Bókatíðindi Setbergsskóla

Febrúar 2021

Lesaraverkefni á bókasafninu

Rétt fyrir jólin bauðst nemendum að gerast Lesarar fyrir bókasafnið og með því fá eintak af glænýrri bók sem var að koma út. Fyrst var þeim öllum boðið á stefnumót með nýjum bókum þar sem að þau fengu að sjá, skoða og glugga í bækurnar sem voru að koma út. Því næst gátu þau fyllt út þátttökuseðil þar sem bókin sem þau vildu allra mest fá að lesa var efst á blaði. Vikuna fyrir jólafrí var svo dregið úr pokanum og þeir heppnu nemendur fengu bók með sér heim í jólafríinu. Ég bað þau svo um að senda mér umsögn um bókina fyrir aðra nemendur að sjá.

Afrakstur þessa verkefnis er svo að sjá hér að neðan. Aðferðin var frjáls. Sumir handskrifuðu mér umsögn, sumir sendu mér nokkrar línur á meðan aðrir gerðu falleg myndbönd.

Ég þakka ykkur kærlega fyrir þátttökuna og hlakka til að endurtaka leikinn fyrir næstu jól.

Með bestu kveðju,

Steinunn Þorsteinsdóttir

Safnstjóri bókasafns Setbergsskóla

Big picture

Hrafnhildur Katla Siemsen, 4. HG/KÍK las bókina Bold fjölskyldan fer í sumarfrí

Bókin sem ég las heitir „Bold fjölskyldan fer í sumarfrí“ og er eftir rithöfundinn Julian Clary.

Sagan fjallar um fjölskyldu sem lítur út eins og ósköp venjuleg fjölskylda sem klæðist venjulegum fötum eins og mannverur. En ekki er allt sem sýnist, fjölskyldan á sér nefnilega leyndarmál, en þau eru í raun og veru hýenur. Aðalpersónur bókarinnar eru herra Bold, frú Bold, Tony frændi, Míranda (sem er api), herra McNumpty (en hann er skógarbjörn), börnin Bobbý og Bettý og Minní, sem er besta vinkona þeirra.

Fjölskyldan ákveður að fara í útilegu í sumarfríinu sínu til St. Ives í Cornwall. Þegar fjölskyldan var búin að koma sér fyrir þá gerðist það atvik að Bobbý var rænt af gamalli konu sem var kölluð Hundóða-Debbý! Fjölskyldan gerði áætlun um hvernig þau ætluðu að bjarga Bobbý frá þessari skelfilegu konu. Fjölskyldumeðlimir töluðu við höfrunga og fengu far með þeim að bátnum hennar Debbýjar, en það kom einmitt í ljós að heimili hennar var bátur sem var nálægt ströndinni í bænum. Þegar fjölsklydan fór að rannsaka aðstæður kemst hún að því að Debbý hefur ekki einungis rænt Bobbý, heldur hefur hún einnig rænt sex hundum sem hún hafði læst inni í bátslestinni. Hundóða-Debbý stóð vörð um fanga sína dag sem nótt og því erfitt að komast að þeim. Nú voru góð ráð dýr. Eftir nokkra umhugsun, kom Bettý það ráð í hug að fara upp á klett í sjónum og spangóla til að tefja fyrir Hundóðu-Debbý. Á meðan á þessu stóð fóru hinir fjölskyldumeðlimirnir upp í bátinn og frelsuðu hundana sex og Bobbý. Þegar fjölskyldan ætlaði að flýja með Bobbý og hundana sex, kom Debbý og ætlaði sér að slá þau með bátsárinni en hr. Bold og hr. McNumpty nýttu sér dýrseðlið og öskruðu á hana eins og sönnum skógarbirni og hýenu sæmir. Hundóða-Debbý var svo skelfingu lostin að hún hljóp eins hratt og fætur toguðu upp á klett og faldi sig þar. Fjölskyldan tók bátinn hennar Debbýar og sigldi aftur heim heil á húfi. Þegar á tjaldsvæðið var komið sagði frú Bold að hún hefði séð konu á kletti úti í sjó. Debbý var bjargað og hún vinnur nú í tebúð sem uppvaskari. Fjölskyldan keyrði heim eftir ævintýrið mikla og fannst nóg komið af sumarfríi þetta árið.

Endir.

Bókin er fyrir krakka á aldrinum 8 til 12 ára. Mér fannst bókin mjög skemmtileg því sagan er óvenjuleg, hún er líka fyndin og það er ekki oft sem maður les um fjölskyldu sem reynist vera hýenur! Ég mæli eindregið með þessari skemmtilegu bók. 😊

Big picture

Jóhanna í 4.HG/KÍK segir okkur frá bókinni Þín Eigin Undirdjúp

Big picture
Big picture

Áki Valur Ágústsson mælir með bókinni Orri óstöðvandi, Bókin hennar Möggu Messi

Höfundur: Bjarna Fritzson

Bókin fjallar um stelpu sem heitir Magga Messi og vini hennar. Þau lenda í allskonar ævintýrum í bókinni. Þau fara t.d í skólaferðalag á Reyki og lenda þar í ýmsum ævintýrum, hitta m.a. blikastelpur og lenda í stríði við þær. Krakkarnir fara líka á Rey Cup, þar sem Magga og liðið hennar ÍR lenda í skrítnum samskiptum við sömu Blikastelpurnar og voru með þeim á Reykjum.

Bókin er fyrir allan aldur. Mér fannst hún mjög skemmtileg og ég mæli með henni!

Big picture

Patreki Nóa úr 4. HG/KÍK fannst Svarta kisa fyndin

Bókin heitir Svarta kisa í svarta skóla og er eftir Nick Bruel.

Sagan er um kisu og hund sem fara í skóla til að læra að haga sér vel. Í skólanum kynnast þau hundinum Sóllilju og kanínunni Doktor Rafbít, þau eru bæði mjög skemmtileg.

Svörtu kisu gengur illa að læra og gera það sem kennarinn segir en hún er samt hjálpsöm og góð. Hvutta gengur betur að læra en á erfitt með að hætta að slefa. Þó að svarta kisa hafi ekki lært mikið í skólanum þá var kennarinn mjög glöð með að kisa hafi hjálpað hundinum að hætta að slefa, gefið Sóllilju mynd og sýnt kanínunni stuðning með klappi.

Bókin er fyndin og skemmtileg, það er mikið af myndum í henni en það eru samt mikið af löngum, erfiðum og skrýtnum orðum. Bókin er samt fljótlesin.

Ég mæli með að allir krakkar 7 ára og eldri lesi þessa bók og skemmti sér vel.

Big picture

Kamilla úr 5. ALÞ skrifaði ýtarlega umsögn um bókina Randver kjaftar frá - Geggjað ævintýri

Ása Laufey úr 5.HD segir okkur frá Gullfossinum

Hæ! Ég heiti Ása Laufey, ég er í 5.HD og ég ætla að gera bókakyninngu um bókina Gullfossinn. Gullfossinn er eftir Sigrúnu Eldjárn og er framhald af Silfurlyklinum og Koparegginu. Í Gullfossinum heldur sagan áfram af Sumarliða, Sóldísi, pabba þeirra og mömmu, Karítas, Mána, konunni með rósótta klútinn, Rustunum og konunum í gjánni nema að 5 hafa bæst við. Karítas verður leið yfir því að eiga enga fjölskyldu eins og Sóldís og Sumarliði sem eru búinn að eignast lítinn bróður hann Sólon og fer hún að leita að vísbendingum um hvort einhver í fjölskyldunni hennar sé lifandi. Kemst hún að því að hún á systur sem heitir Spes. Konungur Rustana er leiður yfir tapinu í stríðinu á móti konunum í gjánni og biður konuna með rósótta klútinn um hjálp. Hún bendir á að hægt er að finna mikið vatn og breyta því í rafmagn en það heyrði hún hjá fólkinu í leynikjallaranum. Konunum í gjánni líður vel eins og venjulega og allt gengur vel nema að vatnið er að þorna upp og þær þurfa að finna meira vatn. Þetta er bók sem er fyrir allan aldur og er spennandi og skemmtileg og ég mæli með henni!

Big picture

Ingibjörg Þóra úr 7.SLG las sjöundu bókina um Leyndarmál Lindu

Big picture
Big picture

Karólína Bríet úr 4.HG/KÍK segir okkur frá bókinni sem hún las: Nornasaga 2 - Nýjársnótt

Big picture
Big picture

Birnir Hólm úr 4. HG/KÍK las Ísskrímslið í jólafríinu og lærði að gera myndband í leiðinni

Umfjöllun um Ísskrímslið

Oddný Jóna úr 5. ALÞ fékk loks nýjustu ráðgátubókina í hendur

Ég las bók sem heitir Gullráðgátan.

Þessi bók er eftir Martin Widmark og Helena Willis.

Bókin er um tvo krakka sem heita Lalli og Mæja.

Lalli og Mæja leysa ráðgátur og spæja.

Í þessari bók gerast undaleigir hlutir því gulli hefur verið rænt úr bankanum og Lalli og Mæja leysa þá ráðgátu.

Ég myndi segja að bókin er fyrir allan aldur.

Þessi bók er mjög skemmtileg og bókin er úr bókaflokki og bókaflokkurinn er eitt af

Uppáhalds flokkunum mínum og ég mæli með því að lesa hana

Big picture

Viktor Tumi í 7. SLG segir okkur frá ævintýrum Randsvers sem kjaftar frá

Randver kjaftar frá - geggjað ævintýri

Ísabella Líf úr 4.HG/KÍK las bókina Lára Lærir að lesa

Big picture
Big picture

Lilja Dís úr 7. SLG las síðstu bókina í þríleik um hana Dísu

Ég las bókina Drauma Dísa sem er eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Hún er um stelpu sem heitir Vár sem fer til útlanda með vinum sínum til að hitta höfund bókanna um Dísu. En höfundurinn, Björn, hverfur sporlaust og eftir það fara skrímsli úr bókunum að birtast í raunveruleikanum. Skyndilega fer heimurinn að blandast heimi Dísubókanna og raunveruleikinn verður allt öðruvísi. Mér finnst bókin vera áhugaverð, skemmtileg og spennandi. Ég mæli með þessari bók fyrir krakka sem eru eldri en 9 ára.
Big picture

Sigurður Aksel úr 4. AMG las Ísskrímslið í jólafríinu

Bókin fjallar um munaðarlausa stelpu sem vekur mammút til lífsins með aðstoð frá ræstingskonu & prófessor. Þau reyna að koma honum heim til sín á Norðurpólinn (semsagt mammútnum) en þau eru elt af löggunni og það eru margar hindranir á vegi þeirra.

Bókin er skemmtileg, spennandi og mjög góð.

Ég hef lesið allar bækurnar eftir David Walliams nema Miðnæturgengið og Stór og svolítið pirrandi fíll og mér finnst þessi bók vera þriðja besta bókin hans Davids.

Mæli ég með henni? : já!

Ég mæli með þessari bók fyrir aldurinn 8-13 ára.

😊😊😊😊😊😊😊😊

Big picture

Hulda Dís úr 7. SLG las Orra óstöðvandi

Ég var með Orra óstöðvandi Hún var um Möggu messi sem lendir í mörgum ævintýrum ætla ekki að seija of mikið því annars er ekki neitt skemmtilegt að lesa hana Magga fer á fótbolta mót og lendir í brjáluðum fótbolta þjálfara. Verstu nágranna í heiminum. Og mamma og pabbi hennar skemmdu jólin. Fer á reyki og lendir í vandræðum þar. Allt þetta í Einari bók. Ég mæli með henni. Þessi bók er svona fyrir 9-12 smá þungur texti. Þessar Orra óstöðvandi eru allar rosa góðar það lætur lesandan lesa og lesa áfram.
Big picture