Hvalrekinn

24. apríl 2020

Big picture
Big picture
Ágætu foreldrar.


Ég vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs sumars. Við viljum nú öll hafa meiri sól að aðeins meiri hita. Þetta er allt að koma veðurspáin fyrir helgina lofar góðu og það á að sjást til sólar.


Það hefur verið ánægjulegt að sjá og heyra að fleiri og fleiri nemendur hafa verið að mæta ískóalnn þessa vikuna. Eins og ég hef áður sagt þá er stöðugleikinn og rútínan mikilvæg í lífi nemendanna okkar.


Eins og allir vita þá verður slakað á samkomubanninu frá og með 4. maí. Ráðherra hefur gefið það út að skólastarf geti þá orðið með eðlilegum hætti frá þeim degi. Það er gott að við getum lokið skólaárinu með sem eðlilegutum hætti. Nánari upplýsingar um skólahald í maí kemur til ykkar í næstu viku.


Munum áfam að við erum öll almannavarnir og verðum að taka ábyrgð á okkur. Eigið góða helgi og við hlökkum til að sjá nemendur í skólanum á mánudaginn.Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.

Félagsmiðstöðin Verið - dagská í maí

Í tilkynningu frá Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins kemur fram að borið hefur á því að unglingar séu að hópa sig saman á leiksvæðum á kvöldin. Þar segir að ástæðan sé líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafi verið að berast af þróun mála í baráttunni gegn Covid19.

En áfram þarf að hafa aðgát og framfylgja smitvörnum. Við megum ekki sofna á verðinum og því þarf að sporna gegn hópamyndun. Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hvetja því foreldra, kennara og aðra sem starfa með unglingum að halda vöku sinni og sporna gegn hópamyndun unglinga að kvöldlagi.


Félagsmiðstöðin okkar hefur verið rafræn á meðan samkomubannið er í gildi. Við notumst við samfélagsmiðla og höfum reynt að vera í góðum samskiptum við unglingana þar, eins og hægt er. Einnig fara starfsmenn Versins á rölt eða rúnt um hverfið okkar tvö kvöld í viku til að fylgjast með og sporna gegn hópamyndun.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar er ykkur velkomið að heyra í okkar, annað hvort á margretm@hvaleyrarskoli.is eða í síma 664-5778.

Heimaskólinn verður áfram opinn og er í stöðurgri þróun

Áhrif kórónuveirunnar á líf barna - óskað eftir frásögnum barna - The effects of the Corona virus on the lives of children - Stories from children

Í starfi umboðsmanns barna er skýr áhersla lögð á 12. gr. Barnasáttmálans, og unnið að því markmiði að við mótun stefnu og töku ákvarðana sem varða börn verði ávallt leitað eftir og tekið tillit til sjónarmiða þeirra, enda búa börn yfir einstakri reynslu og þekkingu sem og innsýn í málefni og reynsluheim barna.

Við lifum á sögulegum tímum þar sem ýmsar samfélagslegar breytingar hafa orðið í kjölfar þess faraldurs sem nú stendur yfir. Umboðsmaður barna vill gjarnan heyra frá börnum og fá þeirra sýn og reynslu af því að vera barn á þessum tímum.

Í samstarfi við KrakkaRÚV vinnur umboðsmaður barna að nýju verkefni undir heitinu „Áhrif kórónuveirunnar á líf barna“. Tilgangur þess er að safna saman frásögnum barna um líðan þeirra og reynslu af þeim breytingum sem kórónufaraldurinn hefur haft á daglegt líf svo sem skólagöngu barna, þátttöku í tómstundum og aðstæður þeirra heima fyrir. Þannig sköpum við mikilvæga samtímaheimild um leiðir barna til að takast á við samfélags áhrif heimsfaraldurs og áður óþekktar aðstæður.

Frásagnirnar geta verið af ýmsum toga og á þann máta sem hentar hverjum og einum. Við viljum gjarnan fá myndbönd en einnig er hægt að senda inn ljóð, ritaðar hugleiðingar, hljóðbrot, hlaðvörp, teikningar, viðtöl o.s.frv. Tekið er við efni á netfanginu barn@barn.is. Stórar skrár er hægt að senda á sama netfang í gegnum WeTransfer.

Einnig er hægt að nota þetta form til að skila inn skrifuðu efni eða hugleiðingum - https://forms.gle/pEBTQ22BRf6KEZnZ8

Tekið er á móti efni til 21. maí nk.

Veturinn 2009 – 2010 stóð umboðsmaður barna fyrir sambærilegu verkefni sem bar heitið „Hvernig er að vera barn á Íslandi?“. Þá bárust okkur rúmlega þúsund teikningar og frásagnir barna sem voru að alast upp á tímum efnahagsþrenginga. Við vonumst til að fá jafn góðar undirtektir í þetta sinn og hlökkum til að heyra frá börnunum.

Ef óskað er frekari upplýsinga má svara þessum pósti eða senda tölvupóst á barn@barn.is. Einnig er hægt að hringja í síma 552-8999 eða 862-6999.

Fræðsluefni á vef ADHD samtakanna

Það má finna mikið af fræðsluefni inn á vef ADHD samtakanna adhd.is má nefna bæklinga, greinar, smáforrit, fræðslufundi, hlaðvarp og fleira efni er nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. Gott fyrir foreldra að nýta og fræðast.

Hetjan mín ert þú - barnabók um COVID19/My Hero Is You - childrens's book on COVID19

Rauði krossinn á Íslandi lét þýða barnabókin Hetjan mín ert þú á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn. (sjá neðar!)

Hetjan mín ert þú er barnabók sem er skrifuð um COVID19 faraldurinn en bókin er ókeypis á netinu.

Markmiðið með gerð bókarinnar var að foreldrar eða aðrir sem starfa með eða sinna börnum fái tól til þess að ræða við börn um ástandið sem nú ríkir. Gerð var könnun hjá um 1700 foreldrum og börnum víðsvegar um heiminn til þess að meta andlegar og sálfélagslegar þarfir barna meðan á COVID19 stendur. Ramminn utan um efnistökin var unnin upp úr niðurstöðum könnunarinnar auk þess sem hún var prufukeyrð og endurbætt áður en hún var svo gefin út í endanlegri mynd. Hetjan mín ert þú er bók sem ætti helst að vera lesin af foreldri (eða kennara eða öðrum umönnunaraðila barna) fyrir barn eða lítinn barnahóp. Ekki er mælt með því að börn lesi bókina án stuðnings foreldra.


Hér er hlekkur á allar útgáfur bókarinnar - https://interagencystandingcommittee.org/iasc-reference-group-mental-health-and-psychosocial-support-emergency-settings/my-hero-you?fbclid=IwAR3WwUu0o0C835ijwDuyYRtFag4HF9-jsJ0aAxr5ypIydQ6-T_0rq1sVvk8

Bókin er til á: íslensku, ensku, úkraínsku, bahasa malay, arabísku, spænsku, þýsku, tyrknesku, dönsku, frönsku, kínversku, portúgölsku, rússnesku, búrmísku, sinhala, albanísku, grísku, ítölsku, tamíl, pólsku, búlgörsku, mongólsku, kóresku og lettnesku og væntanleg á fleiri tungumálum.

Verkefnið var þróað af viðmiðunarhópi samræmdu fastanefndarinnar um geðheilbrigði og sálfélagslegan stuðning við neyðaraðstæður. (Inter-Agency Standing Committee Reference Group on Mental Health and Psychosocial Support in Emergency Settings (IASC MHPSS RG).)

Fræðslugátt Menntamálastofnunar

Á Fræðslugátt er allt námsefni Menntamálastofnunar sem til er á rafrænu formi. Í ljósi aðstæðna er þar einnig námsefni sem tímabundið hefur verið sett á rafrænt form og þannig gert aðgengilegra fyrir nemendur, kennara og foreldra.


Við hvetjum ykkur til þess að heimsækja Fræðslugáttina og skoða framboðið. Þar er til að mynda mikið af lestrarefni sem nýta má í lestrarátakinu Tími til að lesa. Þessa dagana hafa einmitt flestir góðan tíma til að lesa og þörfin fyrir hugarleikfimi hefur sjaldan verið meiri en nú.


Fræðslugátt er skipt niður í námsefni fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Einnig er þar hægt að nálgast annað efni. Undir annað efni er námsefni héðan og þaðan sem við höfum fengið ábendingar um að geti nýst skólasamfélaginu vel á þessum tímum.

Við hvetjum einnig áhugasama að skrá sig á póstlista til að fá fréttir af nýju námsefni og öðru sem tengist útgáfu námsefnis.

Tími til að lesa - vertu með í landsliðinu

SETJUM HEIMSMET Í LESTRI ~ VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU

Í tilefni af því að nú erum við mörg heima, og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í, ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði.


Allir sem lesa geta verið með. Þú þarft bara að skrá mínúturnar sem þú lest á þessari síðu og hún reiknar út hvað allir eru búnir að lesa samtals.


Ef það er eitthvað sem er nóg af í ástandinu þá er það tími. Það er hægt að nýta hann vel og minna vel, og ein albesta nýtingin er að lesa. Fyrir utan hvað það er skemmtilegt þá gerir lestur kraftaverk í lesandanum. Hver blaðsíða eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir og eykur skilning á lesmáli og veitir þannig aðgang og skilning á heiminum öllum.


Þetta er frekar einfalt: Því meira sem við lesum því betra.


Svo nú er bara að reima á sig lesskóna og grípa næstu bók. Viðbúin – tilbúin – lesa!


Tími til að lesa er verkefni á vegum Menntamálastofnunar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Undirspil við íslensk dægurlög

Guðrún Árný tónmenntakennari hjá okkur eru búin að taka upp mikið af undirspili við íslensk dægurlög. Undanfarna daga hefur hún sett dægurlögin inn á youtube. Það er fátt sem gleður hjartað meira en fallegur söngur. Já, já við getum öll sungið við þennan fagra undirleik Guðrúnar Árnýjar. Hvetjum ykkur til að taka lagið og textarnir koma líka á skjáinn.


https://www.youtube.com/playlist?list=PL1JGavIrs8DZL6WAkpzNLE9VhpPyqEeIQ

Hvað getum við gert til að líða vel?

Á þessum fordæmalausu tímum sem við lifum er gott að vera í núinu, muna eftir öllu því góða sem er í kringum okkur og þakka fyrir það, því það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir.


Núvitund er góð leið til að ná ró og yfirvegun og hægt að stunda hvar sem er. Núvitund er að beina athyglinni að augnablikninu, því sem er hér og nú. Rannsóknir sýna að þeir sem stunda núvitund auka vellíðan sína, bæta heilsu, það dregur úr kvíða, streitu og depurð. Til að nálgast æfingar og öpp með núvitund þá er m.a. hægt að fara inn á þessar æfingar sem er hægt að hlaða inn á snjalltæki og hlusta hvar og hvenær sem er.

Á youtube eru hugleiðsluæfingar fyrir börn. En við fullorðna fólkið verðum líka og hugsa um okkur og hér má finna hugleiðsluæfingar fyrir fullorðna. Það er mikilvægt að við hugum að okkar heilsu því við verðum að vera stuðningur fyrir aðra t.d. börnin okkar því þau skynja vel ef við erum ekki í andlegu jafnvægi.


Þegar við eða nemendur erum í leik eða starfi getur verið gott að setja á tónlist eftir t.d. Friðrik Karlsson. Þessi tónlist er afslappandi og getur fengið okkur til að gleyma stund og stað og hugsa um eitthvað fallegt.


Á vefsíður Hugarfrelsis er hægt að kaupa hugleiðslusögur fyrir börn - ekki svo dýrar en alveg frábærar til að hlusta á fyrir svefninn eða bara hvenær sem er.

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Myndir eftir nemendur í 9. bekk

Big picture

Á döfinni

  • Þann 4. maí hefst skólahald að nýju.

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.