DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA

FEBRÚAR

11.febrúar er dagur íslenska táknmálsins.

19.febrúar er konudagur.

20.febrúar er Bollu/gestadagur.

21.febrúar er Sprengidagur.

22.febrúar er Öskudagur og skertur dagur og dagurinn þar sem tilkynnt verður hver gerir hvað í árshátíðarvinnunni.

23.febrúar er vetrarfrí.

24.febrúar er vetrarfrí.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 13.febrúar

 • Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.


Þriðjudagur 14.febrúar - dagur tónlistarskóla

 • 14:20 - 15:50 Starfsmannafundur (var frestað í s.l. viku vegna forfalla).


Miðvikudagur 15.febrúar

 • Vonandi viðrar vel til útiveru.


Fimmtudagur 16.febrúar

 • 14:20 - 15:50 Teymisfundir.


Föstudagur 17.febrúar

 • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Meðfylgjandi er matseðill næstu viku.


Á vef Landlæknis segir:

Vel nærð börn eiga betra með að einbeita sér og mataræði getur haft áhrif bæði á lærdómsgetu og hegðun.

Börn verja stórum hluta dagsins í skólanum eða á skólasvæðinu og því er mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat.


Djúpavogsskóli er að taka sín fyrstu skref í verkefninu, Heilsueflandi skóli, og eitt af þeim verkefnum sem þar eru, er m.a. að skoða mataræði.


Það er gott að hafa hollustuna í huga þegar nemendur velja sér nesti.Á vef Landlæknis má kynna sér verkefnið Heilsueflandi skóli betur:

https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item12346/Heilsueflandi_grunnskoli

Big picture

SÍÐASTA VIKA

Síðasta vika var svipuð og sú fyrri, það var mikið um veikindi og forföll auk þess sem veðrið var ekki alltaf að vinna með okkur.

Við gerðum okkar besta við að halda úti hefðbundinni kennslu en þurftum að fella niður kennslu eftir hádegi á föstudaginn, í unglingadeild.

En þrátt fyrir allt þá gekk vikan bara ágætlega.

Það var áhersla á Viku6, veggspjöld og bækur tengd málefninu voru aðgengileg á gangi skólans. Nememdur er byjaðir að syngja lögin úr Bugsý Malone í samaveru og á föstudaginn fengu nemendur tækifæri til að leggja fram óskir um hvað þeim langar mest að gera í árshátíðarvinnunni.

Við fengum líka góða heimsókn frá Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Árni Ólason skólameistari koma og kynnti skólann.

Honum til aðstoðar voru fyrrum nemendur Djúpavogsskóla þær Hekla Pálmadóttir og Sigurásta Ólafsdóttir.

Alltaf gaman að fá ME og fyrrum nemendur skólans í heimsókn.

Big picture
Big picture
Big picture

SAMNÝTING Á MANNAUÐ Í MÚLAÞINGI

Undanfarin ár hefur Hanna einbeitt sér að því að ná góðum tökum á Mentor, td farið á svokölluð sérfræðinganámskeið á vegum Mentor og deilt svo þekkingu sinni með starfsfólki Djúpavogsskóla.

Nýverið ákvað Seyðisfjarðarskóli að leggja aukna áherslu á notkun Mentor í sínu starfi og þá sérstaklega hvað varðar námsmat.

Djúpavogsskóli hefur verið í þróunarstarfi undanfarin ár með námsmatið, t.d. með gerð greinanámskráa í öllum fögum, framvindumat og lokamat í 4.-7. og 10.bekk svo fátt eitt sé nefnt (www.djupavogsskoli.is/namsmat).

Hanna fór því á Seyðisfjörð á fimmtudaginn og hélt námskeið fyrir kennara þar um hvernig við notum Mentor til að meta nemendur beint inn í hæfnikort og gerð vitnisburðar. Að sjálfsögðu fékk hún mjög góðar móttökur.

Það er mjög mikilvægt í nýja sveitarfélaginu okkar að nýta mannauðinn og deila þekkingu og reynslu og við erum auðvitað mjög stolt af því að Mentor sérfræðingur Múlaþings sé starfsmaður Djúpavogsskóla.

HEIMASÍÐAN ER Í VINNSLU OG Á GÓÐRI LEIÐ

Síðustu vikur höfum við verið að uppfæra heimasíðu skólans.

Við erum að uppfæra það sem er þar fyrir, setja inn nýjar upplýsingar og setja inn fréttir.

Næstu daga og vikur ætlum við að laga útlitið og gera hana aðgengilegri.

Fylgist með.

UMBÓTAVINNA

Þessa dagana vinnur stjórnendateymið að því að gera framkvæmdaráætlun upp úr umbótaáætlunum skólans.

Í framhaldi fá foreldrar boð um að taka þátt í að rýna í með hvaða hætti við getum bætt skólastarfið.

Þessi vinna hefur aðeins þurft að bíða meðan flensufaraldurinn gengur yfir en við stefnum á koma þessu af stað á næstu vikum og hlökkum til að vinna þetta með ykkur.

STAÐAN Í ÁRSHÁTÍÐARVINNU

 • Búið að velja leikritið - Bugsý Malone
 • Nemendur í 10.bekk eru að vinna handritið með Obbu og Írisi Birgis.
 • Nemendur eru byrjaðir að syngja lögin í daglegri samveru.
 • Verið að lista upp hvað á að vinna í list- og verkgreinatímum.
 • Nemendur eru þessa dagana að setja fram sínar óskir um verkefni í árshátíðarvinnu.
 • Nemendur fá að vita hvað verkefni þeir fá áður en þeir fara í vetrarfrí og leikarar taka með sér handrit.
 • Mesta árshátíðarvinnan fer fram í mars.
 • Það verður ein sýning sem allir taka þátt í og hún verður 23.mars.
 • 24.mars er frágangsdagur.

Bestu kveðjur til ykkar,

Starfsfólk Djúpavogsskóla.