Fréttabréf 5. bekkjar

10. - 14. október 2016

Skólastofan og bekkjarbragur

Komið sæl foreldrar/forráðamenn


Tíminn líður sko hratt þegar það er gaman. Það verða komin jól áður en við vitum af. :)


5. bekkingar eru heldur betur að bæta vinnusemi í kennslustundum og er gaman að fylgjast með hvað þeir eru dugleg að vinna saman. Í norðurlandavinnunni eru nemendur mjög virkir í umræðum. Svo mikið að við eigum erfitt með að vinna í vinnubók en það er bara allt í lagi. Við ætlum að halda áfram að vinna með háværðina, en það eru all nokkrir sem lyggur hátt rómurinn, er viss um að það sé nú hægt að lækka aðeins. Þetta kemur ;)


Tvo daga í þessari viku vorum við með gestanemanda frá Danmörku. Hann heitir Wilhelm og er barna barn Fribbu í kaupfélaginu. Hann mun líklega koma nokkrum sinnum til okkar í heimsókn þar sem fjölskyldan var að festa kaup á hús hér á Dalvíkinni. Hann talar ekki íslensku en skilur ágætlega ef það er talað hægt. Nemendur í 5. bekk tóku vel á móti honum og voru duglegir að tala við hann og passa uppá hann í frímínútum og mat, dugleg að spjalla við hann og hjálpa honum með verkefni sem hann var að vinna.

Á þriðjudaginn 18. október kl. 9:30 fá nemendur í 5. bekk heimsókn frá Gídeonfélaginu og fá að gjöf Nýja testamentið. Ef það eru einhverjir sem vilja ekki að börnin sín fá Nýja testamentið þurfa að hafa samband og láta vita af því.


Gerið svo öll eitthvað skemmtilegt um helgina.

Lestrarátak

Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að kvitta á lestramiða barna ykkar. Það er stefna Dalvíkurskóla að halda í lestramiðana upp allan grunnskólann, er þetta það tæki sem við höfum til að hvetja til lesturs heima fyrir. Það er mikilvægt að við vinnum öll saman í því að efla lestrarfærni nemenda. Það sama gengur yfir alla nemendur skólans en að sjálfsögðu er svo lestrarefni misjafnt eftir getu hvers og eins.
Núna er í gangi lestrarátak hjá okkur þar sem lestrarmiðinn skiptir máli. Þannig er að hver nemandi er með súlu þar sem hann getur safnað stjörnum ef hann les heima 5x í viku eða oftar. Einnig ætlum við að gera bókakilju eftir hverja bók sem lesin er og setja í bókaskáp sem er á vegg fyrir utan kennslustofuna. Ætlum við líka að kynna fyrir nemendum bækur eftir höfunda sem eru frá norðurlöndunum.

Myndir úr skólastarfinu