Fréttir úr tölvustofunni

Hjá Lóu haustið 2019

Stiklað á stóru

Allir nemendur 2.-7.bekk fá kennslu í upplýsingatækni í Tölvuveri skólans.

Í öllum árgöngunum er lögð áhersla að nemendur umgangist tölvuna sem verkfæri í skólastarfi. Lögð er áhersla á að samþætta tölvu- og upplýsingatækni sem víðast við námsgreinar og að nemendum verði eðlilegt að nýta tæknina sem sjálfsagt verkfæri í námi sínu.


Bekkjarsett er til af spjaldtölvum til afnota inn í bekk og tölvuveri til þjálfunar við ákveðin verkefni en nemendur í 5.-7.bekk hafa sér spjöld.

Forrit og vefslóðir

Í fyrstu árgöngunum er lögð áhersla á að nemendur temji sér réttar vinnuaðferðir við notkun tölvunnar svo sem vinnustellingar, músafærni, fingrasetningu og orðanotkun tengda tölvunotkun.

Nemendur í 2. og 3.bekk fá kennslu í Osmo með spjaldtölvum. Skólinn á Osmo tangram, osmo word, osmo number, code awbie, osmo pizza, osmo coding jam.

5.-7.bekkur fær kennslu á Google skólaumhverfið, þar sem lögð er áhersla á töflureikni með Google sheet, ritun í docs og slides.

Forritun er kennd í öllum þessum árgöngum 2.-7.bekk. Þau forrit sem eru notuð er: Box Island, Scratch, Code.org, Microbit.

Sögugerð er hjá yngri-deild gegnum Toontastic, Storybird.com, og Book Creator. Þar reynir á uppbyggingu,sköpun,ímyndun,rétt ritað mál og rétta fingrasetningu.