Skóladagur GRV í Barnaskólanum

18. apríl kl. 17:00-19:30

Skóladagurinn

Skóladagur GRV - Barnaskóla verður miðvikudaginn 18. apríl frá kl. 17:00—19:30. Starfsfólk og nemendur skólans vonast eftir því að þátttaka verði mikil og góð. Fjölbreytt dagskrá verður í boði sem nemendur og gestir geta tekið þátt í. Eins og undanfarin ár verða nemendur 9. bekkja með kaffihlaðborð og rennur andvirðið í ferðasjóð nemenda. Þrautir og leikir verða víðs vegar um skólann.

Hvað er í boði ?

Anddyri:

Nemendur í 10. bekk sjá um:

 • Grímugerð
 • Andlitsmálingu
 • Pílukast
 • "Minute to win it" þrautir
 • Og margt fleira skemmtilegt

Kaffihúsastemning í salnum

Kaffisala fyrir ferðasjóð 9. bekkja

Verð:

1000 kr. (Kaffi innifalið í verði)

Frítt fyrir 6 ára og yngri

Gos 200 kr.

Annað skemmtilegt í boði

 • 10. bekkjastofur á efstu hæð 32-35: Ýmislegt skemmtilegt til sýnis þar, verkefni nemenda. Árshátíðarsýning ofl.
 • Stofa 32: Teflt við nemendur kl. 17:15, 17:45 og 18:15
 • Námsver á efstu hæð: Tafl, ratleikur, púsl, þrautir ofl.
 • Stofa 15: Ýmsar tilraunir og vísindi
 • Saumastofa: Sýning á verkum nemenda
 • Stofa 14: Púsl, þythokki, fótboltaspil ofl. Grínmyndataka
 • Óvissustofa/draugastofa : Efsta hæð í gamla skólanum
 • Stofur 16 ,17 og 26: Sýningar á verkefnum nemenda í 8. bekk
 • Stofur 27, 36 og 37: Sýningar á verkefnum nemenda í 9. bekk
 • Bekkjarstofur á miðstigi: Sýningar á verkefnum nemenda
 • Bókasafnið: Íþróttakennarar með skemmtilega leiki


Ýmislegt í gangi í hverri stofu :)

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Á SKÓLADAGINN