DJÚPAVOGSSKÓLI

Fréttir úr skólastarfi

NÓVEMBER

16. nóvember Dagur íslenskrar tungu

20. nóvember Dagur mannréttinda barna

30. nóvember Starfsdagur

NÆSTA VIKA 16. - 20. NÓVEMBER

MÁNUDAGUR
  • Mætum hress á Degi íslenskrar tungu

Ísland, farsældafrón

og hagsælda, hrímhvíta móðir!

Hvar er þín fornaldarfrægð,

frelsið og manndáðin bezt?ÞRIÐJUDAGUR

  • 14:40 Fagfundur


MIÐVIKUDAGUR

  • Nýjar sóttvarnareglur taka gildi (upplýst um það þegar nær dregur)


FIMMTUDAGUR

  • 14:40 STARFSMANNFUNDUR - KYNNING Á YTRA MATI (SKIPULAG VIÐVERU AUGLÝST SÍÐAR)


FÖSTUDAGUR

  • Göngum glöð inn í helgarfrí

MATSEÐILL NÆSTU VIKU 16. - 20. NÓVEMBER

Big picture

INNRA OG YTRA MAT

Allir skólar þurfa samkvæmt lögum að vinna árlega sjálfsmatsskýrslu þar sem fram kemur mat á starfi skólans (innra mat). Sjálfsmatsskýrslur má finna á heimasíðu skólans.


Ytra mat er hins vegar gert af utanaðkomandi aðila. Þá koma matsaðilar frá Menntamálastofnun og leggja sitt mat á skólastarfið. Allir skólar á landinu fara í gegnum slíkt mat á nokkurra ára fresti.


Djúpavogsskóli átti að fara í gegnum ytra mat í mars en því var frestað vegna C-19. Ákveðið var að matið færi fram í september og segja má að það hafi rétt sloppið. Matsaðilar mættu í hús þegar reglur voru að þrengjast og ekki var hægt að kalla saman t.d. rýnihópa foreldra. Foreldrar fengu því spurningalista, það var hægt að hitta starfsmenn skólans og nemendur. Nú hafa matsaðilar frá Menntamálastofnun lokið við skýrsluna og við taka næstu skref í þessu ferli.


Meðfylgjandi er tímalína sem sýnir í hvaða skrefum úrbótaferlið eru unnið. Við erum stödd á skrefi nr.9. Það er sem sagt búið að skila skýrslunni til okkar og við erum að hefja kynningu á henni. Fyrsta skref er að kynna skýrsluna fyrir starfsfólki og sá fundur verður á fimmtudaginn (19.nóvember). Í framhaldi verður skýrslan kynnt öðrum í skólasamfélaginu og fjölskylduráði Múlaþings.

Það er mjög mikilvægt að fá utanaðkomandi aðila til að meta skólastarfið á nokkurra ára fresti og því er skýrsla eins og þessi frábært verkfæri fyrir skólasamfélagið til að vinna að úrbótum og efla faglegt starf.

Big picture

FORELDRAKYNNING Á UPPELDI TIL ÁBYRGÐAR

Það hefur verið á dagskrá síðustu vikurnar að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í leik- og grunnskóla á hugmyndafræði Uppeldi til ábyrgðar. Hugmyndin var alltaf að við værum í sama rými en þar sem ekki er útlit fyrir að það gangi upp þá var ákveðið að fara aðra leið.Laugardaginn 28. nóvember verður kynning fyrir foreldra á Teams (nánari tímasetning síðar).

Á sameiginlegum starfsdegi leik- og grunnskólana 30.nóvember verður kynning fyrir starfsmenn.

DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU


Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða.

Hér er listi af nýyrðum Jónasar Hallgrímssonar sem eru á 10.000 kr. seðlinum. (Listinn er ekki tæmandi.)

Fyrir áhugasama er hægt að leika sér á ýmsa vegu með svona lista.LJÓSFRÆÐI*SILFURGLITAÐUR*BUGÐUBREYTTUR*VATNSBUNUFALLMIÐFLÓTTAAFL*KLAKABUNDINN*HREYSTIBRESTUR*HIMINBROSFJAÐURMAGNAÐUR*FJALLBUNA*DAGROÐI*SÓLANGURGUSTUR LÁRÉTTUR*MUNDARFAGUR*HRÍMHVÍTUR*FRJÁLSRÆÐISHETJA LOFTHAF*VONARHÝR*SÁLARYLUR*VONARSTUND*DEYFÐARVANI LÍKINDAREIKNINGUR*MUNAÐARKLIÐUR*HELSTIRNAÐ*LÖNGUNARSNAUÐUR SJÓNAUKI*BLÁDÖGG*DAUÐADJÚP*HELDIMMUR*SUMARVEGUR*HAMRABÚISPORBAUGUR*SPEGILSKYGGNDUR*HRAFNTINNUÞAK*SVEITARBLÓMI*KLÓGULURLJÓSHRAÐI*BIRKIÞRÖSTUR*RAUSNARGARÐUR*ÖLDUFALL*BORÐFAGUR*SKEIÐFRÁRTUNGLMYRKVI*FRÆGÐARHETJA*ÓGNARBYLGJA*SÓLROÐINN*DIMMGJALLA*BLÓMÆVI HRYGGDÝR*GRÁTÞROTINN*BLÁFAGUR*MORGUNRÓS*HEIÐFAGUR*ÓMÆLISUNDURLINDÝR*ARNFLEYGUR*SÁRÞREYTTUR*SKÁLDHRAÐUR*BARNGLAÐUR*MÓÐURMOLD*MARARSKAUT LIÐDÝR*LÍFMYND*LJÓSBELTAÐUR*ÍSBLÁR*KYNLAND*MÁLBLÍÐUR*MUNDHVÍTUR*ÖLDUGEIMUR SKJALDBAKA*EFTIRÞRÁ*ÁSTARBLÍÐUR*BJARGSTUDDUR*YFIRBRAÐGSMIKILL*BRUNAGEIMUR SKÖTUSELUR*FJÖRGJAFARLJÓS*SVANAHLJÓMUR*JÖKULSKALLI*FUNALEIÐ*BÁRUBREIÐUR FÝLL*SÆROKINN*SÓLBITINN*STJÖRNUSKININN*SKOPLÍTILL*HYGGJUÞUNGUR HAFÖRN*DÖGGSVALUR*HOLTAÞOKUVÆL*MARBLÆJA*VANDLÆTISHETJA ÆÐARKÓNGUR*SALTDRIFINN*LOKKAHÖFUÐ*VINARBRJÓST*FOLDARSKART PÁFAGAUKUR*SÍLALÆTI*YNDISARÐUR*HREIÐURBÚI*VORGLAÐUR*SPORÐABLIKMÖRGÆS*LÍFSNAUTN*SVEFNHETTA*ÓSKARÓMUR*RÖÐULROÐI*REIÐARSLÓÐHAFFLÖTUR*BÁLASTORKA*SNJÓKÓLGA*GRÁTÞÖGULL*HAMRAFUGL*FAGURLEIFRANDIKERFJALL*BRÁHÝR*GLÓBREIÐUR*VEGÞREYTIR*VINDSALUR*VEGSTJARNA*BLÁSTIRNDURKERHÓLL*YLFRJÓVUR*NÁTTALDA*BLÁLJÓS*HAFSKAUT*HIMINBJARTUR*UPPHEIMALJÓS MELTINGARFÆRI*VONFAGUR*HAGBJARTUR*MEGINDOFINN*ÍTURDJARFUR*FREMDARHEIT ÆXLUNARFÆRI*DÖRSÆFÐUR*LAMBASTEIK*BYLSENNA*LÓFALÁGUR*ÓTTABLJÚGUR ÆÐAKERFI*HEIMSAUGA*GRÍMUSKUGGI*BÁRUDÓTTIR*GULLFÆTTUR*SKUGGAFINGUR BAKSUND*FÍFILBREKKA*SMÁRAGRUND*GRASAHNOSS*BUNULÆKUR BRINGUSUND*HNJÚKAFJALL*SÓLARBREKKA*HJARTAVÖRÐUR*MÁTTARBAÐMURHRAÐSUND*JÖKULKRÚNA*BEITUFEGINN*HRANNALJÓN*UPPLITSBJARTUR SUNDTAK*BLÓMVÖR*SJÓNSTJARNA*HAFURMYLKINGUR*VEIÐITÆKUR LÉTTKLÆDDUR*FJAÐRALÉTTUR*KULDAHLEKKUR*FÍFLÚLPA*VORÓMUR*HEIÐFAGUR HITABELTI*LJÓSHÆFUR*VINDLÉTTUR*EITURBYRLA*LJÓSVAKI*SKJALDBAKARAFURMAGN*SPORBAUGUR*SJÓNARFRÆÐI*LJÓSFRÆÐI*STAÐVINDUR*STÖÐUVINDUR VIÐTÖKUGLER*FJAÐURMAGNAÐUR*HAFFLATARMÆLIR*HAFJAFN*VATNBEINN

VEFUR MENNTAMÁLASTOFNUNAR MEÐ NÝYRÐUM JÓNASAR

Big picture

SÍMALAUS SUNNUDAGUR

Sunnudaginn 15. nóvember hvetja Barnaheill landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir (9-21). Með uppátækinu vilja Barnaheill vekja athygli foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilis og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar.


Hægt er að skrá sig til leiks á:

https://simalaus.is

Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna útdráttarvinninga og fá auk þess nokkur góð ráð send laugardaginn 14. nóvember.

SKÓLASTARFIÐ ÞESSA VIKUNA

Þá er vika tvö búin í hólfuðu skólastarfi. Við höldum sama skipulagi á mánu- og þriðjudag. Á miðvikudag vitum við hver næstu skref verða.

Þetta skipulag hefur bara gengið nokkuð vel þegar á heildina er litið. Eins og í öllu skipulagi þá hefur þetta kosti og galla. Það var ýmislegt sem við lærðum af fyrri vikunni og breyttum og bættum í upphafi þessarar viku. Það er eins núna, við erum reynslunni ríkari eftir þessari viku og tökum það veganesti með okkur inn í næstu viku.

Markmið okkar var alltaf að allir nemendur fengju óskertan skóladag og það hefur tekist.Við munum upplýsa ykkur um breytingar á skipulagi um leið og við fáum okkar leiðbeiningar.


Þrátt fyrir að C-19 sé mikil áskorun fyrir skóla landsins þá setur það skólafólk sem aðra í að hugsa allt skipulag í nýju ljósi. Það er ýmislegt gott sem getur komið út úr svona ástandi...en töluverur sprettur á meðan við erum í miðjum storminum.


Við erum öll í þessu saman, við erum öll að standa okkur vel, klöppum fyrir okkur og sérstaklega fyrir nemendum sem hafa staðið sig frábærlega síðustu daga.

HUGARFRELSI VIKUNNAR

Hugarfrelsi vikunnar er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson


Ástkæra, ylhýra málið
og allri rödd fegra!
blíð sem að barni kvað móðir
á brjósti svanhvítu;
móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.


Bestu kveðjur til ykkar,

Starfsfólk Djúpavogsskóla