Fréttabréf Borgaskóla
2. tbl
Jóla- og nýárskveðjur
Hér gefur að líta 2. tbl fréttabréfs Borgaskóla. Fyrsta tölublað kom út í október og má það finna hér. Markmiðið með fréttabréfinu er að veita foreldrum og nærsamfélaginu innsýn um daglegt starf í skólanum, þvert á árganga.
Starfsfólk Borgaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með bestu óskum um gæfuríkt 2021.
Helgileikurinn Bjartasta stjarnan


Fréttir frá 3. bekk Nemendur í 3. bekk unnu með samsett orð þar sem átti að finna orð sem byrja á jól. Orðin voru síðan skrifuð inn í jólatré. | Fréttir frá 3. bekk Nemendur skrifuðu jólasveinasögu í skeggið á jólasveini og skrifuðu vetrar/snjósögu í hatt á snjókarli. Nemendur skemmtu sér líka konunglega við að búa til ný jólasveinanöfn með því að rugla saman jólasveinaheitum s.s. Askagægir og Kertasleikir. | Fréttir frá 3. bekkNámsfélagar unnu saman við að búa til hugtakakort (tákn, orð, mynd, hlutir) í stærðfræði. Þeir áttu að skrifa dæmi í táknreitinn, skrifa sögu í orðareitinn, teikna samsvarandi mynd í myndareitinn og nota gögn til að tákna söguna í reit hlutbundinna gagna. Þetta er hluti af vinnu með stærðfræðileiðtogum. Sjá nánar hér að neðan. |
Fréttir frá 3. bekk
Fréttir frá 3. bekk
Fréttir frá 3. bekk
Námsfélagar unnu saman við að búa til hugtakakort (tákn, orð, mynd, hlutir) í stærðfræði. Þeir áttu að skrifa dæmi í táknreitinn, skrifa sögu í orðareitinn, teikna samsvarandi mynd í myndareitinn og nota gögn til að tákna söguna í reit hlutbundinna gagna. Þetta er hluti af vinnu með stærðfræðileiðtogum. Sjá nánar hér að neðan.
Námssamfélag stærðifræðikennara

2. bekkur í Þjóðleikhúsið
Þær hafa ekki verið margar vettvangsferðirnar sem nemendur hafa komist í það sem af er skólaári. Það var því kærkomið boð þegar Þjóðleikhúsið bauð á leiksýningu. Mánudaginn 14. desember fór 2. bekkur að sjá Leitin að jólunum. Það voru þeir Raunar og Reyndar sem leiddu nemendur í gegnum Þjóðleikhúsið í leit að jólunum.
Vináttuverkefni Pálínu í fjölmiðlum

Nýsköpun - myndir
Í skólastarfi á neyðarstigi hafa kennarar og nemendur nýtt tíma sinn vel og margar hugmyndir hafa orðið að veruleika. Tíminn hefur m.a. verið nýttur til nýsköpunar og má þar helst nefna samþættingu upplýsingatækni og hönnunar og smíði. Unnur upplýsingatæknikennari og Signý smíðakennari útbjuggu svokallaðar snillismiðjur með áherslu á nýsköpun. Borgaskóli hefur haft afnot af geislaskera og þrívíddarprentara. Nemendur hafa notið góðs af og flakkað á milli upplýsingatæknivers og smíðastofu til að hanna og sjá afurðir sínar verða að veruleika. Sköpunargleðin hefur verið mikil og töfrum líkast fyrir nemendur að sjá verk sín lifna við. Hér hafa fjölmörg listaverk orðið til:
* Nemendur í 1. bekk gerðu jólaskraut sem hengt var á jólatréð í skólanum. Ákveðið var að skera út tvö eins fyrir hvern nemanda og að annað jólatréð færi heim með nemendum. Verkefnið heppnaðist vel og það var gaman að fylgjast með nemendum skoða jólatréð og finna sitt skraut og annarra á jólatrénu.
* Nemendur í 2. bekk teiknuðu sjálfsmynd sem var skorin út í geislaskera.
* Nemendur í 3. bekk teiknuðu flest dýr fyrir smellismíði.
* Nemendur í 4. bekk teiknuðu frjálst verkefni til að skera út.
* Nemendur í 5., 6. og 7. bekk teiknuðu í teikniforritinu Inkscape í tölvustofunni. Þegar því var lokið var farið niður í smíðastofu þar sem nemendur sóttu teikninguna sína og fylgdust með geislaskeranum skera út.
Tækin sem hafa verið notuð eru annars vegar Glowforge geislaskeri og SnapMaker sem er þrívíddarprentari auk þess að vera líka útskurðar- og geislaskeri. En sjón er sögu ríkari og hér má sjá brotabrot af þeim listaverkum sem urðu til í þessari samvinnu í upplýsingatækni og smíði.