Fréttabréf Naustaskóla

1.tbl. 11.árg. Janúar 2019

Kæra skólasamfélag - gleðilegt ár!

Enn á ný eru áramót og nýtt upphaf. Að baki eru mánuðir í skólastarfinu með mörgum skemmtilegum áskorunum og uppákomum þar sem við fengum m.a. góða gesti í heimsókn, héldum upp á dag íslenskrar tungu og fögnuðum afmæli fullveldisins ásamt því að eiga ánægjulegan desembermánuð með tilheyrandi jólastandi. Á nýju ári hefst síðan undirbúningur fyrir árshátíð skólans, skólahreysti og stóru upplestrarkeppnina. Nú skömmu fyrir jól fengum við í hendur skýrslu um úttekt Menntamálaráðuneytis á starfi Naustaskóla. Niðurstöður hennar sína að í Naustaskóla er verið að vinna öflugt og framsýnt skólastarf af mikilli fagmennsku. Við fögnum þessari niðurstöðu og höldum ótrauð áfram að byggja upp skólastarf sem eykur sjálfstæði nemenda og ábyrgð þeirra á eigin námi.

Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri

Ytra mat Naustaskóla

Nú á haustönn var unnið að svokölluðu ytra mati á okkar skóla. Það fólst í því meðal annars að matsaðilar frá Menntamálastofnun dvöldu hér í skólanum dagana 23. – 26. október og fóru í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig tóku þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði.

Á hverju ári eru nokkrir grunnskólar (og raunar leik- og framhaldsskólar líka) metnir með ytra mati og gert ráð fyrir að innan fárra ára hafi allir grunnskólar landsins farið í gegnum sambærilegt mat og þannig þróist þetta sem sjálfsagður og eðlilegur hluti skólastarfs. Þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga en það er Menntamálastofnun sem sér um framkvæmdina. Hér fylgir tengill inn á skýrsluna með niðurstöðum matsaðila.

Niðurstöður skýrslunnar eru afskaplega ánægjulegar og hvetjandi fyrir okkur starfsfólk skólans og munum við halda ótrauð áfram inn í 10. starfsár Naustaskóla. Hér er slóðin inn á skýrsluna á heimasíðu skólans.

http://www.naustaskoli.is/is/frettir/skyrsla-vegna-ytra-mats-menntamalaraduneytis-a-naustaskola-november-2018

Chromebook tölvur

Keyptar voru til viðbótar tíu nýjar Chromebook tölvur fyrir áramót. Stefna skólans er að allir nemendur í 7.-10.bekk verði komnir með sína eigin Chromebook tölvu til eigin nota. Nú ættu allir nemendur í unglingadeild að eiga þess kost að fá tölvur frá skólanum.

Þetta styrkir sjáfstæði nemenda og aðgengið að námsáætlunum verður miklu einfaldara. Þetta eflir þau einnig í upplýsingatækni og auðveldar kennurum að fylgjast með verkefnavinnu og skilum nemenda ásamt markvissri endurgjöf.

Gjaldskrábreytingar 2019

Gjaldskrárbreytingar samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs samþykkti bæjarstjórn breytingar á gjaldskrá mötuneyta og Frístunda sem taka gildi frá og með 1. janúar 2019. Gjaldskráin er sem hér segir:

Bókagjöf frá Lions klúbbnum

Við fengum veglega bókagjöf frá Lionsklúbbnum upp á 170 þús krónur. Við þökkum kærlega fyrir og höfum keypt fullt af bókum fyrir gjöfina.

Á döfinni í janúar

25.janúar - Bóndadagurinn

29.-30 janúar - Viðtalsdagar

Big picture