)