Þorra Þytur

Fréttabréf Þelamerkurskóla febrúar 2018

Myndefni frá árshátíðinni

Árshátíðin skólans fór vel fram og aðsókn var góð. Nemendur stóðu sig allir einstaklega vel og getum við öll verið stolt af hópnum okkar.


Myndir frá árshátíðinni og aðalæfingu er hægt að skoða með því að smella á hnappinn hérna fyrir neðan.


Eins og fram kom á árshátíðinni þá sá N4 um að taka upp árshátíðina og klippa efnið til birtingar. Því er nú lokið og geta allir nálgast upptökurnar á vefnum.

https://youtu.be/0nEbT0aB5Y4
https://youtu.be/VEdMh0OShD4

Grænfáninn í þriðja sinn

Á sprengidag fékk skólinn Grænfánann afhentan í þriðja sinn frá Landvernd. Grænfánanefnd skólans tók á móti fánanum frá starfsmanni Landverndar og dró hann að húni.


Af þessu tilefni fengu nemendur ástarpunga og mjólkurglas í ávaxtastundinni.


Smelltu á myndina og lestu um athöfnina á Facebook síðu skólans.

Margt framundan eftir vetrarleyfi

Eins og fram kemur á dagskrá skólans í febrúar er margt framundan hjá nemendum eftir vetrarleyfi eins og:


  • heimsókn 1. og 2. bekkjar í Álfastein
  • Samskóladagur 5.-7. bekkjar í Grenivíkurskóla
  • 1.-4. bekkur fer á leiksýningu í Hofi
  • 9. bekkur heimsækir VMAAllar nánari upplýsingar vegna þessa er að finna í tilkynningum frá umsjónarkennurum.

Stóra upplestrarkeppnin

Upplestrarhátíð Þelamerkurskóla fer fram í skólanum þriðjudaginn 27. febrúar kl. 11:15. Þá lesa nemendur 7. bekkjar upp fyrir áheyrendur og dómnefnd sem velur tvo fulltrúa skólans í Stóru upplestrarkeppnina. Í dómnefnd verða Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri og fulltrúi foreldrafélags skólans.


Stóra upplestrarkeppnin fer svo fram í Hlíðarbæ fimmtudaginn 1. mars kl. 13:30. Þá lesa upp fulltrúar nemenda úr Grenivíkurskóla, Valsárskóla, Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla.


Á báðum hátíðunum verða tónlistaratriði nemenda úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.


Allir eru velkomnir á báða viðburðina.

Hafið það sem allra best í vetrarleyfinu

Með bestu kveðjum úr skólanum,

Ingileif og Unnar