Desember er byrjaður :)

Nefndur eftir latneska orðinu decem sem þýðir tíu

Akstur barna í skólann

Við viljum árétta það að ekki er ætlast til að börnum sé keyrt upp Skólaveg með nemendur. Ef nemendum er keyrt í skólann á að koma að neðanverðu, Nesgötu. Skólavegsbrekkan er ekki hugsuð fyrir mikla umferð og er illfær í snjó og hálku og hvað þá með mikilli umferð.
Big picture

Piparkökur og mandarínur

Annað árið í röð er Covid með smá vandræði og verður engin formleg athöfn þegar tendrað verður á jólatré bæjarins. Þess í stað hefur Fjarðabyggð gefið leik- og grunnskólabörnum mandarínur og piparkökur sem þau fá og gera umsjónarkennarar eitthvað skemmtilegt með þeim. Sumir fara í göngutúr upp í skógrækt á meðan aðrir rölta að trénu og taka einn dans í kringum það.


Vill Nesskóli senda þakkir til Fjarðabyggðar fyrir þessa gjöf.

Big picture

Ókeypis vinnustofa fyrir foreldra um jákvæð samskipti á heimilum

Síðustu 20 mánuðir hafa verið krefjandi og margir þreyttir á ástandinu sem engan endi virðist taka. Á þessari 90 mínútna vinnustofu skoðum við áskoranir í samskiptum fjölskyldumeðlima, uppbyggilega endurgjöf og aðferðir við að hrósa til að styrkja ákveðna hegðun. Við vinnum með leiðtogareglur í samskiptum og mótum skemmtilega framtíðarsýn og síðast en ekki síst setjum okkur fjölskyldumarkmið til að hafa eitthvað til að hlakka til.

Vinnustofan er ætluð foreldrum barna á skólaaldri og verður hún live online (gagnvirk fjarþjálfun) sem Dale Carnegie hefur áralanga reynslu í að stýra. Það er einfalt að taka þátt. Þú skráir þig á slóðinni www.dale.is/foreldrar og færð slóð í tölvupósti með leiðbeiningum. Á vinnustofunni er sérstakur tæknimaður sem aðstoðar þig við að tengjast.

Hvenær: 8. des. kl. 20.00 til 21.30

Hvar: Live Online á netinu með gagnvirkri þátttöku (einfalt að taka þátt)

Fyrir hverja: Foreldra barna á skólaaldri og forráðamenn

Verð: Ókeypis

Skráning: www.dale.is/foreldrar

Nú fara jólasveinarnir að koma til byggða.

Viljum hvetja alla foreldra og forráðamenn til að lesa opið bréf Sálstofunnar til jólasveinanna þar sem nú styttist í að þeir komi til byggða.

Keppnir og fleira fyrir krakka á öllum aldri!

Í desember er hefð fyrir hinum ýmsum aðventu tengdum keppnum. Og er þetta ár engin undantekning.

Upptakturinn er keppni fyrir nemendur í 5-10.bekk sem hafa brennandi áhuga á tónlist. Hægt er að lesa um hann í viðhengi hér fyrir neðan.

Jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar verður aftur haldin annað árið í röð. Þátttakan er opin öllum grunnskólanemendum og verða gefin þrjú verðlaun - fyrir yngsta stig, miðstig og efsta stig.

Og að lokum er það myndasamkeppni fyrir nýja barnabók sem breski sendiherrann á Íslandi hefur skrifað. Nánari upplýsingar um þá keppni er hér fyrir neðan.

Big picture

Flensa og leyfi

Við viljum árétta mikilvægi þess að tilkynna nemendur inn í veikindi um leið og vitað er að nemandinn komi ekki í skólann. Þetta er hægt að gera í gegnum mentor kvöldið áður. Mikilvægt er að gera þetta tímanlega þar sem mörg börn koma labbandi í skólann og ef barn er ekki komið kl 8:15 fara kennarar og leita.


Einnig ef nemandi fer í leyfi þá getur umsjónarkennari gefið leyfi allt að 2 dögum. Lengra leyfi skal fylla út rafrænt og er það gert hér.

InfoMentor IS on Facebook Watch
Big picture

Nesskóli

Í Nesskóla eru 218 nemendur frá 1 - 10. bekk. Skóladeginum er skipt upp í þrjár vinnulotur:

  • Yngsta stig (1. – 4. bekkur) er í skólanum til kl. 13:00
  • Miðstig (5. – 7. bekkur) er í skólanum til kl. 13:50
  • Unglingastig (8. – 10. bekkur) er í skólanum til 13:50 - 14:30 sem er mismunandi eftir dögum

Nesskóli fer eftir uppeldi til ábyrgðar, ART og Olweusaráætlun varðandi Einelti