Menntabúðir Reykjavík
UT í námi og kennslu #menntabudir #menntastefna
Staðsetning: Stofa H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð
Hvenær: Fimmtudaginn 22. mars kl. 16:15-18:00
Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Menntavísindasvið HÍ, RANNUM, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Skráning: https://goo.gl/forms/uzE77Nu94dhQ7DGk2
Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru opnar öllum en sérstaklega miðaðar að starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).
Þema menntabúðanna að þessu sinn er mjög opið: "Upplýsingatækni í skólastarfi".
Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með "vandamál" og fá aðstoð við að leysa það.
Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.
Ekki er ætlast til að allir komi með framlag. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Með virkri þátttöku er átt við að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga. #menntabudir #menntastefna
Dagskrá:
Við ætlum að breyta aðeins út af vananum og setja dagskránna upp í Padlet töflu. Þar sem þátttakendur munu stýra efnistökum.
Við biðjum ykkur um að setja "miða" á Padlet töfluna með því sem þú hefur áhuga á að kynnast í búðunum. Þetta getur verið eitthvað sem þú vilt læra, fá svar við spurningu, aðstoð við verkefni, almennt spjall um ákveðið málefni og hvað þú vilt kenna, kynna, ræða um.
Í stuttu máli getur þú sett miða inn um hvað þú vilt kynna þér og hvað þú vilt kynna fyrir öðrum.
Slóðin er: https://padlet.com/uppltorg/menntab1_2018
Kynningar:
- Námsflæði kerfið frá Flow Education - Íris E. Gísladóttir og Mathieu Grettir Skúlason
- Vísindasmiðja HÍ - Martin Jónas Björn Swift
- Gagnvirkar barnabækur og ratleikir í skólastarfi frá Locatify - Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir
- Ljósmyndun og stuttmyndagerð í stafrænu umhverfi spjaldtölvunnar - Ingibjörg Hannesdóttir
- Heimsókn í HA - Gestgjafar eru Sólveig Zophoníasardóttir, Helena Sigurðardóttir og vélmennið Krista.
- Varlafréttir og fréttamenn á Hraunvallaleikum - Hjördís Ýrr Skúladóttir
- Tæknikassi Reykjavíkurborgar - Þorbjörg Þorsteinsdóttir
- Kafteinninn, Fróði, Málfarinn og Prím frá Costner - Aðalheiður Hreinsdóttir
- Snjalli skólinn minn - Hildur Ásta Viggósdóttir ásamt spjaldtölvuteymi Setbergsskóla
- Snillismiðja í Hóló - Anna María Þorkelsdóttir
- Google Sites í skólastarfi - Anna María Proppé
- Vefveggspjöld og verkefni - Svava Pétursdóttir
Hlökkum til að sjá ykkur!!