Foreldrakvöld Þelamerkurskóla

Sameiginlegur fundur foreldrafélagsins og skólans

Fræðsla, kynning og spjall

Þriðjudaginn 29. september kl. 20:00-22:00 verður foreldrakvöld í Þelamerkurskóla. Við hittumst fyrst á sal skólans og endum kvöldið í heimastofum námshópanna.


Fræðslukvöldið er sameiginlegt verkefni skólans og foreldrafélagsins.


Við fáum góða gesti frá Heimili og skóla, landssamtökum foreldra til okkar þetta kvöld. Gestirnir fræða okkur um starfsemi samtakanna og segja frá verkefninu SAFT, samfélag, fjölskylda og tækni sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi.

Dagskrá fræðslukvöldsins

  1. Heimili og skóli og SAFT verkefnið. Gestir frá Heimili og skóla og SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) verkefninu kynna starfsemi sína og fræða um netöryggi barna og ungmenna. Deginum áður hafa gestirnir heimsótt alla námshópa skólans.
  2. Aðalfundur Foreldrafélags Þelamerkurskóla
  3. Kaffihlé
  4. Námsefniskynningar kennara í heimastofum námshópanna


Það er mikilvægt að allir nemendur eigi fulltrúa á fundinum. Vinsamlegast tilkynnið forföll til umsjónarkennara.